Fréttablaðið - 04.09.2010, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 4. september 2010 3
Capacent Ráðningar
Borgartúni 27
Sími 540 1000
SVIÐSSTJÓRI Í HÖRPU
Capacent Ráðningar
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Samstarf við fasta notendur í Hörpu, SÍ, ÍÓ og aðra tónleika- og ráðstefnuhaldara
• Yfirumsjón með sviðsbúnaði og pöllum í sölum hússins og skipulag uppsetningar
• Samskipti við innlenda og erlenda samstarfsaðila, td.vegna ráðstefna og funda
• Skipulag vinnu sviðsmanna með SÍ, mat á mannafla á viðburðum
• Áætlanagerð, æfingaskrá og undirbúningur með tónleika- og ráðstefnuhöldurum
í samráði við verkefnisstjóra
• Umsjón og eftirlit með sviðsbúnaði
Menntunar- og hæfniskröfur
• Umfangsmikil reynsla af sviðs- og sýningastjórnun menningarviðburða
• Góð þekking á sviðstækni og sviðsstjórn
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af samningagerð og rekstri
• Reynsla af mannahaldi, skipulagi og stjórnun
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Góðir samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Agla S. Björnsdóttir (agla.bjornsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og
með 15. september nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Rekstrarfélagið Ago ehf. auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra í Hörpu: Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík.
Leitað er að hugmyndaríkum, metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi.
Rekstrarfélagið Ago ehf. mun sjá um
rekstur Hörpu: Tónlistar- og ráðstefnu-
hússins í Reykjavík. Ago er dótturfélag
Portus sem sér um byggingu hússins.
Eignarhaldsfélagið er Austurhöfn-TR ehf.
sem er í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar.
Sviðsstjórinn er yfirmaður sviðssins í aðalsal hússins og jafnframt uppstillinga og sviðsbúnaðar í Hörpu, þó ekki ljósa og hljóðs. Hann skipuleggur vinnu annarra tæknimanna
sem vinna við sviðsbúnað, uppstillingar, sætauppsetningu, palla og breytingar á sölum í húsinu og vinnur með tónleika- og ráðstefnuhöldurum ásamt öðrum sem standa fyrir
viðburðum í Hörpu. Hann stýrir jafnframt undirbúningi tónleika hjá SÍ og hefur yfirumsjón með pöllum og öðrum búnaði þeirra, bæði í aðalsal og æfingasal. Sviðsstjóri er
jafnframt sýningarstjóri og yfirmaður allrar sýningarstjórnar í Hörpu. Viðkomandi þyrfti að hefja störf sem allra fyrst í hlutastarfi við undirbúning, m.a. með erlendum ráðgjöfum.
Eftir opnun hússins er sviðsstjóri í fullu starfi og getur vinnutími þá verið mjög óreglulegur. Sviðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra félagsins.
SÉRFRÆÐINGAR Í EIGNASTÝRINGU
Capacent Ráðningar
Ábyrgðar- og starfssvið
• Greining markaða og fjárfestingarkosta
• Þátttaka í uppbyggingu verðbréfasafna
• Fjárfestingar innanlands og erlendis
• Áhættumat og áhættugreining
• Upplýsinga- og skýrslugjöf
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærileg menntun
• Verðbréfamiðlunarpróf er kostur
• Reynsla af störfum á fjármálamarkaði
• Frumkvæði, nákvæmni og öguð vinnubrögð
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Gott vald á íslensku og ensku
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með
12. september nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Gildi-lífeyrissjóður óskar eftir að ráða tvo sérfræðinga í eignastýringu sem munu heyra undir forstöðumann eignastýringar.
Ráðningin er liður í endurskipulagningu og eflingu eignastýringar sjóðsins.
Gildi-lífeyrissjóður er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins og nema
eignir hans yfir 230 milljörðum króna. Á árinu 2009 greiddu yfir
4.000 launagreiðendur iðgjöld til sjóðsins fyrir um 40.000 sjóðfélaga.
Samtals eiga um 178.000 einstaklingar réttindi hjá sjóðnum.
Capacent Ráðningar
Borgartúni 27
Sími 540 1000
lífeyrissjóður