Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 102
 4. september 2010 LAUGARDAGUR70 sport@frettabladid.is Laugardalsvöllur, áhorf.: 6.137 Ísland Noregur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark): 9-8 (4-5) Varin skot: Gunnleifur 3 – Knudsen 3 Horn: 4-5 Aukaspyrnur fengnar: 12-12 Rangstöður: 3-1 1-0 Heiðar Helguson (38.) 1-1 Brede Hangeland (59.) 1-2 Mohammed Abdellaoue (75.) 1-2 Luca Banti (4) Einkunnir íslenska landsliðsins gegn Noregi Gunnleifur Gunnleifsson 7 Var sem fyrr mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum. Bjargaði nokkrum sinn- um mjög vel úr dauðafærum. Hefði samt átt að gera mun betur í fyrra marki Norðmanna. Athygli vakti að Gunnleifur lék í treyju númer 12 sem gefur til kynna að hann hafi átt að byrja á bekknum ef Árni Gautur væri heill heilsu. Ef það reynist rétt er það skandall enda hefur Gunnleifur staðið sig frábærlega í íslenska markinu. Indriði Sigurðsson 7 Öruggur í öllum sínum varnaraðgerðum og gaf ekki mörg færi á sér. Átti nokkrar ágætar sendingar fyrir en hefði mátt koma oftar upp völlinn og láta reyna meira á sinn góða vinstri fót. Kristján Örn Sigurðsson 7 Öryggið uppmálað í vörninni sem fyrr og klikkar sjaldan í landsleikjum. Sölvi Geir Ottesen 6 Mjög traustur nánast allan leikinn en lét taka sig illilega í bólinu í sigurmarkinu. Grétar Rafn Steinsson (76. Arnór Sveinn Aðalsteinsson) 6 Duglegur að koma upp í fyrri hálfleik en sendingar ekki nógu góðar. Virtist vera bensínlaus í seinni hálfleik sem má líklega rekja til þess að hann er búinn að vera meiddur. Aron Einar Gunnarsson 7 Baráttuglaður og grimmur sem fyrr. Náði ágætlega saman við Eggert en þetta er okkar framtíðar miðjupar. Þeir réðu miðjunni lengi vel og voru sterkir. Eggert Gunnþór Jónsson 7 Yfirvegaður, öruggur á bolta, spilaði einfalt og braut niður sóknir. Jóhann Berg Guðmundsson (87. Rúrik Gíslason) 4 Duglegur að hlaupa en ekkert kom út úr hans aðgerðum. Tók varla mann á og krossarnir allir slakir. Veigar Páll Gunnarsson (76. Birkir Bjarnason) 4 Komst aldrei í takt við leikinn og lítið í boltanum. Vonbrigðaframmistaða. Gylfi Þór Sigurðsson 8 Besti maður íslenska liðsins. Alltaf ógnandi og lagði upp mark Íslands með snilldarbrag. Mikið var að hann fékk tækifæri sem hefði mátt koma fyrr. Heiðar Helguson 7 Vinnusamur sem fyrr og skoraði glæsilegt mark. Lét til sín taka og var síógnandi. Í tilefni af Vísindavöku 2010 efnir Rannís til teiknisamkeppni barna 6-9 ára og 10-12 ára. Efni myndanna skal vera „Ef ég væri vísindamaður...“ Myndum skal skila í síðasta lagi 20. september merktar höfundi, aldri, símanúmeri og nafni forráðamanns til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Verðlaun verða veitt á Vísindavöku 24. september 2010. Nánari upplýsingar á... ...www.rannis.is/visindavaka Teikni samkeppni BARNA - Allir m eð! H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Áhorfendur á Laugardalsvelli í gærkvöldi voru alls 6.137 í fremur hráslagalegu veðri. Þjóðarleikvangurinn tekur 10 þúsund manns í sæti. Á leikinn gegn Norðmönnum í síðustu undankeppni mættu 7.321 en nær uppselt var á leikina gegn Skotlandi og Hollandi. Fæstir sáu eina sigurleik þeirrar undankeppni, 5.527 gegn Makedóníu. 6.137 HVAÐ ER Í GANGI? Gylfi Þór Sigurðsson, besti maður Íslands í leiknum, bregst við eftir misheppnaða sókn Íslands. FÓTBOLTI Ísland fékk enga drauma- byrjun í undankeppni EM 2012 í gær er Noregur kom í heimsókn í Laugardalinn. Þó svo íslenska liðið hefði lengstum verið betri aðilinn í leiknum sáu Norðmenn um að nýta færin sín og unnu frekar ósann- gjarnan sigur, 1-2. Ólafur Jóhannesson landsliðs- þjálfari kom nokkuð á óvart er hann sýndi nokkurt hugrekki með því að hrista upp í leikmannahópi sínum og taka inn unga og efnilega leikmenn. Þeir komu í stað leik- manna sem margir hverjir hafa verið með áskrift að sæti í íslenska landsliðinu. Íslenska liðið sem spilaði í gær sýndi mun betri sóknartilburði en í síðustu leikjum. Spilið var allt miklu betra enda vilja þessir ungu og efnilegu strákar spila fótbolta í stað þess að kýla boltanum látlaust fram og vona það besta. Fyrri hálfleikur var meira og minna eign íslenska liðsins. Það spilaði kraftmikinn fótbolta og pressaði frekar hátt á vellinum. Strákarnir sýndu strax í upp- hafi að þeir væru klárir í slaginn. Aron og Eggert eignuðu sér miðj- una og þeir Gylfi og Grétar ógn- uðu í sífellu upp hægri vænginn. Ekki sami slagkraftur var vinstra megin. Ísland uppskar sanngjarnt mark er Gylfi lék sér að John Arne Riise, lagði boltann í teiginn þar sem Heiðar skoraði með frábæru hælskoti. Ísland yfir í hálfleik og eins og búast mátti við datt íslenska liðið allt of langt til baka í síðari hálf- leik. Eftir aðeins 14 mínútur í síð- ari hálfleik jafnaði Hangeland með skalla. Hann stökk þá hærra en Gunnleifur markvörður og var með betri stöðu. Korteri fyrir leikslok snéri Abdellaoue síðan Sölva af sér og refsaði grimmi- lega með því að skora annað mark Noregs. Það var algjör óþarfi að gefa svona mikið eftir í seinni hálf- leik. Ísland var þá með yfirburði á miðjunni og alltaf hættulegra liðið. Strákarnir sköpuðu ekki mikið af opnum færum þó svo tilburð- irnir væru ágætir. Ólafur hefði að ósekju mátt skipta fyrr enda sóknarleikurinn ekki eins líflegur í seinni hálfleik. Það er samt ekki hægt að kvarta mikið eftir þennan leik. Íslensku strákarnir börðust allir sem einn og lögðu sig virkilega fram. Það hefur ekki verið sjálfgefið upp á síðkastið. Gamli góði baráttuand- inn sem maður gerir lágmarks- kröfu um er kominn aftur. Þess utan var spilið mun betra en í síð- ustu leikjum. Það má taka margt jákvætt úr þessum leik og ofan á það verður Ólafur að byggja þó svo tapið svíði örugglega. henry@frettabladid.is Íslandi grimmilega refsað Þrátt fyrir margt jákvætt í leik íslenska liðsins gegn Noregi í gær stóð íslenska liðið uppi tómhent. Grátleg niðurstaða því íslenska liðið átti meira skilið. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N FÓTBOLTI „Við vorum ekki á tánum í seinni hálfleik og leyfðum þeim að ná yfirhöndinni. Eftir að þeir skor- uðu annað markið þá fannst mér við hætta að spila boltanum og byrjuðum að sparka boltanum langt fram sem gekk ekki upp,“ sagði Gylfi Þór Sigurðs- son sem átti fínan leik með íslenska liðinu. Gylfi lagði upp markið sem Heiðar Helguson skoraði laglega. „Þetta var mjög vel klárað hjá Heið- ari og ég veit ekki hvernig hann fór að þessu. Ég er mjög ánægður með að vera kominn inn í liðið og reyni að halda mínu sæti.“ Næsti leikur liðsins gegn Dan- mörku verður að sögn Gylfa afar erfiður. „Það verður mjög skemmti- legur en um leið erfiður leikur. Þeir eru mun betri tæknilega en Norð- mennirnir og ljóst að við verðum að leika mun betur á Parken en við gerðum í seinni hálfleik. Við áttum auðvitað að vinna Norðmenn og það var afar þögult inni í klefa eftir leikinn. Við verðum að rífa okkur upp úr þessu og und- irbúa okkur fyrir næsta leik.“ - jjk Gylfi Þór Sigurðsson eftir leikinn í gær: Veit ekki hvernig Heiðar fór að þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.