Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 2
2 4. september 2010 LAUGARDAGUR Fáið þið að dansa við stjörn- urnar, Alma? „Það er draumurinn. Steinunn var í samkvæmisdönsum í mörg ár og það er markmið okkar að koma henni einhvern tímann saman við Derek Hough í þessari keppni.“ Alma Guðmundsdóttir er í hljómsveitinni The Charlies sem var fengin til að syngja titillag sjónvarpsþáttarins Dancing with the Stars. SJÁVARÚTVEGUR Áhöfnin á Sirrý ÍS-84 frá Bolungarvík, sem er fimmtán tonna línubátur, færði að landi 1.729 tonn af blönduðum afla á síðasta fiskveiðiári. Vilja menn fyrir vestan meina að um heimsmet sé að ræða í aflabrögð- um báts í þessum stærðarflokki. Gamla heimsmetið átti Guð- mundur Einarsson ÍS sem er í eigu sama útgerðarfélags, Jakobs Valgeirs ehf. Guðmundur Einarsson land- aði 1.500 tonnum á fiskveiðiár- inu 2005/2006 en bætti það met reyndar í ár og landaði tæpum 1.600 tonnum. Sigurgeir S. Þórarinsson, skip- stjóri á Sirrý, sem var á landleið þegar Fréttablaðið hafði sam- band um borð, segir að þrír sjó- menn séu um tvær fastar stöður um borð. „Við erum fjóra daga á sjó og eigum svo tvo daga í frí. Bátur- inn er hins vegar aldrei hvíldur.“ Sirrý ÍS fór í 297 róðra á fisk- veiðiárinu. Sigurgeir þakkar árangurinn góðu fólki, bæði til sjós og lands, en átta sjá um að beita fyrir Sirrý. Aflinn er að uppistöðu góðfiskur, þorskur og ýsa, sem unninn er í landvinnslu Jakobs Valgeirs. Sigurgeir segir það ekki fyrir hvern sem er að færa vel á annað þúsund tonn að landi við þriðja mann. „Við erum góðir í bakinu, má segja.“ Um heimsmetið segir Sigurgeir að nú hafi aðrir smábátasjómenn verðugt verkefni. „Nú vita þess- ir karlar að hverju er að stefna. Ég slæ þetta met alla vega ekki sjálfur.“ - shá Áhöfnin á línubátnum Sirrý ÍS skilaði áður óþekktum aflatölum á síðasta fiskveiðiári: Nýtt heimsmet á smábáti er 1.729 tonn SIGURGEIR OG SONUR Áhöfnin á Sirrý hefur veitt 1.729 tonn. MYND/JENNÝ RÍKISSTJÓRN Kostnaður vegna bið- launa við ráðherraskipti ríkis- stjórnarinnar nemur rúmum 20 milljónum króna. Réttur ráðherra til biðlauna er annaðhvort þrír eða sex mánuðir og fer eftir því hvort þeir hafi gegnt starfinu í ár eða skemur. Samanlögð biðlaun Rögnu Árna- dóttur, Gylfa Magnússonar, Kristj- áns Möller og Álfheiðar Ingadóttur eru rúmar 13 milljónir króna. Þá á eftir að taka saman biðlaun starfs- manna ráðuneytanna sem missa vinnuna við sameiningu þeirra. Kostnaðurinn við biðlaun aðstoð- armanna ráðherra er um átta milljónir. - sv Kostnaðarsöm ráðherraskipti: Biðlaun rúmar 20 milljónir SLYS Fimm ungmenni slösuðust, þar af tvö alvarlega, á mótum Hafnarfjarðarvegar og Nýbýlavegar í Kópa- vogi um klukkan eitt í fyrrinótt. Ökumaður bílsins var að taka fram úr bíl á miðakrein vegarins og missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann skall niður á milli akbrautanna og niður á Nýbýlaveginn, þar sem hann hafnaði á hvolfi. Vitni að slysinu segir ökumanninn hafa tekið fram úr á mikilli ferð með þeim hætti að litlu munaði að bílarnir tveir rækjust saman. Hann rann því næst til hliðar og snerist 180 gráður með þeim afleiðingum að hann skall á vegriði og kastaðist við það um tíu metra upp í loftið. Fjölmennt björgunarlið kom á staðinn og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út. Björgunarstarfið tók á aðra klukkustund og loka þurfti vegum umhverfis slysstaðinn meðan á því stóð. Bílstjórinn og allir farþegar voru flutt á slysadeild Landsspítalans og þar af fóru tveir á gjörgæslu. Öku- maður bílsins gekkst undir aðgerð á höfði í gær og öðrum er enn haldið sofandi í öndunarvél. Engar upp- lýsingar fengust frá Landspítalanum um líðan hans. - sv Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði klukkan eitt aðfaranótt föstudagsins: Haldið sofandi í öndunarvél FRÁ SLYSSTAÐ Allir farþegar bílsins slösuðust, tveir alvarlega. MYND/FRIÐRIK ÞÓR FLATEYJARDALUR Rostungur kom á land Stór rostungur sótti Flateyjardal heim í gær. Stefán Guðmundsson hjá Gentle Giants á Húsavík varð fyrst var við skepnuna. Rostungurinn var hinn gæfasti og leyfði mönnum að skoða sig í krók og kima og mynda, áður en hann stakk sér aftur til sunds. SPURNING DAGSINS LÖGREGLUMÁL Bráðabirgðaniður- stöður lífsýna sem bárust frá Sví- þjóð í fyrrakvöld sýna ekki tengsl sakbornings í morðmálinu í Hafnar- firði við ódæðið, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Vonir standa til þess að fleiri niðurstöður berist frá Svíþjóð í næstu viku, sem kunni að varpa frekara ljósi á morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Sakborningur sætti yfirheyrslum í gær og verður yfirheyrður áfram um helgina, samkvæmt upplýsing- um blaðsins. Það var skömmu fyrir hádegi 15. ágúst síðastliðinn sem unnusta Hannesar heitins kom að honum þar sem hann lá á svefnherbergisgangi á heimili sínu við Háaberg í Hafn- arfirði. Lögregla var þegar kvödd til. Hannes reyndist vera með mörg hnífstungusár, auk fleiri áverka sem drógu hann til dauða. Lögregla hóf þegar yfirheyrsl- ur yfir fólki sem kynni að geta varpað einhverju ljósi á morðið, auk þess sem tæknideild safnaði gögnum á vettvangi. Smám saman skýrðist í stórum dráttum hvernig Hannes heitinn hafði varið síðustu stundunum í lífi sínu. Á laugardags- kvöld hafði hann sótt unnustu sína sem var í gleðskap á Suðurnesjum. Hann ók henni í miðborg Reykjavík- ur þar sem hún skemmti sér fram eftir nóttu. Hannes fór aftur á móti heim. Eftir því sem næst verður kom- ist gisti unnusta Hannesar á heim- ili þess sem hefur nú stöðu grunaðs manns aðfaranótt sunnudagsins. Hann keyrði hana síðan að heimili Hannesar daginn eftir, þar sem hún kom að Hannesi látnum. Maðurinn var yfirheyrður Lífsýni ekki tengd við þann grunaða Sakborningur í morðmálinu í Hafnarfirði var yfirheyrður hjá lögreglu í gær. Yfirheyrslum verður haldið áfram um helgina. Bráðabirgðaniðurstöður lífsýna sem tekin voru á vettvangi morðsins sýna ekki tengsl mannsins við ódæðið. skömmu eftir morðið og þá látinn gista fangageymslur yfir nótt, en sleppt að því búnu. Tíu dögum síðar var hann svo handtekinn aftur og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september. Til grundvallar úrskurð- inum lágu meðal annars gögn sem fundust á vettvangi morðsins og hjá manninum sjálfum. Um er að ræða blóð sem fannst á skó eða skóm mannsins. Tilraun hafði verið gerð til að þvo það af. Þá fannst skófar í blóði á heimili Hannesar sem talið er passa við skó mannsins. Vonir standa til að sýni sem voru tekin af skófarinu, svo og blóðinu á skóm mannsins veiti frekari upplýsingar um málið. jss@frettabladid.is 2010 15. ágúst 16. ágúst 18. ágúst 25. ágúst 26. ágúst 27. ágúst 31. ágúst 2. sept. Hannes Þór Helgason finnst myrtur á heimili sínu í Hafnarfirði. Tæknideild lögreglu hefur rannsókn á vettvangi og yfirheyrslur hefjast. Rúmlega tvítugur íslenskur maður í haldi lögreglu yfir nótt. Sleppt næsta dag. Annar maður, af erlendu bergi brotinn, í haldi lögreglu yfir nótt. Sleppt næsta dag. Maður á fertugsaldri situr inni yfir nótt. Látinn laus daginn eftir. Sá rúmlega tvítugi tek- inn aftur. Neitar sök. Maðurinn úrskurðaður í gæslu- varðhald til 24. september. Úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Fyrstu niðurstöður lífsýna berast frá Svíþjóð. SAKBORNINGURINN Maðurinn sem nú hefur stöðu grunaðs manns í morðmálinu í Hafnar- firði var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðs- dómi Reykjaness. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N HEILBRIGÐISMÁL Íslenska höfuð- lúsin virðist vera orðin ónæm fyrir lúsalyfjum og stendur nú til að rann- saka hana í fyrsta sinn. Ása Stein- unn Atladótt- ir, hjúkrun- arfræðingur á sóttvarnar- sviði Land- læknisemb- ættisins, segir í samtali við Vísi að embættið hafi fengið vitneskju um allt að 500 smit á einu ári. Langflestir sem smitast hafi engin einkenni og ef kláði fari að koma fram er líklegt að lúsin hafi verið þar í þónokkurn tíma. Sennilegt er að eina leiðin til að losna við íslensku lúsina sé að kemba hárið vandlega með lúsakambi. - sv Íslenska lúsin rannsökuð: Orðin ónæm fyrir lúsalyfjum NÝJA-SJÁLAND, AP Öflugur jarð- skjálfti skók suðurhluta Nýja-Sjá- lands á fimmta tímanum í gær. Skjálftinn mældist 7,4 á Richt- er en þó var ekki gefin út flóð- bylgjuviðvörun í kjölfarið. Mestur var skjálftinn í borg- inni Christchurch og skemmdir á mannvirkjum urðu töluverðar. Um 400 þúsund manns búa í borg- inni en ekki hefur verið tilkynnt um nein slys á fólki eftir skjálft- ann. Vegir skemmdust mikið og þurfti lögregla að loka fleirum sökum mikils braks. Jarðskjálft- inn átti upptök sín á 33 kílómetra dýpi í iðrum jarðar. - sv Jarðskjálfti á Nýja-Sjálandi: Hús jöfnuð við jörðu í borginni PAKISTAN, AP Talibanar í Pakistan hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfs- morðssprengjuárás sem kostaði að minnsta kosti 43 manns lífið í gær. Sprengjan sprakk í skrúð- göngu sjía-múslima í Suðvestur- Pakistan. Í það minnsta 78 særðust í árásinni, þar af nokkrir lífs- hættulega. Einhverjir hinna látnu voru með skotsár, en hópur fólks í skrúðgöngunni hóf skot- hríð í óðagáti eftir sprengju- árásina. Sannkölluð alda ofbeldis gekk yfir Pakistan í gær. Sjö fórust í loftskeytárásum sem talið er að hafi stafað frá ómönnuðum bandarískum flugvélum. Þá féllu tveir og mikill fjöldi særðist í tveimur sprengingum annars staðar í landinu. - bj Ofbeldisalda í Pakistan: Tugir látnir eft- ir sprengjuárás HÖFUÐLÚS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.