Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 44
4 FERÐALÖG
F
ör
ðu
n:
S
va
nh
ví
t V
al
ge
irs
dó
tti
r
SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli
S N Y R T I -
Nýjar áherslur
og
bylting í kennslu
Allir kennarar eru með
áralanga reynslu í faginu
Nám í boði
Spennandi nám
í förðun
Kennsla í öllu sem
viðkemur tísku, leikhúsi og
líkamsförðun (bodypaint)
Tísku- og ljósmyndaförðun
í 14 vikur.
Lokaverkefnið er unnið allan
námstímann og endar með
sýningu í lok náms
Nánari upplýsingar:
S: 553 7900
skoli@snak.is
www.snak.is
F ö r ð u n a r s k ó l i n n
stofnaður 1997
STAÐREYNDIR UM … VATIKANIÐ
• Vatikanið er sjálfstætt ríki og varð
fullvalda árið 1929.
• Í Vatikaninu er ekkert opinbert tungu-
mál. Flest skjöl er skrifuð á ítölsku
en íbúar tala latínu, ensku, frönsku,
þýsku og spænsku.
• Vatikanið er það ríki sem hefur fæsta
íbúa en tæplega þúsund manns búa í
Vatikaninu.
• Vatikanið stendur á minnsta landflæmi
allra landa en það stendur á 0,44 fer-
kílómetrum. Það er aðeins 0,7 sinnum
stærra en verslunarmiðstöðin The
Mall í Washington DC.
• Vatikanið rekur eigið pósthús og
framleiðir eigin frímerki. Pósthúsið er
furðanlega vinsælt enda telja margir
Rómarbúar að þjónustan sé hraðari
og betri en sú ítalska.
• Lestarstöð Vatikansins var opnuð árið
1930.
• Vatikanið rekur útvarpsstöð sem
sendir út á tuttugu tungumálum um
allan heim.
• Læsi er hundrað prósent meðal íbúa
Vatikansins.
• Löngu áður en kristni kom til var stað-
urinn sem Vatikanið stendur á talinn
heilagur og fólk mátti ekki dvelja þar.
• Menn á borð við Michelangelo,
Botticelli og Bernini dvöldu í lengri
tíma í Vatikaninu og juku mjög á
ríkulega menningu ríkisins. Í Vatikan-
inu eru mikil og merkileg listasöfn og
bókasöfn.
• Í stað þess að borga alla sína skatta
til ítalska ríkisins mega Ítalir gefa 8
prósent af skattgreiðslum sínum til
Vatikansins.
• Þar sem ríkið er lítið og íbúar fáir er
hlutfall glæpa mun hærra en á Ítalíu.
Auk þess eru 90 prósent allra mála
óupplýst.
Sp
ör
e
hf
.
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Haustlitir í Svartaskógi
13. - 20. október
HAUST 8
Vínakrar, kastalar og skógar er nokkuð sem við kynnumst í þessari skemmtilegu ferð til
Þýskalands og Frakklands. Fljúgum til Frankfurt og ökum inn í Svartaskóg þar sem við gistum í
7 nætur. Förum í áhugaverðar skoðunarferðir og má þar nefna Freiburg, sem hefur að geyma
eitt af meistaraverkum gotneska tímans, Strasbourg, þar sem hægt er að fara í siglingu á ánni
Ill eða ganga um Litla Frakkland, eitt elsta hverfi borgarinnar og einnig til Colmar í Alsace
héraðinu sem hefur að geyma Litlu-Feneyjar. Ökum „Vínslóðina“ í Alsace þar sem við þræðum
ótal falleg smáþorp s.s. Ingersheim, Sigolsheim, Ribeauvillé og Riquewihr, þar sem væri upplagt
að fara í vínsmökkun. Síðan ökum við Klukkuveginn í Svartaskógi og komum við á verkstæði
þar sem gauksklukkur eru búnar til. Ökum einnig fallega leið að stöðuvatninu Bodensee, sem
tilheyrir Þýskalandi, Austurríki og Sviss, en vatnið er stærsta vatn Þýskalands og eitt þeirra
stærstu í Mið–Evrópu. Endum svo ferðina á að heimsækja heilsubæinn Baden-Baden.
Fararstjóri: Pavel Manásek
Verð: 148.800 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið!
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu,
hálft fæði og íslensk fararstjórn.
Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…