Fréttablaðið - 12.06.2010, Side 38

Fréttablaðið - 12.06.2010, Side 38
ANDSTÆÐUR OG FLÆÐI er yfirskrift á málverkasýningu Huldu Hlínar Magnúsdóttur í Turninum í Kópavogi, annarri hæð. Þar sýnir hún verk máluð í Feneyjum, Veróna og Róm. Heiðar Kári Rannversson stýrir leiðsögn um listaverkin í Viðey á morgun, sunnudag, og ræðir um Friðarsúlu Yoko Ono og Áfanga eftir bandaríska listamanninn Richard Serra. Heiðar Kári útskrifaðist með BA- gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands í fyrra og í leiðsögn sinni skoðar hann tengsl listaverkanna í Viðey við umhverfið og áhorfendur. Frið- arljósið í listaverkinu Imagine Peace Tower var tendrað hinn 9. október árið 2007 og er verkið tileinkað minningu Johns Lennon sem hefði þá orðið 67 ára gamall. Á hverju ári lýsir Friðarsúlan frá fæðingar- degi Lennons til 8. desember sem er dánardagur hans. Einnig er kveikt á ljósinu á gamlársdag, á jafndægri að vori og á sérstökum hátíðardög- um sem listamaðurinn Yoko Ono og Reykjavíkurborg koma sér saman um. Friðarsúlan er hvít að lit og myndar nokkurs konar óskabrunn, en á hann er rituð setningin Hugsið ykkur frið á 24 tungumálum. Listaverkið Áfangar eftir banda- ríska myndhöggvarann Richard Serra var reist í vesturhluta Við- eyjar í tengslum við Listahátíð árið 1990. Verkið samanstendur af níu súlnapörum úr stuðlabergi sem ramma inn nærliggjandi kennileiti eða áfangastaði. Leiðsögnin hefst klukkan 14.30 og tekur um eina og hálfa klukku- stund en ferðir frá Sundahöfn eru farnar með reglulegu millibili allan daginn. - ve Listaverkaganga með leiðsögn Í göngunni verða þátttakendur leiddir í allan sannleikann um listaverkin í Viðey. „Langflestir sem ganga á Esjuna fara rakleiðis upp á Þverfellshorn en færri vita að í Esjunni eru 24 merktar gönguleiðir og margt hægt að gera annað en að fara beint á toppinn. Skógurinn er frá- bær, sem og trjásafnið, og hvar- vetna hægt að stunda skemmti- lega útivist og fjallgöngur þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Skúli Björnsson verkefna- stjóri hjá Ferðafélagi Íslands um Esjuna sem verður í aðalhlutverki á Esjudegi FÍ og VISA í dag. Dagskráin hefst með afhjúpun glæsilegs Esjuskiltis, en að því loknu verður boðið upp á göngu- leiðir sem mörgum eru ókunn- ar undir leiðsögn reyndra farar- stjóra og trjáálfarnir fræða börn um endurvinnslu og fleira. „Esjan er alltaf að sækja í sig veðrið og eftir Esjudaginn í fyrra þurftum við að skipta vikulega um gestabók því blaðsíðurnar fylltust jafnóðum. Í dag ætlum við sér- staklega að kynna ferðaáætlun Ferðafélags barnanna sem var stofnað fyrr á árinu innan FÍ, en sífellt fleiri fjölskyldur átta sig á því að börn eiga líka heima í lengri gönguferðum þótt maður fari alltaf á þeirra forsendum og píni þau ekki lengra en þau kom- ast. Með upplifun í náttúrunni vex náttúruvernd og umhverfisskynj- un barna, í stað þess að læra hana bara úr kennslubókum, en Esjan er einmitt kjörin í það, auk þess sem útivist er holl og ódýr skemmtun sem eflir fjölskyldutengsl.“ Að sögn Skúla fóru 14 þúsund manns á Esjuna í fyrrasumar. „Allir sem skrifa í gestabækur Esjunnar fara í pott og geta unnið ferð með FÍ og ýmislegt annað á Esjudeginum,“ segir Skúli sem sjálfur nýtur útivistar á Esju. „Esjan hefur alltaf verið í uppá- haldi hjá mér því mér finnst hún óskaplega falleg, góð heim að sækja og afar fjölbreytt. Uppá- haldsleiðin er upp á Kerhóla- kamb, útsýnisins vegna en líka af því hún er ekki í eins mikilli alfaraleið.“ Esjan er 719 metra há á Þver- fellshorni en 909 metrar á hábung- unni. „Esjan getur vissulega verið hættuleg þar sem eru hamrar og gljúfur og því mikilvægt að allir fari varlega og eftir settum reglum,“ segir Skúli og minnir á gönguferð Páls Ásgeirs Ásgeirs- sonar eftir Esjunni endilangri á morgun þar sem gengið er frá Móskarðshnjúkum út á Kerhóla- kamb, ofan á fjallinu. „Gangan er nokkuð stíf en vel fær vönu göngufólki. Þá er orðið betra að komast upp á efstu tinda eftir að kaðlar og keðjur voru sett- ar efst til að auðvelda för.“ Þess má geta að við Esjurætur er veitingastaðurinn Esjustofa. Hægt er að taka leið 57 frá Háholti í Mosfellsbæ að Esju (sjá www.straeto.is). Dagskráin stend- ur frá klukkan 13 til 16. thordis@frettabladid.is Ný gestabók vikulega Esjudagurinn er haldinn hátíðlegur í dag í formfagurri Esjunni, en þar er að finna eitt af vinsælli úti- vistarsvæðum höfuðborgarsvæðisins, þar sem hægt er að fara í lautartúr, skógargöngur og fjallgöngur. Skúli Björnsson er verkefnisstjóri Ferðafélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ný ferðaáætlun Ferðafélags barnanna verður kynnt í Esjuhlíðum í dag, en börn finna paradís í fjölbreyttri útivist á Esju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skipholti 29b • S. 551 0770 ÚTSALAN HAFIN! Við getum nú boðið hinar fallegu miðalda og menningaborgir Tallinn og Ríga á ótrúlegum kjörum í beinu flugi frá Keflavík Brottfarir til Tallinn í Eistlandi: 12.- 20 júli, 12.-16 júlí, 16.- 20. júlí Flug með skatti 34.990 kr. fá sæti laus Flug og hótel 12.-16. júlí og 16.-20 júli 49.900 kr. per mann í 2ja manna herbergi. 12. -20 júli, flug og hótel 67.890 kr. per mann. fá sæti laus Brottför til Riga i Lettlandi: 17.- 22. ágúst. Flug með skatti 32.990. kr. Flug og hótel 63.900 kr. 6 sæti laus

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.