Fréttablaðið - 24.09.2010, Page 42

Fréttablaðið - 24.09.2010, Page 42
14 • EKKI SÍST Byrjum á byrjuninni. Af hverju var vefsíðan Flick My Life stofnuð og hvað vakti fyrir þeim sem standa að baki henni? „Síðan var opnuð á vordögum 2009 og stofnuð til að halda utan um MMS-sendingar tveggja ungra manna. Í raun má segja að ekk- ert sérstakt hafi vakað fyrir okkur með stofnun síðunnar annað en að skapa vettvang til að deila umræddum myndum sem höfðu safnast upp í gegnum tíðina. Eftir að síðan var komin á laggirnar fóru að bætast við skjámyndir, ýmsar tvífarapælingar og fleira.“ Hversu margir sjá um að uppfæra síðuna? „Í dag er það einn aðili sem er ritstjóri, tagg- ari, heili, hjarta og umsjónarmaður síðunnar. Honum til halds og trausts er einn trúnaðar- maður og partner in crime.“ Bjuggust þið við að síðan myndi njóta vinsælda, eða höfðaði hún óvart til fjöldans eins og smellurinn What’s Up með Four Non Blondes? „Líkt og Linda Perry taldi það góða hug- mynd á sínum tíma að setja upp pípuhatt og flugmannagleraugu vissum við frá upphafi að um gott efni væri að ræða. Er það því einstaklega ánægjulegt að sjá að þjóðin hefur tekið gríninu opnum örmum. Við álítum þetta staðfestingu á því hve mikið smekkfólk Íslend- ingar eru.“ Er hægt að líkja aðstandendum síðunnar við Four Non Blondes að einhverju öðru leyti? „Lesbísk one hit wonder 90´s rokkgrúppa. Það væri nærri lagi að spyrja hvort að ein- hverju leyti sé ekki hægt að líkja okkur við þær. Svarið við þeirri spurningu væri: Já. Þið gerið mikið grín að fjölmiðlum og sérstaklega þegar þeir klúðra stafsetningu. Til- heyrið þið herskáum hópi málverndunarsinna? „Íslenskir fjölmiðlar eru latur hestur og Flick My Life er broddfluga. Nei, þessar færslur voru í upphafi fyrst og fremst birtar til að fá útrás fyrir pirring okkar yfir óvönduðum vinnu- brögðum. Þær eru raunar það sem við höldum minnst upp á en skipa stóran sess í aðsendu efni. Því reynum við að birta það í bland við annað. Það er þó skiljanlegt að menn láti í sér heyra þegar stærstu fjölmiðlar landsins líta út eins og ónefndur sköllóttur poppari sé að ritstýra þeim.“ Nú heyri ég að ástæðan fyrir því að ákveðin leynd hvílir yfir ykkur sem standið að síðunni sé sú að ykkur hefur verið hótað af skotmörk- um gríns á síðunni. Er það rétt? „Já, það eða sú staðreynd að aðstandendur síðunnar eru kúbverskir feðgar í vesturbæ Reykjavíkur. Við förum samt aldrei út úr húsi öðruvísi en í Daft Punk-búningum.“ Hefur komið til greina að loka Flick My Life vegna hörundsárra Íslendinga? „Síðunni verður aldrei lokað nema ef til vill ef Visir.is kaupi spell-checker, undarlegir hlutir hætti að verða á vegi okkar og Pressan. is kaupi okkur út í stað þess að stela myndum frá okkur. Tilfelli hafa þó komið upp þar sem fólki hefur sárnað. Þau eru og verða tekin til skoðunar hverju sinni, líkt og þegar Rúnari Frey var líkt við Euro Shopper-klósettpappír í Facebook-færslu hjá íslenskum semi-celeb. Það er þó algjör undantekning ef myndir eru ritskoðaðar.“ Hafið þið fundið fyrir eftirsjá, eftir vel heppnað – en óforskammað – grín? „Nei. Það sem við gerum er að taka atriði sem er fyrir allra augum og einangra það á síðunni. Í fæstum tilfellum þarf að eiga nokkuð við myndirnar. Við erum ekki með samvisku- bit yfir því að Tobba Marinós sé lol-köttur og að talsmaður neytenda skarti rándýru lúkki í blaðaviðtali.“ Ásgeir Kolbeins birtist reglulega á Flick My Life. Gerið þið út ljósmyndara sem elta hann á röndum? „Líkt og margt annað á síðunni byrjaði þetta sem einkahúmor en lesendur gripu „konseptið“ á lofti og hafa verið duglegir að senda inn myndir. Annars er Ásgeir Kolbeins svo fyrir- sjáanlegur að ef við viljum ná mynd af honum erum við aldrei lengur en svona klukkutíma að finna hann. Draumurinn er samt að ráða Rax og Björn Blöndal til að fylgja honum eftir um lengri tíma og gefa út artistic/erótíska ljós- myndabók undir heitinu Kolb in the wild.“ Er Flick My Life fullkomin eins og hún er, eða á hún eftir að þróast frekar? „Við teljum að Flick My Life sé í mjög góðum farvegi þessa dagana, hins vegar hefur síðan aldrei verið hrædd við að þróast og aldrei að vita hvað verður. Við erum hins vegar opnir fyrir öllu, ef það er gott grín.“ Hversu langt er í að Flick My Life verði vinsælasta vefsíða landsins? „Þessa stundina er síðan með fleiri Face- book-like en The Charlies þannig að við getum bara gengið út frá því að hún sé það nú þegar. Annars hlýtur það bara að vera tímaspursmál,er það ekki? Þetta er síðan sem fólk elskar að elska að hata.“ DREYMIR UM AÐ GEFA ÚT BÓKINA KOLB IN THE WILD Flickmylife.com er væntanlega sú vefsíða sem vinir þínir pósta oftast á vegginn sinn á Facebook. Síðan nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir, en fáir vita hverjir bera ábyrgð á henni. Popp fór á stúfana og fann huldumenn- ið sem stýrir síðunni og fékk að leggja fyrir það nokkrar safaríkar spurningar. ■ „ROSALEG PLATA“ Úr herbúðum Mínuss heyr- ist að fjórða breiðskífan sé tilbúin. Hún er sú fyrsta sem kemur út eftir að bassafanturinn Þröstur og gítarleikarinn Frosti hættu í hljómsveitinni. Enn hefur Mínus ekki sent frá sér lag í útvarpsspilun, en þeir sem hafa heyrt plötuna segja að hún sé „rosaleg“. Aðdá- endur hljómsveitarinnar verða að bíða þar sem útgáfudagur er enn þá óljós, en Mínus kemur næst fram á Iceland Airwaves og gefur vafalaust forsmekk af því sem koma skal. ■ AGENT Í STÚDÍÓI Agent Fresco vinnur nú að fyrstu breiðskífu sinni í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Flugur á vegg í stúdíóinu eru afar spenntar fyrir plöt- unni og segja nýju lögin ansi mögnuð. Þá heyrist að platan verði löng og tengj- ast öll saman. Semsagt „concept“-plata frá Agent Fresco. ■ LOKASPRETTUR Ensími er sprelllifandi þessa dagana eftir að hafa komið fram á frábærum tónleikum í Reykjavík síð- ustu misseri. Nú heyrist að nýjasta plata hljómsveitar- innar sé nánast tilbúin, búið sé að taka upp og aðeins eigi eftir að snurfusa hljóm- inn. Popp ræddi við einn af þeim heppnu sem hafa heyrt gripinn og hann spar- aði ekki stóru orðin: „Mér finnst öll lögin á plötunni mjög góð,“ sagði hann. HULDUMAÐUR Heilinn á bak við vefsíðuna Flick My Life fór fram á að vera bæði skyggður og „blurraður“ svo að and- lit hans myndi örugglega ekki sjást. Ef rýnt er í myndina af forsprakka Flick My Life myndast orrustuskip úr seinni heimsstyrjöldinni. Ef þú sérð það ekki ertu ekki búin/n að horfa nógu lengi. ÞEGAR CHUCK NORRIS SEGIR „LOL“ ER HANN AÐ SPYRJA HVORT HANN EIGI AÐ MIÐA Á „LIFRINA OG/EÐA LUNGUN“ ÞEGAR HANN SPARKAR Í ÞIG.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.