Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 22
22 12. júní 2010 LAUGARDAGUR sem listamaður. Fram að því segir hann fólk hafa verið mjög duglegt við að vara hann við skemmtana- bransanum. „„Það er engin framtíð í þessu. Ætlarðu að lifa á einhverj- um kvöldskemmtunum endalaust?“ var algengt að heyra,“ segir Jón. Gæti leikið sjálfan mig vel Verðandi borgarstjóri hefur verið einn allra vinsælasti skemmti- kraftur landsins undanfarin ár og því eðlilega með mýmörg verk- efni í bígerð á hverjum tíma. Þegar nánustu framtíð nokkurra þessara verkefna bar á góma í fjölmiðlum í vikunni kom í ljós að samstarfs- menn Jóns búast ekki við öðru en að þau þurfi að bíða betri tíma vegna borgarstjórastarfsins, enda sé það ríkt í eðli Jóns að sökkva sér ofan í hvert það verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur og sinna því af fullum krafti. Jón samsinnir því og segist jafnframt eiga afar auðvelt með að vinna með fólki og hafa gaman af því. „Það helgast að miklu leyti af því hversu vel ég treysti þeim ég vinn með. Það er alltaf „You had me at hello“ þangað til fólk sýnir mér einhverja aðra hlið á sér, en þá er ég líka mjög fljótur að bregðast við því. Þetta er mjög árangursrík vinnuaðferð og mér hefur tekist að verða prímus mótor í flestu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur, keyrt hlutina áfram. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að ég geti líka orðið drifkrafturinn í borgarstjóraembættinu, því þar getur maður látið margt gott af sér leiða.“ Hann óttast ekki að nýfengin áhrifastaða leiði til þess að fólk fari að koma fram við hann á annan hátt, eins og oft vill verða, og fagn- ar þeirri nýbreytni að nú sé komið að öðrum að sýna hann í spéspegli en ekki öfugt eins og verið hefur. „Margir hafa til dæmis velt því fyrir sér hver komi til með að leika mig í áramótaskaupinu. Ég hef þegar boðist til að gera það sjálf- ur, enda hugsa ég að ég gæti gert það mjög vel. Það að vinna með Sigurjóni Kjartanssyni í tuttugu „Það að vinna með Sigurjóni Kjartans- syni í tuttugu ár hef- ur gert það að verk- um að ég er ekkert sérstaklega hörunds- sár og viðkvæmur, enda getur hann ver- ið mjög hreinskilinn.“ FRAMHALD Á SÍÐU 24 É g snæddi morgun- verð hér í morgun og að því loknu vatt sér að mér útlensk kona hér í afgreiðslunni og sagði „I am Stürmen- stein“. Ég kinkaði kolli og heilsaði og þá kom þetta aftur, „I am Stür- menstein!“ og ég muldraði „ókei, great,“ og fannst þetta eitthvað undarlegt. Þá kom upp úr kafinu að hún hélt að ég væri leigubílstjór- inn sem væri kominn að ná í sig. Þá fór ég að hugsa hvort það væri kannski kominn tími til að skipta yfir í jakkaföt,“ segir Jón Gnarr þegar blaðamaður sest niður með honum á veitingastaðnum Fjala- kettinum á Hótel Reykjavík í Aðal- stræti, gegnt Fógetagarðinum og gamla Miðbæjarmarkaðshúsinu sem hýsir meðal annars kosninga- skrifstofu Besta flokksins. Samkvæmt hefðinni væru umskipti yfir í sparilegri klæði sannarlega skammt undan hjá Jóni, sem tekur formlega við embætti borgarstjóra Reykjavíkur næsta þriðjudag, en borgarfulltrúar Besta flokksins hafa þó ekki farið leynt með þær fyrirætlanir sínar að láta ekki gamlar venjur þvæl- ast um of fyrir sér í störfum sínum í borginni. Borgin ekki eins og Enron Það hefur verið mikið að gera hjá borgarstjóranum tilvonandi síð- ustu daga og vikur og skyldi engan undra. Fyrir liggur að leggja loka- hönd á málefnasamning við Sam- fylkinguna, kynna sér starfsregl- ur borgarinnar og stjórnsýslu, hitta fólk og taka afstöðu til ótal margra hluta sem Jón segir sig og félaga sína ekki vita neitt um og aldrei hafa skipt sig nokkru einasta máli. Þá bíða fjölmiðlar í röðum eftir viðtölum, jafnt innlendir sem erlendir. „Ég er hægt og rólega að sjá heildarmyndina af starfinu,“ segir Jón og bætir við að hann langi til að breyta ýmsu varðandi embættið. „Mér finnst þetta allt mjög spenn- andi og viðráðanlegt. Þar leikur sá fjöldi góðs fólks sem vinnur hjá borginni stórt hlutverk. Reykja- víkurborg er ofsalega vel unnið og vandað apparat, þetta er ekkert í líkingu við Enron eða neitt slíkt, og ég treysti öllu þessu fólki mjög vel.“ Vel búinn undir starfið Hann segist ævinlega spenntur fyrir nýjum verkefnum, þannig hafi það einfaldlega alltaf verið, og er sannfærður um að með öllum þeim störfum sem hann hefur unnið um ævina hafi hann búið í haginn fyrir borgarstjórastarf- ið. Reynslan hafi kennt honum að búast ávallt við hinu besta en vera jafnframt búinn undir hið versta. „Ég hef aldrei verið neitt sérstak- lega hræddur við neitt. Þetta er allt spurning um viðhorf,“ segir hann. Á unglingsárum starfaði Jón aðallega við garðyrkju, hafði mik- inn áhuga á þeirri iðju og lang- aði að læra til skrúðgarðafræð- ings. Um tvítugt tók svo við hjá honum tímabil sem gæslumað- ur á geðdeildum Landspítalans, Borgarspítalans og Kópavogshæl- is og minnist Jón þess tíma með talsverðri hlýju. „Sem gæslumaður var ég á mjög lágum grunnlaunum og sá í raun fyrir mér með stanslausum auka- vöktum og næturvöktum. Það var mikill skortur á fólki í þessi störf og ég fann frábæra leið til að auka tekjurnar, en hún gekk út á að lækka starfshlutfallið mitt niður í fimmtíu prósent og vinna svo allt í yfirvinnu. Það var fljótt að koma því ég var alltaf að vinna, oft tvær til þrjár vaktir í röð,“ segir Jón. Yfirvinnukaupsælan entist þó ekki lengi því nokkrum árum síðar var sett á yfirvinnubann á spítölunum. Um leið varð erfið- ara fyrir ungt par með tvö börn að ná endum saman, að sögn Jóns, sem þá brá á það ráð að flytjast með fjölskyldunni til Svíþjóðar eins og margt ungt fólk gerði á þessum tíma, í kringum 1990. Þar vann hann í verksmiðjum Volvo í Gautaborg í tvö ár uns hann sneri heim til að starfa sem með- ferðarráðgjafi fyrir ungt fólk í neyslu og loks sem leigubílstjóri í Reykjavík. „Þá fór ég meira út í grínið og leiklistina, byrjaði í útvarpinu með Sigurjóni Kjartanssyni en var í öðrum störfum samhliða. Til að mynda fékk ég vinnu hjá fyrirtæk- inu Garðaprýði við að standsetja lóðina fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Þegar keyrt er upp á Svartsengi blasa við grjóthleðsluveggir sem ég hlóð ásamt nokkrum öðrum,“ segir Jón. Það var ekki fyrr en útvarps- þættirnir Tvíhöfði slógu í gegn á árunum 1996 til 1997, og Fóst- bræðraþættirnir í sjónvarpinu í kjölfarið, sem Jón sá fram á að geta séð sér og sínum farborða Aldrei verið hræddur við neitt Líklega hafa borgarstjóraskipti aldrei vakið viðlíka athygli og nú eftir sigur Besta flokksins í kosning- unum í lok maí. Kjartan Guðmundsson ræddi við verðandi borgarstjóra Reykjavíkur, Jón Gnarr, um nýja starfið, árin á Hlemmi og fjölskylduna stóru. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI NÝR VETTVANGUR „Ég skipti fólki í tvo hópa, þá sem eru gefandi og þá sem eru ekki gefandi. Þeir sem eru ekki gefandi eru yfirleitt reiðir eða hræddir, en ég tel sjálfan mig vera mjög gefandi manneskju með ríka réttlætiskennd.“ GNARR Í GEGNUM TÍÐINA Segja má að Jón Gnarr hafi verið nánast stöðugt fyrir augum almennings frá því að útvarpsþættirnir Tvíhöfði, sem hann stjórnaði ásamt Sigurjóni Kjartanssyni, slógu í gegn um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar. Margt af því sem verðandi borgarstjóri hefur gert hefur notið gríðarlegra vinsælda eins og sjónvarpsþættirnir Fóstbræður, Vaktarþáttaraðirnar, kvik- myndin Bjarnfreðarson og nú síðast Besti flokkurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.