Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 80
4. september 2010 LAUGARDAGUR48
Minnisvarði um Guðmund Bergþórs-
son rímnaskáld (1657-1705) verður
afhjúpaður að Stöpum á Vatnsnesi í
dag en hann er talinn fæddur á þeim
bæ. Athöfnin er hluti af árlegri haust-
ferð Kvæðamannafélagsins Iðunnar,
sem er ætíð farin fyrsta laugardaginn
í septembermánuði. Af því tilefni mun
Þórarinn Eldjárn rithöfundur minn-
ast Guðmundar með nokkrum orðum
en hann ritaði sögulega skáldsögu um
Guðmund undir titlinum Kyrr kjör.
Bókin kom út árið 1983 og er jafnframt
fyrsta skáldsaga Þórarins sem kveðst
hafa heillast af hæfileikum og dugnaði
skáldsins.
„Satt best að segja varð ég fyrst var
við Guðmund fyrir hálfgerða tilviljun,
þegar ég rakst á bækur um íslenskar
rímur á háskólabókasafninu í Stokk-
hólmi þar sem ég sat löngum við skrift-
ir. Fram að því hafði ég aldrei rekist á
hann í íslenska skólakerfinu og fannst
stórmerkilegt að uppgötva að þessi
maður skyldi ná svona langt þrátt
fyrir mikla fötlun, sem lýsti sér í því
að hann var frá fjögurra ára aldri lam-
aður að mestu leyti neðan við háls og
mjög krepptur. Engu að síður orti hann
fjölda rímna, þar á meðal þær lengstu
sem vitað er um, Olgeirs rímur danska,
sem Rímnafélagið gaf út í tveimur
þykkum bindum árið 1947.“
Þessir andans sigrar urðu kveikj-
an að ritun fyrrnefndu skáldsögunnar
Kyrra kjara, þar sem Þórarinn studd-
ist við fjölda heimilda, meðal annars
ýmsa sagnaþætti og þjóðsögur sem til
eru um Guðmund. „Til dæmis eru til
þjóðsögur sem sýna að Guðmundur var
ekki bara gáfaður heldur kænn. Þannig
spilaði hann inn á trúgirni manna og
nýtti sér þá staðreynd að af honum
fóru þær sögur að hann væri krafta-
skáld auk þess sem varasamt væri að
styggja hann þar sem hann gæti unnið
mönnum mein með galdrabrögðum. Á
þeim tíma hefur sjálfsagt komið sér vel
fyrir fatlaðan einstakling að hafa slíkt
orðspor,“ segir Þórarinn og bætir við
að hefði Guðmundur verið heilbrigður
hefði hann sjálfsagt lent í erfiðisvinnu
eins og aðrir alþýðumenn og því hugs-
anlega aldrei orðið skáld, að minnsta
kosti ekki eins afkastamikið og raun
ber vitni.
Þau ógrynni rímna sem eftir Guð-
mund liggja þykja Þórarni tvímæla-
laust hafa aukið menningarverðmæti
þjóðarinnar. „Guðmundur var klárlega
okkar albesta og mikilvirkasta ríman-
skáld eins og rímurnar eru til vitn-
is um, en þær sýna að hann var fróð-
ur og vel að sér í kveðskaparlistinni,
verseraður í kenningum og skáldskap-
arfræðum. Til frekari marks um gæðin
má svo benda á að í mansöngvum
rímna Guðmundar bregður fyrir per-
sónulegum tón sem oft er nú ekki til
staðar hjá rímnaskáldum.“
Þórarinn bendir á að sjálfsagt sé
Guðmundur eins lítt þekktur og raun
ber vitni þar sem rímur séu formsins
vegna almennt langar og því „ekki við
hæfi allra nútímamanna. „Sum kvæða
hans eru þó mjög þekkt meðal lands-
manna, svo sem Fuglskvæðið sem hefst
á línunni Einsetumaður einu sinni,
sem oft má heyra flutt meðal ann-
ars af Þursaflokknum,“ tekur Þórar-
inn sem dæmi og getur þess að þannig
hafi listamenn í seinni tíð haldið nafni
Guðmundar á lofti. Minnisvarðinn um
Guðmund er reistur af þremur kvæða-
mannafélögum, Gefjunni á Akureyri,
Iðunni í Reykjavík og Vatnsnesingi á
Vatnsnesi og með honum er minnst
þeirra alþýðuskálda sem með rímna-
kveðskap sínum stuðluðu drjúgt að
áhuga almennings á skáldskap og fróð-
leik. Páll Guðmundsson á Húsafelli hjó
í steininn, sem tekinn er úr fjörunni
fyrir neðan Stapa. Þjóðhátíðarsjóður,
Menningarráð Norðurlands vestra og
Öryrkjabandalag Íslands styrkja verk-
ið. Lagt verður af stað í ferðina frá BSÍ
klukkan 8 í dag og er áætlað að koma
að Stöpum um klukkan 17 eftir hring-
ferð um Vatnsnesið. roald@frettabladid.is
KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐUNN: AFHJÚPAR MINNISVARÐA UM GUÐMUND BERGÞÓRSSON SKÁLD
Dugnaðarforkur og gott skáld
MIKILVIRKT RÍMNASKÁLD Þórarinn Eldjárn með söguna Kyrr kjör sem hann skrifaði um alþýðu-
skáldið Guðmund Bergþórsson. Minnisvarði um Guðmund verður afhjúpaður að Stöpum á
Vatnsnesi í dag og af því tilefni ætlar Þórarinn að minnast skáldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STEVE IRWIN ævintýramaður lést þennan dag árið 2006.
„Ekki skiptir máli hvar þú ert eða hvert þú ferð í Bandaríkjunum, ef þú
kveikir á sjónvarpinu mætir þér ofbeldi.“
Á þessum degi árið 1969 var Björgvin Hall-
dórsson, 18 ára, kosinn poppstjarna ársins á
popphátíð í Laugardalshöll í Reykjavík.
Björgvin hóf tónlistarferilinn í hljómsveitinni
Bendix með vinum sínum í Flensborg. Þaðan
fór hann yfir í Flowers þar sem hann tók við
af Jónasi R. Jónssyni sem söngvari. Eftir það
stofnaði hann hljómsveitina Ævintýri árið 1968
ásamt félögum sínum Sigurjóni Sighvatssyni og
Arnari Sigurbjörnssyni.
Hljómsveitin spilaði á popphátíðinni í Laugar-
dalshöllinni 1969 fyrir fimm þúsund manns.
Lögin sem þeir spiluðu voru flest rokklög, mörg
úr smiðju Rolling Stones og féllu vel í kramið.
Á þeirri hátíð var Björgvin kosinn poppstjarna
ársins og Ævintýri vinsælasta hljómsveitin.
ÞETTA GERÐIST: 4. SEPTEMBER 1969
Björgvin kosinn poppstjarna ársins
timamot@frettabladid.is
Bróðir okkar
Jónas Þórhallsson
bóndi Stóra Hamri Eyjafjarðarsveit,
verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju
þriðjudaginn 7. september kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
systkinin.
erf idr yk kjur
G R A N D
Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
Næg bílastæði
og gott aðgengi.
Grand Hótel Reykjavík
Sigtún 38, 105 Rvk.
Sími: 514 8000
www. grand.is
erfidrykkjur@grand.is
Verið velkomin
á Grand hótel
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, tengdasonar
og afa,
Ævars Heiðars Jónssonar
múrarameistara, Lönguhlíð 14,
Akureyri.
Helga Jóhannsdóttir
Jóhann Valur Ævarsson Jóna Ragúels Gunnarsdóttir
Halla Sif Ævarsdóttir Sverrir Guðmundsson
Valrós Árnadóttir
Helga, Atli Fannar, Elva Hrund, Arnar, Sindri og Sölvi.
Ástkær eiginmaður minn,
Gunnlaugur Jóhannesson
Grænlandsleið 37,
lést 1. september.
Jarðsungið verður frá Guðríðarkirkju miðvikudaginn
8. september kl. 13.00.
Sigríður Ólafsdóttir
Hanna K. Daníelsdóttir Valur Gunnarsson
Gunnar Gunnlaugsson Styrgerður H. Jóhannesdóttir
Ólafur Á. Gunnlaugsson Benedikta Theodórs
Arnbjörg Gunnlaugsdóttir
Reynir Gunnlaugsson Kristín G. Guðbrandsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
systur, ömmu og langömmu,
Sigríðar Jónu
Kristinsdóttur
Kirkjuvegi 59, Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar
Vestmannaeyja fyrir góða umönnun.
Kristinn Agnar Hermansen Guðfinna Edda Eggertsdóttir
Jóhanna Hermansen Ágúst Birgisson
Gísli Kristinsson
Guðni Agnar Kristinsson Sólveig Lára Sigurðardóttir
Jóna Guðrún Kristinsdóttir
Elva Björk Ágústsdóttir Ágúst Ingi Arason
Ari Birgir Ágústsson
Guðni Agnar Ágústsson
Sigríður Margrét Ágústsdóttir
Brynjar Ingi Ágústsson
Elskulegur frændi minn, bróðursonur,
systursonur og mágur,
Gylfi Þröstur Friðriksson
frá Ísafirði, Skúlagötu 76, Reykjavík,
er látinn. Útför hans fer fram frá Neskirkju við
Hagatorg fimmtudaginn 9. september kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Örn Bárður Jónsson
Salóme Guðmundsdóttir
Magnúsína Ólafsdóttir
Eiríkur Þóroddsson