Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 62
6 FERÐALÖG BOLTI Á BARNUM UM VÍÐA VERÖLD Heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í gær. Víða um heim kemur fólk saman á börum og fylgist með leikjunum sem standa yfi r. Hér eru hugmyndir að stöðum erlendis þar sem hægt er að koma saman og horfa á boltann á ferðalaginu. Fylgst með Á Sidewalk-kaffihúsinu við hina frægu Venice-strönd í Los Angeles er hægt að fylgjast með heimsmeistaramótinu á tíu sjónvarpsskjáum. Í hálfleik má fá sér drykk úti á veröndinni og fylgjast með fólki enda er staðurinn þekktur fyrir að vera góður til þess. Til Japans Hægt verður að fylgjast með HM á tveimur stórum skjáum á Mogambo-barn- um í miðbæ Tókýó. Völdum leikjum verður lýst. Mogambo býður gleðistundarverð á drykkjum meðan sumir leikjanna standa, frá því að blásið er til leiks og þar til fyrsta markið er skorað. NORDICPHOTOS/GETTY Fjölbreytileiki Barir heimsins eru mismunandi að gerð. Í borginni Kumasi í Gana, sem er höfuðborg héraðsins Ashanti, safnast fólk saman á einum af sportbörum svæðisins undir bárujárni við fléttaða veggi. Skreyttir veggir Tilvalið er að tylla sér inn á El Banderin-barinn í Búenos Aíres sem var stofnaður árið 1923. Veggir barsins eru skreyttir með yfir fjögur hundruð veifum og myndum frá ýmsum fótboltafélögum. Horft með þýskum Á risastórum skjáum á Bierkoenig-barnum við Palmaströndina á Majorka er hægt að fylgjast með heimsmeistaramótinu í fótbolta ásamt æstum þýskum stuðnings- mönnum, enda er Majorka vinsæll áfangastaður þýskra ferðamanna. Vel fagnað Á hinum ýmsu börum um heim allan verður líkast til mikið um tilfinningar, nokkur gleðitár verða trúlega felld þegar rétta liðið sigrar en þó mun örugglega eitthvað verða um grát og gnístran tanna þegar það tapar. NORDICPHOTOS/GETTY Göngufrí vinsæl Fjallendið er fyrir ofan Costa blanca-ströndina og um fimmtíu kílómetra frá Benidorm. LYFJABÚR EVRÓPU Göngufrí verða sífellt vinsælli enda gefa þau ferðamönnum færi á að kynnast landi og þjóð með öðruvísi hætti en hefð- bundnar túristaferðir auk þess sem heilsuefling fylgir í kaupbæti. Þau Ingibjörg Þórhallsdóttir og Rúnar Karlsson bjóða upp á slík frí á Spáni. „Við bjóðum Íslending- um sem hafa áhuga á að verja fríi sínu til göngu- eða skoðunarferða eða til annarra heilseflandi athafna upp á hagkvæma valkosti og skemmtilega afþreyingu í austurhluta Spánar,“ segir á heima- síðu þeirra gongufri.is. Gengið er um fjallahéruð upp af Costa Blanca-ströndinni á Spáni. „Þrátt fyrir nálægð við mannmarga ferðamannastaði á ströndinni er náttúran ósnortin,“ segir á síðunni. Á miðöldum var oft talað um svæðið sem lyfjabúr Evrópu vegna fjölda lækninga- og kryddjurta sem þar vaxa. Fjölbreytileiki náttúrunnar er sagður með eindæmum enda klettavegir, þröng gil, dalir og heiðar allt um kring. Ferðirnar eru hugsaðar fyrir 6-16 manna hópa en frekari upplýsingar er að finna á www.gongufri.is. - ve
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.