Fréttablaðið - 24.09.2010, Side 41

Fréttablaðið - 24.09.2010, Side 41
 • 13 PLÖTUR Interpol - Interpol 3/5 Þótt það sé ekki almenn sátt um ágæti Interpol má færa óyggjandi rök fyrir því að leitun sé að svalari hljómsveit. Ágæti Interpol mætti reyndar líka sanna með því að benda á síðustu þrjár plötur hljómsveitarinnar sem eru gæðagripir. Á síðustu plötu fór hljómsveitin reyndar poppaðri slóðir en margir kærðu sig um, en á þeirri nýju, sem ber nafn hljómsveit- arinnar, er leitað aftur til myrkrar fortíðarinnar. Platan byrjar á laginu Success, sem ber sannarlega nafn með rentu. Lagið hefur þennan óút- skýranlega Interpol-sjarma, sem er í senn seiðandi og yfirþyrmandi. Það verður ekki tekið af Interpol að hljómsveitin hefur aldrei átt í erfiðleikum með að hefja plötur. Síðustu plötur hófust á lögunum Untitled, Next Exit og Pioneer to the Falls, sem eru öll á meðal bestu laga hljómsveitarinnar. Besta lag plötunnar fylgir fast á eftir Success; Memory Serves er drungalegur slagari þar sem söngvar- inn Paul Banks fær að njóta sín ásamt trommaranum Samuel Fogarino. Sá síðarnefndi nýtur sín reyndar sérstaklega vel á plötunni ásamt bassaleikaranum Carlos Dengler, sem yfirgaf hljómsveitina skömmu eftir að upptökum lauk. Verður hans sárt saknað, en þeir félagar Dengler og Fogarino eru vafalaust eitt skemmti- legasta ryþmapar sem komið hefur fram síðustu ár. Eftir frábæra byrjun þar sem út- varpslögin Lights og Barricade hljóma á undan hinu angurværa Always Malaise (The Man I AM) fer að halla undan fæti. Platan byrjar einfaldlega miklu betur en hún endar þótt hún klóri í bakkann með laginu All of the Ways, þar sem spænski gítarinn af síðustu plötu er tekinn upp á ný. Það breytir því ekki að í heildina litið er platan góð – ekki frábær. Fóstbróðir minn í dægurmálafréttunum, Arnar Eggert Thoroddsen, er vægast sagt ósáttur með plötuna í dómi í öðru dagblaði. Hann sagði að það myndi reynast mér erfitt að sannfæra þjóð- ina um ágæti plötunnar. Það er því miður ekki hluti af starfi mínu, en þið vitið allavega núna hvað mér finnst. Hlustið og þér munið heyra. The Walkmen - Lisbon 4/5 Lisbon er frábær plata. Fyrsta lagið Juveniles leggur grunninn að kraftmikilli, ljúfsárri og frískri plötu með fáa veik- leika. Söngvarinn Hamilton Leithauser lætur strax til sín taka í fyrsta lagi og verður óhjákvæmilega það sem einkennir þessa plötu – eins og fyrri plötur hljómsveitarinnar. Þótt ég vilji alls ekki draga úr afrekum annarra hljóðfæraleikara The Walkmen þá stendur frammistaða trommarans Matt Barrick einnig upp úr. The Walkmen er hljómsveit sem hefur skapað sinn eigin hljóm. Þegar maður heyrir í henni er strax ljóst um hvaða hljómsveit er að ræða. Meðlimir hljómsveitarinnar reyna ekki að finna upp hjólið á plötunni heldur gera það sem þeir eru góðir í, þótt ég greini ákveðna jákvæða gremju sem virðist vera ný af nálinni. Blásturshljóðfæri eru notuð á afar skemmtilegan hátt á plötunni sem færa til dæmis lagið Stranded upp á hærri stall. Blue as Your Blood er annað frábært lag, Victory sver sig í ætt við eldra efni hljómsveitarinnar og Torch Song er fallegt lag sem hefði alveg eins getað verið samið fyrir 40 árum. Eftir stendur frábær plata sem verður vafalaust á mörgum listum yfir plötur ársins í desember. NEW YORK! NEW YORK! Margar af bestu hljómsveitum samtím- ans koma frá New York. Hljómsveitirnar Interpol og The Walkmen eru einmitt þaðan, en þær eiga það einnig sameig- inlegt að hafa nýlega gefið út plötur. Atli Fannar Bjarkason rýndi í plöturnar, sem eru afar ólíkar en hafa báðar ýmislegt til brunns að bera. ÞRJÚ GÓÐ LÖG UM NEW YORK JAY-Z OG ALICIA KEYS - EMPIRE STATE OF MIND Viðurkenndu það – þetta er frá- bært lag. Við vitum að þú hefur aldrei þolað Aliciu Keys – hvað þá Jay-Z, en þetta er frábært lag. Sama hvað hver segir. THE STROKES - NEW YORK CITY COPS Skemmtilegt lag af fyrstu plötu The Strokes sem breytti tónlistarlandslagi heimsins til frambúðar. Rétt upp hönd sem heyra „New York City girls“ þegar Casablancas syngur „New York City cops“. LOU REED - PERFECT DAY Hvort er þetta lag um heróín eða New York? Kannski heróínneyslu í New York. Ekki vitum við það, en Lou Reed elskar borgina og lagið ku vera einhvers konar óður til hennar. Hollenskur kaup- sýslumaður keypti Manhattan í New York af indíánum árið 1626. fyrir um 1.000 dollara á núvirði. Við leitum að góðu fólki Á vefnum getur þú með einföldum hætti flett í gegnum og skoðað atvinnuauglýsingar Fréttablaðsins. Þú kaupir atvinnuauglýsingu í Fréttablaðinu - öflugasta auglýsingamiðli landsins og hún birtist frítt í heila viku á einum stærsta vefmiðli landsins – og Fréttablaðið kynna nýjan og öflugan atvinnu- og raðauglýsingavef ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.