Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 62
4. september 2010 LAUGARDAGUR14
Sérfræðingur
Geislavarnir ríkisins óska eftir að ráða sérfræðing
til starfa við stofnunina.
Starfi ð felur einkum í sér verkefni vegna læknisfræði-
legrar notkunar jónandi geislunar svo sem vinnu við
öfl un og tölfræðilega úrvinnslu gagna, eftirlit, leyfi s-
veitingar, mælifræði, gæðamál, fræðslu og erlent
samstarf.
Starfi ð býður upp á góða möguleika til starfsþróunar.
Menntunarkröfur: Háskólamenntun í eðlisfræði,
verkfræði eða sambærilegt nám. Framhaldsmenntun
er æskileg.
Góð íslensku- og enskukunnátta auk Norðurlanda-
máls nauðsynleg.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra
og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfi ð veitir
Guðlaugur Einarsson, eftirlitsstjóri, sími 552 8200.
Umsóknir um starfi ð skulu sendar Geislavörnum
ríkisins, Rauðarárstíg 10, 150 Reykjavík eða á póst-
fangið gr@gr.is, eigi síðar en 24. september 2010.
Geislavarnir ríkisins eru með vottað gæðakerfi sam-
kvæmt ISO 9001:2008 staðlinum og bjóða upp á
góða starfsaðstöðu og hvetjandi starfsumhverfi .
Sjá nánari upplýsingar um Geislavarnir ríkisins á
www.geislavarnir.is
Geislavarnir ríkisins
Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, nú
þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Lausar eru eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga
við stofnunina:
Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu
Á heilsugæslu er laus afleysingastaða til eins árs.
Starfið fellst aðallega í móttöku og ráðgjöf á heilsu-
gæslu, heimahjúkrun og einnig gæti starf við göngu-
deild sykursýkismóttöku komið til greina.
Starfshlutfall er 70 – 90% dagvinna.
Hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild:
Tvær stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar á sjúkra-
deild til eins árs. Starfs- og ábyrgðarsvið er sam-
kvæmt starfslýsingum hjúkrunarfræðinga við stofn-
unina. Starfshlutfall er 80 til 100 % vaktavinna.
Laun eru samkvæmt gildandi samningi BHM og
fjármálaráðherra, einnig stofnanasamningi BHM
og HSV.
Störfin eru laust nú þegar eða eftir nánara sam-
komulagi. Með umsóknum skal fylgja afrit af próf-
skírteini, hjúkrunarleyfi og náms- og starfsferilsskrá.
Kynnið ykkur launakjör, starfsemina og húsnæðis-
mál.
Umsóknir berist til Steinunnar Jónatansdóttur,
deildarstjóra sjúkradeildar, rafrænn póstur:
sjhv@eyjar.is eða Guðnýjar Bogadóttur hjúkrunar-
stjóra heilsugæslu, rafrænn póstur: gbhiv@eyjar.is
sem jafnframt veita nánari upplýsingar um stöðurnar.
www.marel.com
Textagerð á ensku
Marel óskar eftir samstarfi við aðila í
tímabundið ráðgjafaverkefni á sviði textagerðar
á ensku.
Viðkomandi þarf að hafa fullkomið vald á
enskri tungu, jafnt í rituðu og töluðu máli, og
reynslu af skrifum á markaðsefni fyrir vef- og
prentmiðla.
Áhugasamir aðilar hafi samband við Jón Inga
Herbertsson, jon.herbertsson@marel.com, fyrir
14. september.
Jón Ingi veitir jafnframt nánari upplýsingar um
starfið í síma 563 8451.
Stofnun ársins
leitar eftir forritara
Umferðarstofa
www.us.is
Borgartúni 30 – 105 Reykjavík
Sími: 580-2000 – Fax: 580-2001
Umferðarstofa var bæði árið 2009 og 2010 valin stofnun ársins í könnun sem gerð var á meðal
félagsmanna SFR –stéttarfélag í almannaþjónustu. Hjá stofnuninni starfa um 50 starfsmenn.
Lögð er áhersla á þjónustu, árangur, áreiðanleika og jákvæðni. Tilgangur Umferðarstofu er að
auka lífsgæði með því að auka öryggi í umferðinni. Stofnunin hefur innleitt stefnumiðað
árangursmat og er því mikið lagt upp úr mælanlegum árangri.
Starfið
Umferðarstofa leitar að forritara í vinnu við nýsköpun og brautryðjandi hugbúnaðarlausnir. Í boði
er fyrirmyndar vinnustaður, góður félagsskapur, vel búið starfsumhverfi, spennandi verkefni og
tillitssemi gagnvart því að forritarar geti líka átt sér líf utan vinnu.
Hæfniskröfur
Java-kunnátta á heimsmælikvarða
Brennandi áhugi á hlutbundinni forritun og aðferðafræði
Góð reynsla og stórkostlegir hæfileikar
Grunnþekking í JavaScript, HTML, CSS, SQL og PL/SQL kostur
Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða kerfisfræði æskileg
Hægt er að sækja um með eftirfarandi hætti:
á vefsvæði Umferðarstofu á síðunni http://www.us.is/page/atvinnuumsokn
með því að senda umsókn (CV/ferilskrá) á framkvæmdastjóra mannauðs-
og gæðasviðs, olof@us.is
senda skriflega umsókn á eftirfarandi heimilisfang:
Umferðarstofa, b.t. Ólafar Friðriksdóttur, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Umsóknarfrestur er til 20. september.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs í síma
580-2000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda
í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Upplýsingar um Umferðarstofu má finna á heimasíðu http://us.is.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA