Fréttablaðið - 01.10.2010, Page 2
2 1. október 2010 FÖSTUDAGUR
ALÞINGI Alþingi verður sett í dag.
Þingsetningarathöfnin hefst
klukkan hálf tvö með guðsþjón-
ustu í Dómirkjunni og að henni
lokinni ganga þingmenn og gest-
ir til Alþingishússins. Forseti
Íslands setur þingið og forseti
Alþingis flytur ávarp.
Klukkan fjögur verður fjár-
lagafrumvarpi ársins 2011 útbýtt
og hlutað um sæti þingmanna.
Áætlað er að útgjöld dragist
saman um 33 milljarða á komandi
ári og 11 milljarðar fáist með
nýjum tekjum.
Stefnuræða forsætisráðherra
og umræður um hana verða á
mánudagskvöldið.
Á þriðjudag mun fjármálaráð-
herra mæla fyrir fjárlagafrum-
varpinu. - bþs
Alþingi verður sett í dag:
Frumvarpi til
fjárlaga dreift
Gunni, hefur Draumurinn
nokkuð breyst í martröð?
„Nei, alls ekki. Hann er svarthvítur
og skarpur sem aldrei fyrr.“
Rokksveitin S.H. Draumur, með Dr.
Gunna í broddi fylkingar, kom saman í
fyrsta sinn í sautján ár um síðustu helgi á
æfingu á Egilsstöðum.
DÓMSMÁL Slitastjórn Glitnis hefur
náð samkomulagi við hjónin Jón
Ásgeir Jóhannesson og Ingi-
björgu Pálmadóttur um að önnur
af lúxusíbúðum þeirra við Gram-
ercy Park á Manhattan verði sett
til tryggingar þeirri upphæð sem
slitastjórnin hefur krafið þau
um. Þetta kemur fram í máls-
skjölum sem lögð hafa verið fyrir
dómstólinn í New York.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er það þessi eign sem
Steinunn Guðbjartsdóttir, for-
maður slitastjórnarinnar, vísaði
til á fundi fyrr í vikunni þegar
hún sagði að eignir erlendis í
eigu stefndu hefðu þegar verið
endurheimtar. Engin veð hvíla á
íbúðinni.
Heildarkrafan á hendur þeim
sjö sem stefnt er nemur rúmum
250 milljörðum svo íbúðin er
aðeins dropi í hafið, tapi stefndu
málinu. - sh
Jón Ásgeir og Ingibjörg:
Semja um aðra
lúxusíbúðina
DÓMSMÁL Sex af þeim átta aðal-
mönnum sem Alþingi kaus árið
2005 til setu í landsdómi hafa
staðfest við Fréttablaðið að þeir
sjái ekkert því til fyrirstöðu að
taka sæti í dóminum, verði hann
kallaður saman. Einn dómenda
má ekki taka sæti sökum aldurs.
Til stendur að dómurinn rétti
í máli Geirs H. Haarde, fyrrver-
andi forsætisráðherra.
„Ég vonast til þess í lengstu
lög að dómurinn verði ekki kall-
aður saman, en verði hann kall-
aður saman verður maður að taka
ábyrgð,“ segir Sigrún Magnús-
dóttir, ein áttmenninganna sem
kosin var til setu í dóminum.
Bæði verjendur og saksóknari
í málum sem fara fyrir landsdóm
geta krafist þess að dómendur
víki sökum vanhæfis. Sigrún er
eiginkona Páls Péturssonar, sem
sat í ríkisstjórn með Geir. Hún
segist ekki sjá að það geri sig
vanhæfa.
Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi
varaþingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, var einnig kjörin í dóminn.
Hún á ekki von á öðru en að hún
muni taka sæti í dóminum. Spurð
um vanhæfi bendir hún á að kjör-
ið hafi verið í
landsdóm eftir
flokkspólitísk-
um línum, og
fleiri en hún
hafi pólit ísk
tengsl.
„Ég er mjög
fegin að þurfa
ekki að takast á
við þetta,“ segir
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir,
ein þeirra sem kosin var til setu í
dóminum.
Í lögum um dóminn kemur fram
að dómendur megi ekki sitja séu
þeir yngri en 30 ára eða eldri en
70 ára. Jóna varð 70 ára nokkrum
mánuðum eftir að Alþingi kaus
hana til setu í dóminum.
Samkvæmt lista yfir varamenn
í dóminum á Lára V. Júlíusdóttir
lögmaður að taka sæti Jónu. Lára
er settur ríkissaksóknari í máli
nímenninganna sem sakaðir eru
um árás á Alþingi í Búsáhalda-
byltingunni. Ekki náðist í Láru við
vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi.
Ekki náðist í Hlöðver Kjartans-
son, einn þeirra sem kjörinn var í
landsdóm. - bj / sjá síðu 10
Einn þeirra átta sem Alþingi hefur kosið til setu í landsdómi má ekki taka sæti í dóminum sökum aldurs:
Sex landsdómsmenn hyggjast taka sæti
STJÓRNMÁL „Mér þykir niðurstað-
an dapurleg,“ segir Björgvin G.
Sigurðsson, þingmaður Samfylk-
ingarinnar og fyrrverandi við-
skiptaráðherra, um niðurstöð-
ur atkvæðagreiðslu Alþingis um
landsdómsmálið. Þingið samþykkti
að ákæra Geir H. Haarde, fyrrver-
andi forsætisráðherra, en felldi til-
lögu um kærur á hendur Björgvini,
Árna M. Mathiesen og Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur.
Björgvin kveðst einlæglega
ánægður fyrir hönd Árna og Ingi-
bjargar en fyrst og fremst leiður
yfir því hvernig þetta fór, „enda
ítrekað komið fram að óljóst er
hvaða aðgerðir hefðu breytt stöðu
mála verulega mánuðina fyrir
hrun. Ég held að réttarhöld yfir
Geir Haarde hafi ekkert með rétt-
læti að gera.“
Spurður hvort hann efist ekki
um að rétt sé af honum að taka
sæti á þingi á ný svarar Björgvin
því til að þessir atburðir séu að
baki og áríðandi verkefni taki við
í þinginu.
„Ég lýsti því yfir þegar ég fór út
af þingi 14. apríl að ég vildi gefa
þingmannanefndinni fullt svigrúm
til þess að sinna þessu þunga verki
og hef í engu truflað störf hennar.
Meðal annars með því að tjá mig
ekki opinberlega um þessi mál í
að verða hálft ár. Nú hefur nefnd-
in klárað sitt verkefni og Alþingi
afgreitt tillöguna. Niðurstaðan er
fengin. Hún er sú að tillaga um að
ákæra mig fyrir landsdómi var
felld og þessum kafla er því lokið.
Því tek ég sæti mitt á Alþingi á ný í
samræmi við yfirlýsingu mína frá
því í vor og lyktir mála.“
Hvað sem heildarniðurstöðunni
líður sitja á þingi 27 menn – þar
af þrír í þingflokki Samfylkingar-
innar – sem vildu Björgvin fyrir
landsdóm. Hann telur þá staðreynd
ekki hafa áhrif á störf hans.
„Ég ber ekki kala til nokkurs
manns í eftirmála þessara atburða
og ber fulla virðingu fyrir skoðun-
um þeirra í þessu máli sem öðrum.
Nú sný ég mér að þeim verkefnum
sem ég var kjörinn til að sinna af
kjósendum í Suðurkjördæmi þegar
ég var kosinn 1. þingmaður þess,
mörgum mánuðum eftir fall fjár-
málakerfisins.“
Björgvin segir að nú skipti
mestu að skapa andrúmsloft sátta
og uppbyggingar og halda áfram.
Koma þurfi atvinnulífinu af stað
og öllum öðrum brýnum verkum
sem blasa við. „Við verðum að
vinna út frá þeirri stöðu sem uppi
er og í það mun ég einhenda mér af
fullum krafti.“
bjorn@frettabladid.is
SPURNING DAGSINS
Ber ekki kala til
nokkurs manns
Björgvin G. Sigurðsson segist leiður yfir niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar um
landsdómsákærur. Hann telur að réttarhöld yfir Geir H. Haarde hafi ekkert
með réttlæti að gera. Björgvin tekur sæti á Alþingi á ný eftir hálfs árs leyfi.
SNÝR AFTUR Björgvin G. Sigurðsson tekur á ný til starfa á Alþingi eftir tæplega hálfs
árs leyfi í kjölfar útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Niðurstaðan er
fengin. Hún er sú að
tillaga um að ákæra mig fyrir
landsdómi var felld og þess-
um kafla er því lokið
BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON
ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR
DÓMSMÁL Sakborningar í svoköll-
uðu Exeter-máli, fyrsta máli sér-
staks saksóknara sem fer fyrir
dóm, kröfðust þess að því yrði
vísað frá fyrir dómi í gær. Sak-
borningarnir, Jón Þorsteinn Jóns-
son, Ragnar Z. Guðjónsson og
Styrmir Þór Bragason, voru raun-
ar ekki viðstaddir fyrirtökuna í
málinu, en verjendur þeirra lögðu
fram kröfuna fyrir þeirra hönd.
Við fyrirtökuna lögðu verjend-
urnir jafnframt fram greinar-
gerðir sakborninganna þriggja.
Málið snýst um lánveitingar
Byrs til félagsins Exeter Hold-
ing, til kaupa á stofnfjárbréfum í
bankanum, meðal annars af sak-
borningunum og MP banka. - sh
Sakborningar óánægðir:
Vilja Exeter-
máli vísað frá
LÖGREGLUMÁL Lögreglan lýsir
enn eftir Andrési Tómassyni,
sem ekki hefur spurst til síðan á
föstudag fyrir
viku. Leit hefur
ekki borið
árangur og
er einnig lýst
eftir bifreið
Andrésar, sem
er ljósbrúnn
Suzuki Grand
Vitara, árgerð
2003, með núm-
erið LZ-195.
Lögreglan hefur leitað ítarlega
í nágrenni höfuðborgarsvæðis-
ins en ekki hefur enn verið kall-
að eftir aðstoð björgunarsveitar
sökum þess að erfitt er að ákveða
hvar leita skal. Einnig er búið að
kanna ýmsar vísbendingar frá
fólki víða um landið, en án árang-
urs.
Þeir sem kunna að hafa upplýs-
ingar um Andrés eða bifreið hans
eru beðnir um að hafa samband
við lögregluna í síma 444-1000.
- sv
Manns nú saknað í viku:
Ítarleg leit en
án árangurs
ANDRÉS
TÓMASSON
DÓMSMÁL Pálmi Haraldsson athafnamaður gerir
alvarlegar athugasemdir við að slitastjórn Glitnis
kjósi að stefna honum fyrir rétt bæði á Íslandi og í
Bandaríkjunum vegna sömu sakargifta. Hann segir
málsóknina sýna það óskiljanlega offors sem einkenni
starfshætti slitastjórnar og skilanefndar Glitnis.
Þetta kemur fram í greinargerð Pálma vegna
stefnu slitastjórnarinnar á hendur Pálma og fleirum
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Pálmi mótmælir því sem fram kemur í stefnu slita-
stjórnarinnar að hann og Jón Ásgeir Jóhannesson
hafi í raun í sameiningu ráðið hinum og þessum félög-
um og gefið viðskiptafyrirmæli sameiginlega.
Hann átelur einnig starfsmenn rannsóknarfyrir-
tækisins Kroll, sem slitastjórn bankans hefur fengið
til að rannsaka málið fyrir sína hönd. Pálmi fullyrðir
í greinargerðinni að núverandi og fyrrverandi starfs-
menn Glitnis hafi setið undir beinum hótunum við
yfirheyrslur hjá starfsmönnum Kroll.
Þess hefur verið krafist af starfsmönnum Glitnis
að þeir breyttu framburði sínum ef svör þeirra hafi
ekki uppfyllt væntingar Kroll, segir í stefnu Pálma. Í
ljós sé kominn samingur við fjármálastjóra bankans
þar sem slitastjórnin lýsi því yfir að fallið verði frá
því að gera kröfu á hendur honum sýni hann bankan-
um samstarfsvilja við upplýsingagjöf. - bj
Pálmi Haraldsson segir starfsmönnum Glitnis hótað við rannsóknir Kroll:
Tvær stefnur vegna sömu saka
KRÖFUR Pálmi Haraldsson segir að þess hafi verið krafist að
núverandi og fyrrverandi starfsmenn Glitnis breyttu framburði
sínum uppfyllti hann ekki væntingar rannsóknarfyrirtækis
slitastjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
JÓNA VALGERÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR