Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 16
16 4. september 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fyrr í sumar var því haldið fram á þessum vettvangi að ódýrara yrði fyrir þjóð-ina að fá Ögmund Jónasson í ríkisstjórn heldur en að láta laus- beislaðan vinstri væng VG þvinga fram þjóðnýtingu HS-orku. Nú er spurning hvort kenningin stenst. Svo virðist vera að forsætis- ráðherrann hafi ekki notað upp- stokkunina á ríkisstjórninni til að styrkja málefnastöðuna sem vinstri vængur VG hefur smám saman verið að brjóta niður. Þvert á móti hefur vinstri vængurinn styrkt málefnastöðu sína. Sam- fylkingin hefur veikst að sama skapi. Með öðrum orðum: Vinstri vængurinn sýnist hafa fengið stóraukin áhrif um leið og hann heldur að mestu óbreyttri þeirri málefnalegu klemmu sem gert hefur ríkis- stjórnina óstarf- hæfa. Fyrirfram var erfitt að sjá að forsætisráð- herra myndi leika þannig af sér frá málefna- legum sjónarhóli. Frá sjónarhóli valdanna getur tvennt leitt til þess að stjórnin styrkist í kjölfar þessara breyt- inga: Annað er að vinstri vængur VG mun draga úr opinberum atlög- um að formanni flokksins. Staða hans batnar að því leyti þó að mál- efnaleg forysta hans veikist. Ríkis- stjórnin í heild mun hafa hag af minni óróleika á yfirborðinu. Hitt er að með komu Ögmundar Jónas- sonar verða fjórir af tíu ráðherr- um með raunverulegt áhrifavald ráðherra í stað þriggja af tólf. Þetta gefur stjórninni sterkara yfirbragð. Breytingin lengir líf stjórnar- innar. Þeir sem gert hafa sér vonir um stjórnarmyndun á grundvelli Heimssýnarbandalagsins sjá nú á eftir þeim möguleika. Þá ræður persónuleg afstaða miklu um að Samfylkingin og Sjálfstæðis- flokkurinn geta ekki unnið saman. Málefnalega hefur þó sjaldan verið betra lag til að reka fleyg í stjórnarsamstarfið frá miðju stjórnmálanna. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Vinstri vængurinn styrkist Ögmundur Jónasson hafði forystu um að vinstri vængurinn gerði bandalag við Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Hreyfing- una gegn samningi ríkisstjórnarinn- ar um Icesave. Ætla verður að hann hafi keypt ráðherradóminn með lof- orði um að rjúfa þetta bandalag. Það merkir að ríkisstjórnin þarf að ljúka málinu með eigin þingstyrk og án aðstoðar stjórnarandstöðunn- ar. Ekkert mál hefur veikt stjórnina meir en þetta. Samt vék forsætisráð- herra ekki einu orði að stöðu þess í tengslum við breytingarnar. Það er veikleikamerki. Ef þetta er hins vegar ekki með í kaupunum eins og Ögmundur Jónasson lét í veðri vaka er breyt- ingin út í hött fyrir formennina. Stjórnarflokkarnir sammæltust í byrjun um að hrinda í framkvæmd þeim áformum í stjóriðjumálum sem sátt var um í fyrri ríkisstjórn og endurreisnaráætlun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir. Samfylkingin hefur mátt þola að VG stöðvaði framgang þessara mála. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að vinstri vængur VG hefur fengið því framgengt að samið verður upp á nýtt um þessi mark- mið. Þetta sýnir verulega aukinn styrk vinstri vængsins í samstarf- inu og veikari málefnastöðu Sam- fylkingarinnar. Þá gaf fjármálaráðherra út yfir- lýsingu um að frekari ráðstafanir yrðu ekki gerðar til að jafna ríkis- sjóðshallann 2012. Þetta er til marks um aukin áhrif vinstri vængsins og forystuleysi Samfylkingarinnar um hvað á að taka við þegar AGS fer að ári. Samfylkingin veikist Á fyrstu klukkustundum í embætti á nýju verksviði innanríkisráðherra kom Ögmundur Jónasson með tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO. Í þessu felast þau skila- boð að vinstri vængurinn ætlar að auka áhrif sín á sviði utanríkismála. Utanríkisráðherrann á að skilja að enginn er annars bróðir í leik. Það sýnir veikleika Samfylking- arinnar að ekki er minnst á Evrópu- sambandsumsóknina í nýju stefnu- yfirlýsingunni. Viðmælendurnir vita til hvers refirnir eru skornir. Samningsstaða Íslands veikist í samræmi við það. Eftir breyting- una er þó ólíklegra að tillaga um að afturkalla umsóknina verði sam- þykkt, jafnvel þó að henni verði breytt í ályktun um þjóðaratkvæða- greiðslu. Hitt er að vinstri vængurinn hefur búið til það álit að ákvörðun Alþingis hafi alls ekki falið í sér heimild til að sækja um aðild heldur aðeins að kanna möguleika á tilboð- um frá Evrópusambandinu. Hann hefur náð þeim tökum á flokknum að gamla forystan virðist taka undir þessa skilgreiningu. Þetta þýðir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verður ekki einn um að vinna á vettvangi stjórn- sýslunnar gegn því að umsóknar- ferlið gangi eðlilega fram. Mögu- leikarnir á því að þetta mikilvæga mál verði leitt til lykta á starfstíma þessarar stjórnar hafa því dvínað. Reynist það rétt mat eru ráðherra- breytingarnar niðurlæging fyrir Samfylkinguna. Þó að þjóðin græði það á umskipt- unum að fjármunir fara ekki frá vel- ferðarþjónustunni til að þjóðnýta HS Orku munu þau ekki bæta stöðu þjóðarbúsins. Aukheldur stuðla þau að frekari einangrun Íslands. Ríkari einangrunarhyggja SKOÐUN Óli Kristján Ármansson olikr@frettabladid.is Í slenska krónan er veik, hvað sem líður smástyrkingu síðustu daga. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hún lægi banaleguna, eða væri í það minnsta á gjörgæsludeild. Og á meðan krónan er veik blæðir almenningi og fyrirtækj- um, öðrum en þeim sem reiða sig á útflutning. Forsenda þess að krónunni verði komið af gjörgæsludeildinni er að fyrir liggi sýn á framtíð hennar. Eftir stendur þá spurningin um hvort hún geti nokkurn tím- ann verið stöðug. Sérfræðingar efnahagsmála telja fæstir að svo geti orðið nema þá að gjald- eyrishöftum verði viðhaldið. Ef hins vegar stefnan er tekin á að skipta út krónunni fyrir evru með stuðningi Seðlabanka Evr- ópu og sýnt fram á hvernig það muni gert, er líklegt að krónan nái einhverri heilsu og fái jafnvel að verða aflögð með sæmd, í stað þess að þurfa að þola einhvern harmkvæladauðdaga. Forsætisráðherra benti á það á Alþingi í gær að hér hafi þróun efnahagsmála verið um margt betri en búist hafi verið við eftir hrun. Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, sem sæti á í peningastefnu- nefnd Seðlabanka Íslands, hafði líka orð á þessu í grein sem hann skrifaði nýverið í efnahagsritið Vísbendingu um hagstjórn og efnahagsbata í kjölfar fjármálakreppu. Gengi krónunnar sé stöðugra, vextir hafi lækkað og atvinnuleysi sé minna en búist hafi verið við. Um leið bendir Gylfi þó á að þeir sem telji að leiðin út úr kreppunni felist í aukinni innlendri eftirspurn geri sér ekki grein fyrir áhrifum gjaldeyriskreppunnar og mikilvægi þess að fá aftur aðgang að erlendum fjármálamörkuðum og fjárfestingu. Hann segir markmið hagstjórnar til skamms tíma eiga að vera að „tryggja lágt en stöðugt“ gengi krónunnar þannig að afgangur sé í viðskiptum við útlönd og erlend skuldastaða fara batnandi, lága vexti, aðgengi að erlendu fjármagni og aðhald í ríkisrekstri. „Reynslan mun leiða í ljós hvaða atvinnugreinar munu eflast við þessar aðstæður,“ segir hann. Ekki þarf hagfræðimenntun til að sjá að við lágt gengi krónu eflast útflutningsatvinnuvegir og um leið halda áfram vandræði þeirra sem skulda, bæði þeirra sem skulda í erlendri mynt og hinna sem búa við hækkandi afborganir í aukinni verðbólgu. Sterkara gengi krónu myndi til dæmis vinna hratt á skuldum Orkuveitu Reykjavíkur og fjölda sveitarfélaga og þar með draga úr þörfinni fyrir hækkandi álögur. Veik króna þýðir hærra verð á innfluttum vörum. Staða gjaldmiðilsins eftir hrun frá því í ársbyrjun 2008 er óásættanleg þrátt fyrir smábata þann sem náðst hefur fram í gjaldeyrishöftum síðustu mánuði. Vonandi er skilningur stjórn- valda og þeirra sem ráða stefnunni í Seðlabankanum sá að lágt gengi krónu megi ekki vera nema mjög tímabundið ástand. Svara þarf spurningunni um hvernig eigi að efla gjaldmiðilinn og tryggja stöðugleika hans í gildi sem ekki rýrir öll lífskjör í landinu. Hvaða stöðugleiki er það sem stefnt er að? Vísast hugnast fáum að við stillum okkur upp með láglaunaþjóðum heims og fögnum stöðugum rýrum lífskjörum. Ekki er sama hver stöðugleikinn er. Veik króna áfram? Karlakórinn Stefnir fagnar nýjum söngmönnum - í allar raddir. Þetta er áskorun! Láttu sjá þig í Krikaskóla í Mosfellsbæ, þriðjudaginn 7. september n.k. kl. 19:30. Upplýsingar í síma: 863 4104 Guðmundur og 696 5446 Valur Páll í Mosfellsbæ Sími: 863 4104 E-mail: stefnir@stefnir.is http://stefnir.is K a r l a k ór i n n S t e f n i r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.