Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 60

Fréttablaðið - 05.08.2010, Page 60
46 5. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Kópavogsvöllur, áhorf.: 1316 Breiðablik Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–10 (10–6) Varin skot Ingvar 5 – Kjartan 4 Horn 5–4 Aukaspyrnur fengnar 8–6 Rangstöður 3–3 VALUR 4–5–1 Kjartan Sturluson 4 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinss. 4 Martin Pedersen 5 Greg Ross 3 Rúnar Már Sigurjóns. 4 Sigurbjörn Hreiðarss. 5 Jón Vilhelm Ákason 4 Arnar Sveinn Geirss. 6 (79., Þórir Guðjónss. -) Baldur Aðalsteinsson 4 Guðmundur Steinn 4 (69., Diar. O´Carrol 3) *Maður leiksins BREIÐAB. 4–3–3 Ingvar Þór Kale 8 Arnór Sveinn Aðalst. 6 Elfar Freyr Helgason 8 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 7 *Jökull Elísarbet. 9 Finnur Orri Margeirs. 8 (79., Rannver Sigurj. -) Guðmundur Kristjáns. 7 Haukur Baldvinsson 7 (87., Elvar Páll -) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 9 1-0 Jökull Elísabetarson (42.) 2-0 Kristinn Steindórsson (59.) 3-0 Alfreð Finnbogason (70.) 4-0 Guðmundur Kristjánsson (73.) 5-0 Alfreð Finnbogason (76.) 5-0 Erlendur Eiríksson (8) HANDBOLTI Landslið Íslands komst ekki í undanúrslit á EM U-20 í Slóvakíu eftir afar sárt tap fyrir Dönum í lokaumferð milliriðla- keppninnar í gær, 33-32. Danir skoruðu sigurmark leiksins á loka- sekúndunni eftir að Ísland hafði verið með boltann þegar átta sek- úndur voru eftir. Jafntefli hefði dugað Íslandi. Guðmundur Árni Ólafsson var þá með boltann en fékk dæmdan á sig ruðning. Danir brunuðu í sókn og skoruðu sigurmarkið. „Þetta var grátlegt,“ sagði Einar Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Þetta gerðist mjög hratt í æsingnum. Guðmundur hélt að höndin væri komin upp hjá dóm- urunum og menn vissu ekki hvað það var mikið eftir. Leikklukkan sneri baki í okkur sem var ansi óheppilegt. Það var svo fiskaður ruðningur á hann og þeir náðu að skora. Svona er þetta bara.“ Einar sagði strákana hafa lagt sig mikið fram. „Þeir börðust eins og hundar og lögðu sig alla fram. Það er ekki hægt að skamma neinn þegar svo er enda var þetta engum að kenna.“ Ísland tapaði óvænt fyrir Portú- gal í riðlakeppninni en síðarnefnda liðið gerði sér lítið fyrir og vann einnig Dani. Leikurinn í gær var því úrslitaleikur um hvort liðið fylgdi því portúgalska í undanúr- slitin. „Við vorum óheppnir gegn Portú- gal og svo aftur í þessum leik. Í svona móti má ekki við slíku og því er þetta bara búið. Við hefðum aldrei tapað fyrir Portúgal aftur og vorum því bara einni sekúndu frá medalínunni,“ bætti Einar við. Þessi sami hópur komst í úrslit á HM U-19 ára í Túnis í fyrra en tapaði þá fyrir Króatíu sem þarf að sætta sig við að spila um 9.-12. sætið á þessu móti. „Það sýnir bara hversu jafnt þetta mót er. Það þarf allt að ganga upp til að ná árangri. Þetta er auð- vitað svekkjandi fyrir okkur eftir að hafa verið sex ár saman en við eigum enn eitt mót eftir – á HM U- 21 í Grikklandi á næst ári.“ - esá Ísland tapaði fyrir Danmörku með marki á lokasekúndu leiksins og komst ekki í undanúrslit: Vorum einni sekúndu frá medalíunni ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Var valinn besti leikmaður Íslands í gær. Hann skoraði fimm mörk í leiknum, rétt eins og Aron Pálmarsson. Heimir Óli Heimisson var markahæstur með sex mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STAÐAN Breiðablik 14 9 2 3 34-16 29 ÍBV 13 9 2 2 22-10 29 FH 13 6 4 3 24-19 22 Fram 13 5 5 3 21-18 20 Keflavík 13 5 5 3 13-14 20 Valur 14 4 6 4 21-26 18 Stjarnan 13 4 5 4 23-21 17 KR 12 4 4 4 20-18 16 Fylkir 12 4 3 5 24-24 15 Grindavík 13 2 3 8 13-23 9 Selfoss 13 2 2 9 15-29 8 Haukar 13 0 7 6 16-28 7 NÆSTU LEIKIR Alfreð Finnbogason, Breiðabliki 11 Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 8 Albert Brynjar Ingason, Fylki 7 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 7 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 7 Atli Viðar Björnsson, FH 7 PEPSI-DEILDIN Íslandsmeistarar KR hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku í kvennakörf- unni því besti leikmaður úrslitakeppninnar síðasta vor, Unnur Tara Jónsdóttir, er á leiðinni í læknanám til Ungverjalands. Unnur Tara hefur mikinn metnað í náminu og ákvað að sækja um í ungverskum læknaskóla þegar ljóst var að hún komst ekki að í Háskóla Íslands. Unnur Tara fór á kostum í úrslitakeppninni þar sem hún var með 19,9 stig að meðaltali í leik þar á meðal skoraði hún 27 stig og hitti úr 8 af 9 skotum sínum þegar KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Hamar í hreinum úrslitaleik um titilinn. „Ég er að fara til Ungverjalands 20. ágúst en þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég var ekki alveg viss en ég hélt að ég myndi sjá eftir því ef að ég myndi allavega ekki prófa í það minnsta eitt ár,“ segir Unnur sem ætlaði að spila með læknanáminu hér heima en er ekki viss hvernig málin þróast núna. „Ég ætla að sjá til hvað námið er erfitt áður en ég athuga hvort ég get eitthvað verið að æfa þarna úti. Ég hef heyrt að fyrsta árið sé mjög erfitt úti þannig að ég efast um að það verði einhver körfubolti hjá mér fyrr en á öðru ári,“ segir Unnur Tara og bætir við: „Ég horfi bara á Signýju og þá veit ég að ég á nóg eftir. Ég ætla ekkert að hætta og hef stefnuna á að ná einhvern tímann inn í fimm manna úrsvalslið- ið á lokahófinu. Ég hætti ekki fyrr en ég næ því,“ segir Unnur Tara en játar því að það verði erfitt fyrir hana að yfirgefa KR-liðið. Signý Hermannsdóttir hefur ekki gefið það út hvort hún haldi áfram að spila með KR en Unnur Tara hefur trú á því að Signý haldi áfram. „Mig langaði rosalega mikið að reyna að verja titilinn með KR og taka þennan bikarmeist- aratitil líka. Það er svolítið fúlt að sleppa því. Það skiptir samt engu máli fyrir KR þótt ég fari því þær eru með svo öflugt lið. Það kemur alltaf maður í manns stað og þetta verður í góðu lagi sérstalega ef Signý heldur áfram,“ segir Unnur hógvær. UNNUR TARA JÓNSDÓTTIR: BESTI LEIKMAÐUR ÚRSLITAKEPPNINNAR Á LEIÐ Í LÆKNANÁM TIL UNGVERJALANDS Ég horfi bara á Signýju og veit að ég á nóg eftir > Sölvi Geir og félagar slógu út FH-banana Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn slógu í gær út FH-banana í BATE Borisov í 3. umferð í forkeppni Meist- aradeildarinnar. FCK vann seinni leikinn 3-2 á Parken eftir að þau gerðu markalaust jafntefli í Hvíta-Rússlandi í síðustu viku. BATE-liðið fór létt með Íslandsmeistara FH í síðustu umferð en lenti 2-0 undir í gær. Þeir náðu hins vegar að jafna með tveimur mörkum á lokamínútum fyrri hálfleiks og voru því á leið- inni áfram þar til að Danir skoruðu sigurmarkið sitt á 59. mínútu. Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn í vörn FC Kaupmannahöfn. Fimmtudagurinn 5. ágúst ÍBV – FH kl. 19:15 Hásteinsvöllur Grindavík – Fram kl. 19:15 Grindavíkurvöllur Haukar – Selfoss kl. 19:15 Vodafonevöllurinn Fylkir - Kefl avík kl. 19:15 Fylkisvöllur KR - Stjarnan kl. 19:15 KR-völlur FÓTBOLTI Breiðablik sendi ÍBV skýr skilaboð á Kópavogsvellinum í gær þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir varnarlausa Valsmenn 5-0. Ólafur Kristjáns- son, þjálfari Breiðabliks, gat svo sannarlega ekki kvartað eftir leik- inn. „Nei, ég kvarta ekki og er ekki vanur að kvarta. Ekki einu sinni eftir leikinn gegn Fram, þá vorum við bara lélegir. Það er gamla sagan að úrslitin sjá um sig sjálf ef leikmenn leggja eitthvað í púkk- ið. Það gerðu þeir svo sannarlega í kvöld, sérstaklega í seinni hálf- leik,“ sagði Ólafur eftir leik. Varnarleikur Blika var ekki mjög sannfærandi í fyrri hálf- leiknum og Valsmenn fengu í raun betri færi í honum. En Ingvar Kale var í ham í rammanum og átti nokkrar mjög mikilvægar vörsl- ur sem skiptu sköpum. En í seinni hálfleik luku Valsmenn keppni á meðan Blikum héldu engin bönd. „Við rifjuðum upp í hálfleik hvernig við viljum spila varnar- leik, við færðum línuna framar og þéttum okkur. Það skóp í raun og veru sigurinn,“ sagði Ólafur Jökull Elísabetarson kom Blik- um á bragðið með glæsilegu marki en Jökull átti hreinlega stórleik í gær þar sem hann vann mikil- væga vinnu á miðjunni. „Jök- ull er búinn að vera frábær í allt sumar og hefur ekki alveg fengið það hrós sem mér finnst hann hafa átt skilið. Alfreð Finnbogason sýndi spari- hliðarnar, skoraði tvö og lagði önnur tvö upp. „Maður getur ekki verið annað en sáttur við vinnu- daginn. Valsmenn fengu tvö mjög góð færi í fyrri hálfleiknum og voru satt best að segja óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik,“ sagði Alfreð. „Það er gott að vera aðeins búinn að snúa blaðinu við. ÍBV hefur yfir- leitt verið að spila á undan okkar og pressan verið okkar megin. Nú er þeirra að taka við.“ Blikarnir voru frábærir í gær og Valsliðið eins og leir í höndum þeirra. Hlíðarendaliðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 14. júní og vandamálið sem Gunnlaugur Jóns- son er að glíma við kannski stærra en hann nokkurn tíma óraði fyrir. Spilamennska liðsins hrundi í seinni hálfleik og andleysið og áhugaleysið var algjört hjá þeim rauðklæddu. „Við vorum ekki með síðustu 40 mínúturnar. Þeir að sama skapi bættu sinn leik og við vorum ekki í takti. Við vorum okkur til skammar,“ sagði Sigur- björn Hreiðarsson, miðjumaður Vals. „Mér fannst fyrri hálfleikur- inn fínn en við vorum ekki með grimmd eða neitt gegn þeim í seinni hálfleik. Við vorum bara úti að skíta. Þeir bara rúlluðu okkur upp.“ Valsmenn eiga mikið verk óunn- ið fram að næsta leik sem er gegn Grindavík á sunnudag. Á sama tíma eru Blikar að fara að mæta Íslandsmeisturum FH. „Hjá okkur hefur maður í allt sumar bara hugsað um næsta leik. Það er leið- inlegt, en það er bara þannig. Krik- inn er verðugt verkefni,“ sagði Ólafur Kristjánsson. elvargeir@frettabladid.is Blikar settu í fimmta gír gegn Val Valsmenn mættu í Kópavoginn í gær til þess eins að vera niðurlægðir. Leikurinn var opinn í báða enda í fyrri hálfleik en Blikar höfðu öll völd í þeim seinni og komust aftur upp í toppsæti deildarinnar. ÞAÐ FYRSTA AF FIMM Jökull Elísarbetarson átti stórleik með Blikum í gær og fagnar hér markinu sínu sem kom Breiðabliki í 1-0. Með honum eru Haukur Baldvinsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.