Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 12
12 4. september 2010 LAUGARDAGUR HJÓLREIÐAR Endurbætur innan höfuð- borgarinnar gefa hjólandi umferð aukið vægi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMFERÐ Fyrirhuguðum breyt- ingum á Suðurgötu og því aukna vægi sem hjólreiðum er gefið, er tekið fagnandi af Landssamtök- um hjólreiðamanna (LHM). Mál sem þessi eru á meðal stefnumála samtakanna og hafa þau lýst yfir ánægju sinni með verkefnið. Önnur mál sem LHM láta sig varða eru hjólabrautir með- fram helstu umferðaræðum milli sveitarfélaga og hverfa á höfuð- borgarsvæðinu. Einnig benda samtökin meðal annars á að nauð- synlegt sé að lagfæra stýribún- að við umferðarstýrð ljós, sem víða skynja illa eða ekki hjólandi umferð. - sv Hjólreiðar fá aukið vægi: Hjólreiðafólk fagnar aðgerð STJÓRNSÝSLA Dómsmála- og mann- réttindaráðuneytið fellst á það sjón- armið setts umboðsmanns Alþingis að ekki hafi verið gætt að grund- vallarreglu um meðalhóf þegar þvagleggur var notaður í svonefndu þvagleggsmáli, sem upp kom hjá sýslumannsembættinu á Selfossi fyrir fáeinum árum. Þá telur ráðu- neytið jafnframt að forðast eigi að nota þvaglegg til að taka þvagsýni í þágu rannsóknar sakamála. Mál konunnar, sem grunuð var um ölvunarakstur vorið 2007, vakti mikla athygli þegar í ljós kom að lögreglan á Selfossi þurfti að beita valdi til að taka þvagsýni. Lögregla fékk lækni til að setja upp þvaglegg til að taka sýni gegn vilja konunnar. Héraðsdómur komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu að lögreglan hefði ekki farið út fyrir sínar vald- heimildir með því að láta setja upp þvaglegginn. Settur umboðsmaður Alþingis, Róbert R. Spanó, tók málið til athugunar að eigin frumkvæði, þar á meðal málsmeðferð lögreglu í til- efni af þvinguðum þvagsýnatökum og þá meðal annars hvort heim- ilt hefði verið að notast við þvag- legg. Umboðsmaður hófst handa með athugunina eftir frásagnir í fjölmiðlum af málinu. Konan hafði kvartað til ríkissaksóknara. Í svörum dómsmála- og mannrétt- indaráðuneytisins til setts umboðs- manns kom meðal annars fram að forðast ætti að nota þvaglegg til að taka þvagsýni í þágu rannsókn- ar sakamáls. Þá taldi ráðuneytið að fallast megi á að í umræddu máli konu, sem sætt hafði slíku úrræði, hefði ekki verið gætt að grundvall- arreglunni um meðalhóf. Þá hefði verið réttara að þeir lögreglumenn sem aðstoðuðu við töku þvagsýn- isins hefðu allir verið kvenkyns ef unnt hefði verið að koma slíku við og þá í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Þá kom fram að ráðuneytið hefði óskað eftir því við ríkislögmann að hann tæki mál umræddrar konu til meðferðar, kæmi fram rökstudd krafa um slíkt. Í ljósi svara ráðuneytisins, og að því virtu að settur umboðsmaður hafði haft málið athugunar að eigin frum- kvæði, taldi hann ekki tilefni til að aðhafast frekar. jss@frettabladid.is Forðast á að nota þvaglegg við rannsókn Dómsmálaráðuneytið fellst á sjónarmið umboðs- manns Alþingis að ekki hafi verið gætt að grund- vallarreglu um meðalhóf í svokölluðu þvaglegsmáli. Í DÓMSAL Þvagleggsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands. Wax on Wax off hvað, þú þarft ekki einu sinni jakka til að æfa Taekwondo! SKEMMTILEG TÓNLISTARNÁMSKEIÐ Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli þar sem leitast er við að viðhalda gleðinni í hljóðfæranáminu. Upplýsingar og innritun á www.tonsalir.is ...BARA GAMAN... Bæjarlind 12. Sími 534-3700. www.tonsalir.is Nú er tekið á móti umsóknum á eftirfarandi byrjandanámskeið: * Gítarnámskeið * Trommunámskeið * Forskólanámskeið fyrir 5-7 ára * Partýgítarnámskeið * Gítarnámskeið fyrir leikskólastarfsfólk Námskeið fyrir fullorðna: Munið frístundakort ÍTR og endurgreiðslu stéttarfélaga! Næstu námskeið hefjast í september! * Ukulelenámskeið fyrir börn * Ukulelenámskeið NÝTT NÝTT Reykjavíkurborg óskar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér veitingarekstur í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík. Óskað er eftir útfærslu á rekstrarfyrirkomulagi veitingaþjónustunnar þar sem megináhersla er lögð á fjölskylduvæna starfsemi. Borgaryfirvöld eru opin fyrir „allskonar“ hugmyndum um reksturinn. Upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is eða í síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur, Tjarnargötu 11 frá og með mánudeginum 6. september. Veitingasala með fjölskylduvænum blæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.