Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2010, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 24.09.2010, Qupperneq 46
6 föstudagur 24. september ✽ b ak v ið tj öl di n T inna er uppal inn Hafnfirðingur og lagði stund á nám í graf- ískri hönnun í IED- hönnunarskólanum í Mílanó og lauk einnig masters- námi í umbúðahönnun frá sama skóla. Hún var búsett í Mílanó í fimm ár og segist hún hafa kunn- að mjög vel við sig í borginni. Hún kynntist fljótlega nokkrum Íslend- ingum sem einnig bjuggu í borg- inni og upplifði sig því aldrei eina allan þann tíma sem hún bjó þar. „Mér leið alltaf mjög vel þarna. Ég kynntist líka nokkrum Íslend- ingum þegar ég var í ítölskunámi og þeir eiginlega ættleiddu mig, þannig mér leið aldrei eins og ég væri alein þarna úti í hinum stóra heimi,“ segir Tinna. Hún ber Ítölum vel söguna og segir Mílanó vera stórkostlega borg fyrir ungan námsmann til að búa í því þar sé nóg um að vera. „Það er rosalega gaman að vera ung manneskja í stórborg eins og Mílanó, en ég myndi aldrei vilja ala börnin mín þarna upp. Síðasta árið mitt í borginni var ég ólétt og það var hræðilegt. Mæðraskoðun- in tók heilan dag því skriffinnsk- an er svo hrikalega hæg og gam- aldags og svo var líka 38 stiga hiti úti og ég með morgunógleði. Það var ekki minn besti tími í Mílanó,“ segir hún og hlær. SKÍTMIXARI AF GUÐS NÁÐ Tinna segist alltaf hafa verið mikill skítmixari og var snemma farin að hanna ýmislegt inn í her- bergi sitt. Hún hefur einnig mikla þörf fyrir að skipuleggja og var það meðal annars sú þörf sem leiddi hana inn á braut grafískrar hönnunar. „Ég hef alltaf verið að pæla í umhverfinu. Ef ég sá einhverj- ar gardínur sem mér þóttu flott- ar, þá bjó ég til eins gardínur úr títiprjónum og dagblöðum, eða einhverju álíka. Ég er líka mikið fyrir að sortera, raða og skipuleggja og finn fyrir mikilli ró þegar ég er að raða. Þegar ég rakst svo á námskrá IED og fann námið í grafískri hönnun hugsaði ég strax: „Já, þetta er ég!“ Grafísk hönnun gengur nefnilega mikið út á skipulagningu og tiltekt. Við eigum að raða myndum og texta þannig að allt komist sem best til skila og sjá til þess að þeir líti fallega út,“ útskýrir Tinna. STÚDÍÓ AKKERI Tinna flutti aftur heim til Ís- lands fyrir fimm árum og vann þá bæði sjálfstætt og á auglýsinga- stofu. Hugmyndin að Stúdíó Akk- eri fæddist aftur á móti í byrjun þessa árs þegar Tinna fann að hún væri ekki á réttri hillu og ákvað að segja upp vinnunni. „Ég fann að ég var ekki á rétt- um stað í lífinu og talaði stans- laust um alla þá hluti sem mig langaði að hanna og gera. Hjör- dís Ýr var í sömu pælingum og við ákváðum að stofna saman Stúdíó Akkeri í janúar á þessu ári,“ segir Tinna og bætir við að það hafi verið mjög frelsandi að henda sér út í eigin rekst- ur og því sjái hún alls ekki eftir þeirri ákvörðun. „Auðvitað kom stund þar sem ég hugsaði með mér: „Úff, hvað er ég að gera? Ég á börn og hætti að verða áskrif- andi að laununum mínum,“ en í grunninn fannst mér mikilvæg- ara að vera glöð og eiga þá aðeins færri krónur heldur en hitt.“ Stúlkurnar eru með vinnu- stofu í Hafnarfirði, þar sem þær ólust báðar upp, og þar verða allir töfrarnir til. Aðspurð segir Tinna þær hafa ákveðið frá upphafi að skuldsetja sig ekki heldur byrja smátt og færa sig hægt og rólega upp á skaftið. Hún lýsir hönn- un Stúdíós Akkeris sem einfaldri en krúttlegri og segir hana passa hvort heldur við börn eða full- orðna. „Við vildum gera hluti sem lifa lengi og endast vel og hægt er að nota á ýmsa vegu,“ segir Tinna og bætir við: „Við erum báðar líka svolitlar krúsídúllur innst inni og erum mjög hrifnar af krúttleg- um hlutum. Við og hönnun okkar verður örugglega seint talið töff,“ segir hún og hlær. KRÚTTLEGAR Í ÚTRÁS Hönnun Stúdíós Akkeris fæst núorðið í verslunum Máls og menningar og á netverslununum Femin.is, Uma.is og Sirka.is. Ný- verið pantaði einnig barnavöru- verslun í Noregi vörur frá stúlk- unum og voru fyrstu vörurnar sendar héðan á miðvikudaginn var. Norska verslunin fann vör- urnar í gegnum Twitter-síðu hönnunarfyrirtækisins og segir Tinna að Netið sé kjörinn staður fyrir sprotafyrirtæki til að aug- lýsa sig á ódýran en hagkvæman hátt. Þegar hún er innt eftir því hvort þær séu nú komnar í útrás svarar Tinna hlæjandi: „Þegar við erum komnar með aðeins breiðari línu ætlum við að markaðssetja okkur markvissar og þá verðum við kannski krúttlegar útrásarval- kyrjur. En eins og er, er þetta svo- lítið tilfallandi bara.“ Að sögn Tinnu fengu stúlk- urnar mikla hjálp við að koma fyrirtækinu á laggirnar og tóku því engin lán í upphafi ævintýr- isins. „Við reynum að framleiða vörurnar á sem ódýrastan hátt og fyrirtækin sem við skiptum við hafa líka verið mjög sveigjanleg og tilbúin til að aðstoða okkur. Það er bæði mikill stuðningur og hvatn- ing að finna fyrir slíkum velvilja þegar maður er að stíga sín fyrstu skref í viðskiptum.“ RIFNA ÚR MONTI Að lokum, hvar sérðu þig eftir tíu ár? „Enn þá í þessu. Með vörulín- ur sem ég er að rifna úr monti yfir og komin á sölusýningar úti um allan heim. Ég er ekki að stefna að heimsyfirráðum, við verðum ekki næsta IKEA, en það væri gaman að fá aðeins meira borgað fyrir vinnu sína en maður gerir í dag,“ segir Tinna að lokum. FINNUR RÓ ÞEGAR HÚN RAÐAR Tinna Pétursdóttir stofnaði hönnunarfyrirtækið Stúdíó Akkeri ásamt Hjördísi Ýri Ólafsdóttur. Hún segir frelsandi að hafa hent sér út í það að fara í eigin rekstur. Uppáhaldsmatur? Sushi, fyrir utan hvað það er gott á bragðið þegar maður borðar það á alvöru stað þá fylgir því alltaf svo skemmtileg stemning og stundum pínulít- ið eins og hálfgerð seremónía. Því tengjast líka svo margar góðar minn- ingar. Uppáhaldsstaðurinn? Ætli það sé ekki San Leon- ino, lítið sveitahótel sem við duttum niður á í miðri Tos- cana. Það leyndist milli fal- legra vínekra í Chianti-héraði og þar átti ég frábæra páska með Hjördísi og mönnunum okkar fyrir nokkrum árum. Við höldum einhverja Akkeris- árshátíðina þar eftir nokkur ár. Svo eru Berlín, Róm og München í miklu uppáhaldi. Hvað er í spilaranum þessa dagana? Bombay Bicycle Club, Florence and the Maschines, Arcade Fire og Kings of Leon. Helsti kostur þinn? Sveiganleiki og lífsgleði. Uppáhaldsbíómyndin? Úff, veit ekki hvort ég get sagt einhver ein. Mér dettur fyrst í hug Låt den rätte komma in, Kick-Ass og Inception, mjög ólíkar sögur í skemmtilegum útfærslum. Ég er svolítill bíó- sjúklingur, en viðurkenni að ég er mikill „Chick flick buff“. Besta setningin/mottó? Þessa dagana – ætli maður verði ekki að segja bara „If you can dream it you can do it“. Hönnuðurinn Tinna Pétursdóttir rekur Stúdíó Akkeri ásamt Hjördísi Ýri Ólafsdóttur, en meðal þess sem þær hanna eru minnisbækur, litríkir límmiðar sem nota má til að skreyta veggi og ýmislegt annað krúttlegt. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Valgarður Gíslason Ertu oft þreytt og orkulítil? Taktu ábyrgð á eigin heilsu. Almennar náttúrulækningar. Regndropanudd, fótanudd ofl. HEILSUMEISTARINN HAFDÍS ÓSK Sími 8670208
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.