Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 1

Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI5. ágúst 2010 — 181. tölublað — 10. árgangur FIMMTUDAGUR skoðun 20 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 HELENA CHRISTIANSEN verður verndari göngunnar „The Worlds Greatest Catwalk“ sem fram fer á Strikinu í Kaupmanna- höfn 14. ágúst. Þar munu 220 fyrirsætur ganga heila mílu niður bleik skreytta götuna en viðburðurinn er hluti af tískuviku í borginni. „Þetta eru buxur sem heita Hells bell og ég keypti úti í Frakklandi. Þær fara langt með að vera uppá-haldsbuxurnar mínar. Þær eru líka einstakar og ég held að þær séu bara framleiddar í tíu eða fimmtán eintökum,“ segir Theó-dór Árnason, yfirkokkur á Hótel Óðinsvéum, sem gengur um götur á krómuðum Dior-skóm B linn er ú verið duglegur að kaupa sér föt þar. „Úti í London hafði ég tíma á sunnudögum og mánudögum til að skreppa í Selfridges og missa mig í kaupum á Dior-skóm og Boss-jökkum.“ Í París bjó frænka hans. „Hún var í háskóla að læra hönn-un þannig að hún og vinir hennarhöfðu sínar k ð dór glettinn en í fataskápum hans má meðal annars finna buxur með sebramynstri. „Það var gæi sem ég sá úti í París sem var í leðurjakka á hjólabretti og með dredda í níð-þröngum sebrabuxum sem ég héltfyrst að væru sokk bdó Leitaði sebrabuxna lengi Theódór Árnason gengur um götur Reykjavíkur og stórborga Evrópu á krómuðum Dior-skóm. Uppáhalds- buxur hans eru frá París og gerðar í fáum eintökum en hann á talsvert mikið af fötum í fataskáp sínum. Buxur Theódórs eru framleiddar í tíu til fimmtán eintökum og eru því einstakar að hans mati. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verðhrun í stórum stöfum Í minni stöfum minnst 60% afslátturVERÐ- HRUN MINNST 60% AFSLÁTTUR Sími 581 21 F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 ÚTSALAwww.gabor.is Sérverslun með SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag Nýr maður í brúnni Hilmar Oddsson hefur verið ráðinn rektor við Kvikmyndaskóla Íslands. tímamót 26 Í einleiknum Afinn Sigurður Sigurjónsson leikur í einleiknum Afinn í Borgarleikhúsinu. fólk 54  LÉTTIR HELDUR TIL austanlands en skýjað að mestu annars staðar og lítils háttar væta sunnan- og vestanlands. Vindur verður hægur og hiti víða á bilinu 13 til 20 stig. VEÐUR 4 16 14 16 13 13 GÖTUMYNDIN AÐ BREYTAST Rúm þrjú ár eru síðan stórbruninn varð í miðborg Reykjavík- ur. Framkvæmdir við Lækjargötu og Austurstræti ganga vel og götumyndin því hægt og bítandi að breytast. NEYTENDAMÁL Farið er að bera á skorti á kjúklingakjöti í matvöru- verslunum. Annar stærsti kjúklingaframleið- andi landsins, Matfugl, innkallaði í síðustu viku allan kjúkling vegna salmonellu í fjórða sinn á innan við ári og þar er enn unnið að lausn vandans. Aðrir framleiðendur anna ekki eftirspurn á meðan. Ragnar Hjörleifsson, sölu- og markaðsstjóri Reykjagarðs, sem hefur um 40 prósenta markaðs- hlutdeild líkt og Matfugl, segir fyrirtækið einfaldlega ekki hafa undan þessa dagana. Ekki hjálpi til að vinnuvikan eftir verslunar- mannahelgi sé aðeins fjórir dagar, því það komi eðli málsins sam- kvæmt niður á framleiðslunni. „Í þessari viku verður því skort- ur á kjúklingi í verslunum,“ segir Ragnar. Ástandið muni hins vegar lagast strax eftir helgi. „Þá komum við sterkir inn aftur með 40 þús- und fugla,“ segir hann. Ragnar segir að salmonella hafi ekki greinst í slátruðum fugli hjá Reykjagarði upp á síðkastið, en aðeins hafi borið á salmonellu í lifandi fugli og honum hafi verið fargað jafnóðum. Ragnar segir menn gruna að rekja megi þessi salmonellutilfelli til smitaðs fóð- urs sem selt var kjúklingabúunum síðastliðinn vetur. - sh Framleiðendur hafa ekki undan á meðan Matfugl glímir við þráláta salmonellu: Kjúkling skortir í matvörubúðir ORKUMÁL Katrín Júlíusdóttir iðn- aðarráðherra segir umræðuna um kaup Magma á hlut í HS orku á villigötum. Of mikið sé horft á einn kaupanda, hvort hann sé góður eða slæmur, á hlut sem þegar hafi verið einkavæddur. Katrín segir að leggja þurfi línur í orkumálum Íslands til framtíðar. „Ég ætla ekki að segja til um hvort staðan eins og hún er núna, sú óvissa sem verið hefur um hlut- inn og þar með eignarhald í vetur, sé eitthvað betri. Ég er ekki viss um að gagnrýnendur þessara ein- stöku kaupa séu heldur á þeirri skoðun. Þess vegna finnst mér vanta umræðu um það.“ Ráðherra veltir því upp hvort betra sé að opinber orkufyrir- tæki skuldsetji sig úr hófi fram, til framkvæmda. „Við þurfum líka að horfast í augu við það að opinber orkufyr- irtæki eru að taka gríðarlega fjár- muni að láni hjá erlendum lánar- drottnum og ég veit ekki til þess að þar séu neinar góðgerðarstofn- anir á ferð. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé betra að fá fjárfest- inguna inn, til dæmis með verk- efnafjármögnun til skemmri tíma með opinberum aðilum.“ Katrín segist ekki óttast einka- fjármagn í orkuframleiðslu, sé auðlindum og dreifikerfi hald- ið í opinberri eigu. Lög og reglur tryggi slíka opinbera eigu og þá sé það skýr stefna ríkisstjórnar- innar að önnur orkufyrirtæki fari ekki sömu leið og HS orka. - kóp / sjá síðu 16 Erlenda fjárfestingu frekar en erlend lán Iðnaðarráðherra segir erlenda fjárfestingu með verkefnafjármögnun betri en að orkufyrirtæki skuldsetji sig úr hófi. Umræðan um Magma sé á villigötum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA FÓLK Bandaríski auðkýfingur- inn Paul Allen og fylgdarlið hans verður fyrsti hópurinn sem kafar að flaki bandaríska herskipsins Alexander Hamilton í Faxaflóa. Skipinu var sökkt árið 1942. Landhelgisgæslan fann flak- ið af Alexander Hamilton í fyrra og bar kennsl á það. Paul Allen og félagar hafa fengið leyfi frá utan- ríkisráðuneytinu til að kafa niður að flakinu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kom Allen ekki hingað til lands í glæsiskipinu sínu Octopus sem liggur í Reykjavíkurhöfn og vekur mikla athygli vegfarenda. Allen flaug til móts við sextíu manna áhöfn skipsins ásamt kær- ustu sinni. Samkvæmt heimildum hélt hún upp á þrítugsafmælið sitt hér á landi. - afb, áp / sjá síðu 54 Allen og fylgdarlið á Íslandi: Kafa fyrstir að flaki í Faxaflóa REYKJAVÍK Jón Gnarr borgarstjóri skiptir um embættisbifreið í dag og tekur vistvænan bíl í notkun. „Mér skilst að þetta sé vetnisbíll og mig lang- ar að sýna for- dæmi í því að prófa þessa bíla og taka þátt í þessu,“ segir Jón. „Mér finnst mjög mikil- vægt að við, bæði borgin og við Íslendingar, tökum þátt í þróun á svona farar- tækjum, að við séum þátttakend- ur í henni en ekki bara áhorfend- ur. Við höfum alla möguleika á því og alla burði til að verða fyr- irmynd annarra þjóða.“ Bílarnir verða fengnir að láni og bílum sem nú er notast við skilað við sama tækifæri. - kóp Umhverfisvænn borgarstjóri: Vistvænir bílar í Ráðhúsið JÓN GNARR Blikar aftur á toppinn Breiðablik vann 5-0 stórsigur á Val í fyrsta leik 14. umferðar Pepsi-deildar karla. sport 46

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.