Fréttablaðið - 24.09.2010, Page 35

Fréttablaðið - 24.09.2010, Page 35
 • 7 Start the Party er einn af fyrstu leikjunum sem styðja Playstation Move, nýja hreyfiskynjunar-stýri- pinnann frá Sony. Leikurinn minnir um margt á gömlu góðu Eyetoy leikina á PS2 þar sem leikurinn er samansafn af örstuttum smáleikj- um sem geta í senn fengið mann til að brosa og svitna. Leikurinn er í hinum svokallaða „augmented reality“ stíl, sem þýðir að leikmenn sjá sjálfa sig á skjánum nema að í sjónvarpinu blasir við manni annar heimur. Sem dæmi má nefna að í einum leiknum eru menn um- kringdir draugum og Move-stýrip- inninn hefur breyst í vasaljós sem fælir fyrrnefnda drauga í burtu. Svona mætti lengi telja því leik- irnir eru margir og mismunandi, en allir stuttir og einfaldir. Spilun leiksins má skipta í tvo grunn- flokka þar sem hægt er að velja á milli einstaklings- og hópspilunar. Skiljanlega er seinni flokkurinn skemmtilegri því eins manns partí eru sjaldnast skemmtileg. Öll uppbygging leiksins er í barnvænum stíl og leikirnir eru það einfaldir að börn ættu mjög auðveldlega að geta spilað þá. Þessi barnvæna nálgun gæti þó haft þær afleiðingar að harðn- aglarnir, sem vilja helst ekki spila neitt nema Modern Warf- are, munu aldrei koma nálægt leiknum. Það myndi þá verða þeirra missir því Start the Party er ágætis afþreying, sérstaklega í góðra vina hópi, og var undirrit- aður ekki búinn að spila leikinn í margar mínútur þegar afbragðs drykkjuleikur var farinn að verða til í huganum. Munið bara að hita upp og teygja fyrir spilun því hreyfiskynjunarleikir geta farið illa með slappa handleggsvöðva. - vij POPPLEIKUR: START THE PARTY FORLEIKUR AÐ DRYKKJUKEPPNI Þegar Nintendo Wii var fyrst kynnt til sögunnar er líklegt að samkeppnisaði larnir Sony og Microsoft hafi migið á sig af hlátri. Þarna var komin leikjatölva með lélegri grafík sem þú stjórnaðir með því að veifa höndunum, frekar hallærislegt. Ekkert benti til þess að þessi litla tölva myndi ná að spjara sig á markaði með Playstation 3 og Xbox 360, óumdeilanlega háþróaðr i l e ik ja tö lvum. Óte l jand i b í l förmum af seldum Wii-tölvum síðar voru samkeppnisaðilarnir enn að míga á sig, en nú var það af hræðslu. Hófst þá hreyfi- skynjunarkapphlaupið sem má um margt líkja við kapphlaup Bandaríkjanna og Rússlands um hver yrði fyrstur til að senda mann til tunglsins, nema í þessu tilfelli var litli skrýtni Japaninn löngu kominn þangað. Playstation Move er útspil Sony í þessu kapphlaupi og hefur þessi ágæti stýripinni nú verið gefinn út á Íslandi. Move-pakkinn samanstendur af Playstation Eye-myndavél, sem eflaust einhverjir eiga fyrir, og síðan Move-pinnanum sjálfum, fisléttum sívalningi með silíkonkúlu á toppnum. Tæknilega hliðin á virkninni er á þann veg að Eye-myndavélin fylgist með fyrrnefndri silíkonkúlu og nær þannig að staðsetja leikmann í þrívíðu rými. Búnaður inni í stýripinnanum skynjar síðan líka hreyfingar hans og sendir tölvunni upplýsingar um staðsetningu og hreyfingar leikmanns. Myndavélin skynjar einnig dýpt þannig að leikirnir geta skynjað þegar leikmenn færa sig nær og fjær myndavélinni. Í leikjum sem skarta endurbættum raunveruleika (augmented reality eins og það kallast á ensku) eru þessar upplýsingar nýttar til að stækka sýndarverkfærin sem leikmenn halda á, svo sem sverðum, borðtennisspöðum og rakvélum, já, rakvélum. Eins og fyrr segir er Move-stýri- pinninn sívalningur með silíkonkúlu efst. Inni í þessari kúlu, sem er mjúk, enda framleidd úr sama efni og ungbarnasnuð, er ljósdíóða sem mun vera fær um að gefa frá sér gríðarlegan fjölda lita, eitthvað í kringum 16 milljónir mismunandi lita og litbrigða. Þessi litadýrð er þó ekki bara til skrauts heldur þjóna litirnir þeim tilgangi að gera Move- stýripinnann sýnilegri fyrir myndavélina. Eye- myndavélin athugar hvaða l i t i r eru í kringum leikmanninn og kúlan gefur frá sér lit sem sker sig hvað best úr. Þetta getur reyndar orðið til þess að undirritaður neyðist til að mála stofuna sína því það er ekkert rosalega karlmannlegt að veifa bleikum töfrasprota. Hvað varðar næmni Move þá full- yrða Sony menn að stýripinninn nái að endurskapa hreyfingar leikmannsins á sjónvarpsskjánum í rauntíma, það er að segja um leið og leikmaður sveiflar höndunum inni í stofu mun persónan sem hann stjórnar í tölvuleiknum gera slíkt hið sama. Hvort næmni Move er svo mikil er erfitt að segja en það er ekki hægt að neita því að græjan er býsna nákvæm og næm. Því hefur reglulega verið fleygt fram að Move sé lítið meira en Nintendo Wii-eftirherma. Þó svo að það sé eitthvað hæft í þeim fullyrðingum þá verður að segjast að Sony hefur með Move náð að gera betur en Nintendo. Sony er kannski ekki að finna upp hjólið, en þeir hafa gert það betra og eiga hrós skilið fyrir það. Eins og við er að búast mun Sony gefa út helling af leikjum samhliða útgáfu stýripinnans. Flestir þessir leikir skarta frekar grunnri spilun og eru lítið meira en kynning fyrir leikmenn til að kynnast hinum nýju stjórntækjum, sem sagt eintómir partíleikir. Þó eru nokkrir áhugaverðir titlar og eru tveir þeirra dregnir fyrir dóm hér fyrir neðan. Það sem er áhugaverðast er hvernig útgefnir leikir, sem og væntanlegir titlar, munu nýta sér þennan nýja hreyfiskynjunarmöguleika. Titlar á borð við Tiger Woods PGA Tour 11, Heavy Rain, MAG og Eyepet hafa verið uppfærðir, eða verða það á næstunni, til að styðja Move og síðan munu væntanlegir titlar eins og Little Big Planet 2, Killzone 3 og SOCOM styðja Move. Það sem mun á endanum ráða úrslitum um vel- gengni Move eru leikirnir sem hægt er að nota pinnann í. Flestir muna eftir Eyetoy, sem varð aldrei meira en stundargaman, vegna þess hve erfitt er að samræma þá græju við hefðbundnari leiki. Nái Sony að koma með fleiri alvöru leiki fyrir Move er aldrei að vita nema Move muni ná að festa sig í sessi. En burtséð frá því, þá er það alveg ljóst að Move er græja sem ætti að geta fært nörda-teitin á hærra og sveittara stig. Viggó I. J. PLAYSTATION VEÐUR Í NINTENDO WII OG NÚ SVITNA NÖRDARNIR … PARTÍ Start the Party veitir fólki langþráð tækifæri til að tannbursta krókódíl. NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 4/5 3/5 3/5 3/5 NÝ SENDING frá Seagull o g Simon&Pa trick Nintendo Wii-leikja- tölvan kom á markað fyrir fjórum árum, nánar tiltekið í nóv- ember árið 2006.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.