Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 20
20 4. september 2010 LAUGARDAGUR Ýmsir ræktunarmenn hafa verið að agnúast út í áform umhverfis- ráðherra um að takmarka útbreiðslu alaskalúpínu. Þann 26. ágúst sl. birti Vilhjálmur Lúðvíksson grein í Fréttablaðinu undir heitinu Til varnar líffjölbreytni á Íslandi, I, þar sem ofangreind áform eru gagn- rýnd á þeim forsendum að um sé að ræða hugmyndafræðilega rangtúlk- un á alþjóðlegum samningi og ein- hverskonar aumingjagæsku gagn- vart örfoka landi. Í máli Vilhjálms og annarra fulltrúa sambærilegra viðhorfa er „mörgu snúið á hvolf“ svo ég noti orð hans sjálfs. Líffræðileg fjölbreytni er opinber þýðing á enska hugtakinu „biological diversity“. Á ensku er styttingin „biodiversity“ mikið notuð en hér á landi hefur skort sambærilegt þjált hugtak. Vilhjálmur notar orðið líf- fjölbreytni en mér finnst þá eðli- legra að nota orðið lífbreytileiki ef hugtakið er stytt á annað borð. Lífbreytileiki er breytileiki á öllum skipulagsstigum lífsins frá sameindum og erfðavísum, stofnum og tegundum til samfélaga og vist- kerfa, náttúrulegra og manngerðra. Hann er summa allra birtingar- forma og starfsemi lífs á tilteknum stað og tíma og einnig breytileiki meðal lífsamfélaga ólíkra svæða. Breytileiki er bæði forsenda og afleiðing aðlögunar og þróunar og hann tryggir heilbrigða starfsemi lífríkisins til langs tíma litið. Lífbreytileiki er vísindalegt hug- tak sem varð algengt í þjóðfélags- umræðu eftir að Samningur Sam- einuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni var samþykktur í Rio De Janeiro árið 1992. Í hugtakinu kristallast áhyggjur manna af rýrn- un breytileika af öllu tagi; stofnar flestra tegunda dragast saman, fáar ágengar tegundir breiðast hratt út, landbúnaðaryrkjum fækkar, rækt- unaraðferðir verða einsleitari, nátt- úrulegum vistkerfum er umbylt í þágu mannsins, o.s.frv. Öll þessi þróun stefnir í eina átt, að minnka breytileikann í lífheiminum og auka einsleitnina. Lífríki Íslands er um margt sér- stætt eins og lífríki eylenda eru að jafnaði. Það er mótað af ungum aldri, hnattstöðu, einangrun, búskaparhátt- um og óvenjumikilli eldvirkni. Það er meðal annars sérstætt fyrir þá sök að tegundaauðgi háplantna, hryggdýra og smádýra er fremur lítil miðað við stærð landsins og hnattstöðu, tegundaauðgi lágplantna (mosa og fléttna) er hlutfallslega mikil, lykilt- egundir eru fáar en útbreiddar, sér- íslenskar tegundir sárafáar og stór svæði eru berangursleg, m.a. vegna langvarandi búfjárbeitar. Það er óumdeilt að lífríki Íslands hefur breyst gífurlega frá landnámi. Jafnframt hefur lífbreytileiki lands- ins mældur í lífmagni rýrnað mikið vegna samdráttar í útbreiðslu upp- skerumikilla gróðurlenda og teg- unda, eins og Vilhjálmur bendir á. Á móti kemur að önnur gróðurlendi svo sem ræktarlönd og beitarlönd, holt og móar hafa breiðst út. Þrátt fyrir gróðureyðinguna hafa aðeins örfá- ar tegundir dáið út í landinu; mér koma helst í hug geirfugl og keldu- svín. Þvert á móti hefur plöntum og dýrum fjölgað umtalsvert frá land- námi, ekki síst á 20. öldinni þegar gróðureyðing var mikil. Ég er þó sammála Vilhjálmi í því að þegar á heildina er litið hefur líf- breytileiki landsins rýrnað verulega frá landnámi. Ég er algerlega ósam- mála honum að flestu öðru leyti og margt í grein hans tel ég vera rang- færslur. Ég get þó rúmsins vegna aðeins drepið á nokkur atriði. Ráðherra hyggst ekki uppræta alaskalúpínu í landinu því not henn- ar til landgræðslu verða áfram heim- il; herferðin beinist fyrst og fremst að hálendissvæðum ofan 400 m og að verndarsvæðum. Það er ekki rangtúlkun að líf- fræðileg fjölbreytni „nái yfir tiltekna stöðu lífríkis á hverjum stað“ eða að hér á landi sé „sérstök líffræði- leg fjölbreytni sem þarf að vernda fyrir ágengum tegundum.“ Lífríki Íslands er sérstakt, sbr. ofanskráð, og það ber að vernda eftir föngum, ekki bara gegn ofbeit sauðfjár, eins og Vilhjálmur telur sjálfsagt, held- ur gegn öllum ágengum lífverum og öðrum ógnum. „Og nú er farið að berjast gegn viðleitni til að endurheimta hina löngu glötuðu gróðursæld og líf- framleiðslu,“ segir Vilhjálmur. Eng- inn mér vitanlega berst gegn endur- heimt fyrri gróðursældar landsins. Það er aðeins deilt um aðferðir. Upp- runaleg gróðursæld landsins verð- ur ekki endurheimt með stórfelldri útbreiðslu lúpínu, skógarkerfils og stafafuru; slíkar aðferðir endur- skapa gjörólíka gróðursæld. Á síð- asta áratug hefur hin náttúrulega og fjölskrúðuga gróðursæld lands- ins komið æ betur í ljós með hlýn- andi loftslagi og minnkandi beit. Þar þarf ekki lúpínu til. Áfram heldur Vilhjálmur: „Sann- leikurinn er sá að í samhengi við Ríó-sáttmálann um verndun líffjöl- breytni er engri innlendri tegund bráð hætta búin [af ágengum teg- undum].“ Hið „gífurlega líffræðilega umhverfisslys“, eins og Viljhálmur kallar gróðureyðingu hér á landi, hefur heldur ekki valdið útdauða teg- unda svo vitað sé. Er þá fásinna að berjast gegn henni og reyna að koma á sjálfbærri landnýtingu með vísan í Ríó-sáttmálann? Nei, auðvitað ekki vegna þess að hugtakið lífbreytileiki spannar ekki bara tegundaauðgi, ekki bara frjósemi, ekki bara ýmsa þjónustu vistkerfa, heldur allt þetta og meira til og ekki síst sérkenni líf- ríkis á hverjum stað og tíma. Því miður bendir grein Vilhjálms til djúpstæðs misskilnings á víð- tækri merkingu hugtaksins „líf- fræðileg fjölbreytni“ og hugmynda- fræði þess. Eða endurspegla skrif hans ef til vill djúpstæða löngun til að breyta landinu eftir eigin höfði – verkfræðingur í glímu við Guð? Til varnar lífbreytileika Íslands Alaskalúpína Snorri Baldursson Þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarði Vegna umfjöllunar um notkun lyfja við ofvirkni í fjölmiðl- um undanfarið verða hér settar fram fleiri hliðar á málinu m.a. frá sjónarhóli foreldra barna með ADHD. Um börn með ADHD ADHD er alþjóðleg skamm- stöfun fyrir athyglisbrest og ofvirkni. Orsakir athyglisbrests og ofvirkni eru líffræðilegar, þ.e. truflun taugaboðefna í miðtauga- kerfinu og í heilanum. Alþjóð- lega viðurkennd tíðni ADHD er um 5%. Hérlendis hefur Íslensk erfðagreining nýlega rannsakað arfgengi þessarar taugaröskunar og sýna niðurstöður allt að 7,5% tíðni hjá börnum og unglingum. Samkvæmt rannsókninni skýra erfðir 75-95% einkenna athygl- isbrests og ofvirkni. Miðað við 7,5% tíðni þá glíma um 5000 börn á Íslandi við einkenni ADHD. Áætla má að í hverjum bekk í grunnskóla séu að meðaltali um 2 börn með ADHD. Ekki eru öll börn sem grein- ast með ADHD ofvirk eða með hegðunarerfiðleika. Helstu ein- kenni ADHD eru athyglisbrestur, mikil hvatvísi og hreyfiofvirkni. Einkenni fela m.a. í sér einbeit- ingarskort, skert vinnsluminni, skort á sjálfsstjórn, truflun á virkni til athafna og forgangs- röðun verkefna, skipulagsleysi, frestunaráráttu og svefntruflan- ir virðast algengar. Hjá sumum er athyglisbresturinn ráðandi, jafnvel getur verið um að ræða vanvirkni og barnið virðist vera út á þekju. Ýmsir fylgikvillar fylgja ADHD svo sem námserf- iðleikar, kvíði, árátta/þráhyggja og þunglyndi. Léleg sjálfsmynd er ekki óalgeng afleiðing þess að vera með ADHD. Einkennin hafa m.a. áhrif á námsgetu, sam- skiptafærni og getu til að lesa í aðstæður. Félagsleg einangr- un og vanlíðan sem því fylgir er algeng meðal barna og unglinga með ADHD. Einkennin geta verið mjög mismunandi eða allt frá því að vera vægur námsvandi til þess að flokkast sem geðtruflun og allt þar í milli. Um 70% barn- anna glíma áfram við ADHD á fullorðinsaldri. Börn og unglingar með ADHD eða athyglisbrest með ofvirkni geta haft mjög truflandi áhrif á umhverfi sitt og því hefur athygl- in beinst meira að þeim heldur en að þeim börnum sem greinast með ADD (athyglisbrestur ráð- andi einkenni án ofvirkni). Vandi þeirra síðarnefndu er ekki minni þó svo hann sé ekki eins sýni- legur. Bent skal á að mörg börn með ADHD eða ADD uppfylla greiningarviðmið um kvíðarösk- un. Þau hafa ekki sömu forsend- ur og önnur börn til að uppfylla væntingar og kröfur umhverf- isins miðað við þroska og aldur og fá þar af leiðandi margfaldan skammt af neikvæðum skilaboð- um frá umhverfinu bæði í skóla og á heimili. Sjálfsmynd barnsins getur því borið skaða af ef ekki er næg þekking á ADHD/ADD og orsökum og afleiðingum þess í nánasta umhverfi barnsins. Lyfjagjöf við ADHD Ein meðferðarleið við ADHD sem hefur skilað afgerandi best- um árangri samkvæmt niðurstöð- um fjölda rannsókna er lyfjameð- ferð samkvæmt því sem fram kemur hjá helstu sérfræðingum í ADHD hérlendis á Barna- og unglingageðdeild og Þroska- og hegðunarstöð heilsugæslunnar. Ástæða er til að undirstrika að leggja þarf metnað í fagleg vinnu- brögð við greiningu ADHD til að fyrirbyggja ofgreiningu og enn- fremur mætti sjálfsagt draga úr lyfjanotkun við ADHD ef önnur meðferð og ráðgjöf vegna ADHD væri markvissari og aðgengi- legri. Engu að síður verður allt- af stór hópur barna með ADHD sem ekki getur stundað nám eða nýtt sér aðra þjónustu og úrræði öðru vísi en með hjálp lyfja. Það er hverju foreldri ofviða að horfa uppá barnið sitt fara halloka bæði námslega og félagslega og því fer sem fer að foreldrar eru tilbún- ir að fara að læknisráði og gefa barninu sínu lyf við líffræðilegri röskun á taugaboðefnum nefnt ADHD svo því geti liðið betur, tekið framförum í námi og eign- ast vini eins og önnur börn. Sam- kvæmt Ólafi Ó. Guðmundssyni yfirlækni á BUGL sýna rann- sóknir með afgerandi hætti að börn með ADHD sem fá lyfjameð- ferð leiðast síður út í vímuefna- misnotkun þar sem þau standa betur að vígi námslega og félags- lega. Grein eftir Ólaf um ADHD og lyfjanotkun birtist í fréttabréfi ADHD samtakanna 3. tbl. 2009 sem komið er á vefsíðu samtak- anna www.adhd.is ADHD vitundarvika Framundan dagana 20.–24. sept- ember hefur verið boðað til ADHD vitundarviku hjá flestum stofnunum sem þjónusta börn og unglinga. Þá gefst öllum kjörið tækifæri til að auka umræðu og fræðslu um ADHD í leik og starfi og ekki síst í fjölmiðlum, með jákvæðum hætti að sjálfsögðu. Einn ágætur skólastjóri í Reykja- vík heldur því fram að við séum öll með sérþarfir af mismunandi toga. Við þurfum að læra að við- urkenna sérþarfir barnanna af hvaða toga sem er hvort sem þær birtast í formi námserfiðleika, hegðunar, kvíða, langvarandi veikinda, þroskahömlunar eða líkamlegrar fötlunar. Börn með ADHD hafa verið kölluð óþekku börnin, óhreinu börnin hennar Evu og olnbogabörnin í íslensku samfélagi. Ljóst er að börnum með ADHD fer ekki fækkandi, þau eru komin til að vera og við þurfum að sjá þau fyrst og fremst sem börn með sömu þarfir og önnur börn fyrir viðurkenningu, ást og umhyggju. Börn með ADHD ADHD Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri ADHD samtakanna AF NETINU Jóhanna treystir stöðu sína en Össur veikist Guðbjartur Hann- esson reyndist Jóhönnu betri en enginn sem forseti Alþingis frá því í byrjun febrúar 2009 til þingkosninga 25. apríl, 2009. [...] Mér þótti mikið til Guðbjarts koma á forsetastóli þingsins. Nú er talað um, að hann sé að fikra sig upp í formanns- stól Samfylkingarinnar í skjóli Jóhönnu. Össuri mislíkar það um leið og hann saknar Kristjáns, vinar síns, úr ríkisstjórninni. Valdahlutföll hafa breyst innan Samfylkingar vegna ráðherraskipt- anna. Armur Jóhönnu hefur treyst stöðu sína gagnvart Össuri. [...] Hafi Jóhanna styrkt stöðu sína innan Samfylkingar með uppstokkun ráðherra, hefur staða Steingríms J. veikst innan eigin flokks vegna breytinga í ráðherra- liði. Hann hafði alla VG-ráðherra nema Jón Bjarnason á sínu bandi nú standa þeir Ögmundur og Jón saman innan ríkisstjórnarinnar og gegn Steingrími J. ef svo ber undir. bjorn.is Björn Bjarnason Geisp! Annars er það helst að frétta að gáfað- asti maður í heimi segir að guð sé ekki til og eitthvað lið er hætt að vera í ríkisstjórn og eitthvað annað lið er komið í staðinn – geisp. this.is/drgunni/gerast.html Dr. Gunni Ráðherra hyggst ekki uppræta alaskalúpínu í landinu því not hennar til landgræðslu verða áfram heimil; herferðin beinist fyrst og fremst að hálendissvæðum ofan 400 m og að verndarsvæðum. Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt 3. desember nk. þeim sem hafa stuðlað að jafnrétti, sjálfstæðu lífi fatlaðra og einu samfélagi fyrir alla. Verðlaun eru veitt í flokki: 1. Einstaklinga 2. Fyrirtækja/stofnana 3. Umfjöllunar/kynninga Þekkir þú einhvern sem er verðugur verðlaunahafi? Sendu okkur tilnefningu fyrir 15. september nk. á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á www.obi.is. Tilnefningar óskast! Undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2010 Bentu á þann ... H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.