Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 32
32 12. júní 2010 LAUGARDAGUR É g er lífefnafræðing- ur að mennt og algjör- lega sannfærð um að allt lífið er efnafræði. Þar eru ekki undan- skildar hugsanir, til- finningar og annað sem venju- lega er skilgreint sem sál,“ segir Sigríður Ólafsdóttir þegar hún er fyrst beðin um að útskýra hvers vegna hún hefur svona mikinn áhuga á þessu tiltekna hormóni, oxýtósíni. „Mér finnst þessi tví- skipting tilverunnar óþörf. Skipt- ingin í „líkama og sál“ er alveg ónauðsynleg, þegar þetta eru allt saman efnafræðilegir ferl- ar. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því að tilfinningar séu flókið mál. Þvert á móti, því við erum skammt á veg komin með að skilja hvað er í gangi í líkama okkar.“ Límið í samfélaginu Sigríður hefur fylgst með vaxandi áhuga vísindamanna á hormóninu oxýtósíni sem hefur stigmagn- ast undanfarin ár. Rannsóknum á verkan þess fjölgar hratt og æ fleira bendir til að það hafi víð- tæk áhrif á mannfólkið og til- finningar þess. „Þegar ég lærði líffræði var það eina sem vitað var um oxýtósín að það tengdist mjólkurlosun og legsamdrætti til að koma fæðingu í gang. Um alda- mótin síðustu fóru að birtast vís- bendingar um að það hefði miklu fjölbreyttari áhrif.“ Sérstaka athygli vakti próf sem gert var á tveimur hópum til að kanna áhrif oxýtósíns á traust milli fólks. Annar hópurinn fékk lyfleysu og hinn skammt af oxýtósíni. Í ljós kom að hópurinn sem hafði fengið hormónið var mun reiðubúnari til að treysta öðrum fyrir peningunum sínum heldur en sá sem hafði fengið lyf- leysu. „Það kom sem sagt í ljós að ef þú ert undir áhrifum oxýtós- íns eykst traust til annarra. Þar með var þetta ekki lengur eitt- hvert „kerlingamál“, enda farið að snúast um peninga,“ segir Sigríður. „Traust er sjálft límið í samfélaginu. Það má þá spyrja sig hvort áhrifin af oxýtósíni séu þá kannski raunverulega límið. Er það þetta hormón sem gerir okkur að félagsverum?“ Hjarðeðlið skýrist Menn hafa velt fyrir sér hlut- verki oxýtósíns í þróunarsögu samfélagsins. „Það er svo miklu betra fyrir manneskjuna að búa í samfélagi. Í samfélagi er auðveld- ara fyrir fólk að finna sér maka, það er meira öryggi og trygg- ara að afkvæmin komist á legg. Það kemur alltaf betur og betur í ljós að það er oxýtósín sem lætur okkur líða svona vel með öðrum. Það er sennilega meðalið sem náttúran hefur notað til að gera okkur að samfélagsverum.“ Oxýtósín eykur traust en ef til vill líka gagnrýnisleysi og jafn- vel meðvirkni. „Þegar samferða- menn okkar eru vingjarnleg- ir fáum við oxýtósinskot og þá eykst traustið. Þannig má halda því fram að hormónið sé grunn- urinn að því að við sættum okkur við ýmsa hluti sem við ættum kannski ekki að sætta okkur við. Þeir hafa lifað af sem geta verið í hóp, eru samvinnuþýðir, eru til í að bakka með sínar skoðanir og vera vingjarnlegir.“ Ástin ekki undanskilin Þá dettur manni í hug að spyrja hvort hægt sé að setja fram þá kenningu að andfélagslegir hljóti að vera lágir í oxýtósíni. „Já, það er ekki ólíklegt. Eða þá að það vanti eitthvað upp á samspilið milli oxýtósíns og dópamíns hjá þeim. Dópamín er vellíðunar- hormónið; það virkar sem verð- laun fyrir hegðun sem styður við lífið, eins og að borða og að makast. Það eru náin tengsl milli losunar dópamíns og oxýtósíns. Þessar hugleiðingar vekja mann líka til umhugsunar um hvað við viljum gera við þessar upp- lýsingar, eftir því sem skilningi okkar fleygir fram. Viljum við til dæmis nota þær til að grípa inn í tilfinningalíf fólks? Er kannski búið að finna ástardrykkinn?“ Það er nefnilega margt sem bendir til þess að oxýtósínið hafi meira að segja að gera með stærstu tilfinninguna af þeim öllum – sjálfa ástina. „Það hefur smám saman verið að koma í ljós að það eru sterk tengsl á milli þess sem við köllum ást og þessa hormóns, oxýtósíns. Það kallar fram þessa ástartilfinningu. Það þarf ekki annað en að fólk horfi á mynd af þeim sem það eru ást- fangið af, eða mynd af barn- inu sínu, til að það snarhækki í þeim oxýtósínið. Hjá nýbökuð- um mæðrum er vel þekkt þessi brjóstaþoka, enda losnar mikið af hormóninu við að barnið sýgur brjóstið. Ég held að hún sé bara oxýtósínvíma.“ Sigríður nefnir rannsókn sem styður við þetta. Próf sem mældi kvíða og traust var lagt fyrir mjólkandi mæður, fyrir og eftir brjóstagjöf. Niðurstöð- urnar sýndu að konurnar fundu fyrir minni kvíða og streitu, en til meira trausts og umburðar- lyndis eftir brjóstagjöfina. Vanmetnar hormónasveiflur Eftir því sem rannsóknum á oxýtósíni fleygir fram bendir æ fleira til þess að það sé mjög tengt félagshegðun fólks og hug- myndir eru uppi um að það megi nota gegn ýmsum kvillum, svo sem kvíða, félagsfælni, fæðing- arþunglyndi og jafnvel ákveðnum tegundum einhverfu. Í umræðunni er hormónaójafn- vægi yfirleitt talinn heldur létt- vægur kvilli, eitthvað sem tengja má við konur og þeirra duttlunga. En í ljósi þessara nýju rannsókna veltir maður fyrir sér hvort það sé ekki allt of lítið mark tekið á þeim? „Það er enginn vafi á því að hormónasveiflur hafa mikil áhrif á geðið og það að afneita því að hormónasveiflur séu alvöru fyrirbæri væri auðvitað ekki gott. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við séum meðvituð um áhrif hormóna á skapið og til- finningarnar. En um leið þurfum við að muna að við höfum vilja og vit. Þó hormónin segi manni að gera eitthvað er ekki víst að það sé einmitt það sem er skynsam- legt að gera.“ Halda hormón samfélaginu saman? Allt fram til síðustu aldamóta héldu vísindamenn að hormónið oxýtósín hefði fyrst og fremst áhrif á konur og tengdist mjólkurlosun og legsamdrætti. Undanfarin ár hafa hins vegar komið fram gögn um að það hafi víðtæk áhrif á félagshegðun margra dýra, þar á meðal manna. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fékk kaffibolla með hormónaskýringum hjá lífefnafræðingnum Sigríði Ólafsdóttur. DOKTOR SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Hefur brennandi áhuga á hormóninu oxýtósíni, sem rannsóknir sýna að hefur víðtæk áhrif á tilfinningalíf manna og dýra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Oxýtósín er hormónið sem tengist mjólkurlosun og legsamdrætti í fæðingu. Þetta voru talin vera aðal- hlutverk oxýtósíns í mönnum, allt fram til síðustu aldamóta. Þá fóru að birtast niðurstöður rannsókna sem bentu til þess að áhrif þess væru mun víðtækari og snertu bæði kynin. Meðal þeirra áhugaverðu niðurstaðna sem komu fram á þessum tíma var að oxýtósín stjórnar því hvort dýr eignist lífstíðarmaka eða skipti ótt og títt um. Færðar voru sönnur á þetta með því að skoða tvær teg- undir af músum, annars vegar sléttumýs og hins vegar akurmýs. Tegundirnar eru að miklu leyti svip- aðar en eitt skilur þær að. Sléttumýs eru nefnilega einkvænisdýr á meðan akurmýs eru fjölkvænisdýr. Til þess að frumur séu næmar fyrir hormónum þurfa þær að hafa viðtaka fyrir þá. Rannsóknirnar leiddu í ljós að sléttumýs hafa oxýtósínviðtaka á mikilvægum stað í heilanum, á meðan akurmýs hafa þá ekki. Síðan hefur verið sýnt fram á að þetta er einkennis- merki allra einkvænisdýra. Einkvæni eða fjölkvæni? Undanfarna mánuði hafa vísindatíma- rit víða um heim töluvert fjallað um félagsleg áhrif hormónsins oxýtósíns. Þar á meðal er breska tímaritið New Scientist en þar á bæ starfar blaða- konan Linda Geddes. Linda hafði sjálf verið á kafi í hugleiðingum um horm- óna þegar kom að stóra deginum í lífi hennar – brúðkaupsdeginum. Hún tók þá óvenjulegu ákvörðun að láta mæla breytingar á hormónum hjá þeim brúðhjónunum og veislugestum þeirra yfir daginn og fjalla um niður- stöðurnar í grein í blaðinu. Í ljós kom að oxýtósínmagnið jókst hjá brúðhjónunum og þeim sem stóðu þeim næst – langmest hjá brúðinni sjálfri, því næst móður henn- ar en einnig hjá föður brúðgumans og brúðgumanum. Það lækkaði hins vegar hjá nokkrum af nánum vinum þeirra hjóna, sem gæti bent til þess að einhverja beiskju væri í þeim hópi að finna, nú eða að þeim hafi hálf- leiðst í brúðkaupinu. Það sem kom hins vegar flatt upp á brúðina var hversu mjög karlhormónið testóster- ón jókst í líkama eiginmanns hennar. Það rauk upp úr öllu valdi, þvert á væntingar hennar, enda er það þekkt að ástfangnir karlmenn hafa alla jafna lægra testósterón-magn í líkama sínum en þeir óbundnu. Óvæntar sveiflur á stóra daginn BRÚÐUR Í OXÝTÓSÍNVÍMU Ef kona er hamingjusöm á brúðkaupsdaginn hækkar oxýtósínmagnið í líkama hennar til muna. N O R D IC PH O TO S/G ETTY IM A G ES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.