Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 10
10 1. október 2010 FÖSTUDAGUR FJÁRVAKUR – FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA EHF. REYKJAVÍKURFLUGVELLI I 101 REYKJAVÍK SÍMI 50 50 250 I FAX 50 50 259 FJARVAKUR@FJARVAKUR.IS WWW.FJARVAKUR.IS ÞESSAR TVÆR BRÉFAKLEMMUR ERU EKKI ALVEG EINS FJÁRVAKUR ER EKKI EINS OG ÖNNUR FJÁRMÁLAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Á ÍSLANDI Fjárvakur er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í umsjón bókhalds, launavinnslu og annarra fjármálaferla. Rúmlega 100 starfsmenn Fjárvakurs á Íslandi og í Eistlandi búa yfir áralangri reynslu og þekkingu á fjármálaferlum og vinnslu og dreifingu fjárhagsupplýsinga. Fjárvakur veitir trausta alhliða fjármálaþjónustu og ráðgjöf til meðalstórra og stórra fyrirtækja í þeim tilgangi að auka gæði og áreiðanleika upplýsinga og lækka kostnað. Fyrirtækið býður viðskiptalausnir í fremstu röð og framúrskarandi þjónustu. Notast er við niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun til að viðhalda og auka ánægju viðskiptavina. KYNNTU ÞÉR HVAÐ VIÐ GETUM GERT FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI ÍS L E N S K A S IA .I S I C S 5 13 40 0 9. 20 10 Margt er enn á huldu með framhald ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir lands- dómi. Ferill málsins fyrir dóminum er að mestu skýr í lögum. Ekki er jafn ljóst hvernig saksóknari í mál- inu á að rækja skyldu sína. Þá er ekki skýrt hvernig fer þegar skipunartími dómara rennur út í maí á næsta ári. Landsdómur verður á næstunni kallaður saman í fyrsta skipti frá upphafi til að fjalla um ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrver- andi formanni Sjálfstæðisflokks- ins og forsætisráðherra. Ferill málsins fyrir dómnum er í grunn- inn nokkuð skýr samkvæmt lögum, en álitaefnin eru mörg. Sum álitaefnin eru til komin vegna þess að þau lög sem gilda um landsdóm eru í grunninn frá árinu 1963. Þó ýmis atriði í lög- unum hafi verið lagfærð eftir það standa eftir ýmis atriði sem ekki eru í samræmi við nútímalegri lagaákvæði. Næsta skref í málinu verður væntanlega skipan saksóknara í málinu. Það er hlutverk Alþing- is. Jafnframt skipar Alþingi fimm manna nefnd sem verður saksókn- aranum innan handar. Hlutverk saksóknarans er að mestu afmarkað í lögum um lands- dóm, en þegar þeim sleppir taka lög um meðferð sakamála við. Þó Alþingi hafi ákveðið að höfða mál á hendur Geir H. Haarde hefur ákæra ekki verið gefin út. Málið hefur raunar ekki verið rannsak- að eins og venjan er um sakamál. Það er því hlutverk saksóknarans að rannsaka málið og finna gögn og vitni sem geta sannað ákær- urnar á hendur ráðherranum fyrr- verandi áður en formleg ákæra er gefin út. Jónatan Þórmundsson, sjálf- stætt starfandi prófessor í refsi- rétti, segir að samkvæmt lögunum geti saksóknarinn komist að þeirri niðurstöðu að rannsókn lokinni að ekki sé hægt að ákæra Geir fyrir öll þau atriði sem Alþingi tiltekur í þingsályktun sinni. Þá þarf saksóknarinn vænt- anlega að snúa sér að þingnefnd- inni sem Alþingi mun skipa til að aðstoða hann. Jónatan segir að saksóknarinn geti gert tillögu um að fallið verði frá því að ákæra fyrir ákveðin atriði, eða jafnvel að ákæran verði felld niður. Væru fleiri fyrir dómi gæti hann líka lagt til að ákærur á hendur einhverjum þeirra yrðu felldar niður þó aðrar stæðu áfram. Jónatan segir þó afar skýrt í lögum um landsdóm að saksóknarinn geti ekki bætt við sakarefnin, hann sé bundinn af þingsályktun Alþingis. Óvíst með dómendur Átta af fimmtán dómendum í landsdómi eru skipaðir af Alþingi til fimm ára í senn. Þeir sem nú eiga sæti í dóminum hafa setið þar frá 11. maí 2005, og rennur því þeirra tími í dóminum út í maí næstkomandi. Ekki er ljóst hversu langt málið verður komið á því stigi, hvort dómurinn verður byrjaður að fjalla um málið þegar skipunartími átt- menninganna rennur út. Sé málið komið á það stig væri mjög óheppi- legt, raunar næstum óhugsandi, að skipt verði um dómendur í miðjum klíðum, segir Jónatan. Eina fordæmið fyrir landsdóms- málinu er svokallað Tamílamál í Danmörku. Þar var Erik Ninn- Hansen, fyrrverandi dómsmála- ráðherra, sakfelldur. Hann skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niður- stöðu að ekkert væri við málsmeð- ferðina í Danmörku að athuga. Jónatan bendir á að Ninn- Han sen hafi meðal annars gert athugasemdir við að dómend- ur hafi að hluta til verið pólitískt skipaðir. Það sama á við um átta af fimmtán dómendum í lands- dómi. Niðurstaða Mannréttinda- dómstólsins hafi verið sú að ekk- ert hafi verið athugavert við þetta fyrirkomulag, þar sem dómend- urnir hafi ekki verið skipaðir til að dæma í þessu tiltekna máli, held- ur séu þeir skipaðir í dóminn til ákveðins tíma. Skipi Alþingi nýtt fólk í lands- dóminn á meðan ákveðið mál er í gangi fyrir dóminum vakna spurn- ingar um þetta atriði, segir Jón- atan. Ekkert sé að finna í lögum um hvernig skipa skuli í dóminn séu dómendur við störf í ákveðnu máli. Í öllu falli sé nær óhugsandi að skipt sé um dómendur í miðju máli. Verði það gert mun það þó ekki endilega eyðileggja málið, segir Jónatan. Það geti þó tafið það þar sem mögulega þurfi að endurtaka eitthvað sem þegar hafi komið fram. Óhugsandi að skipa nýja dómara FRÉTTASKÝRING: Hvernig verður ferill málsins hjá landsdómi? Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Ferillinn hjá Alþingi Ákvörðun um málshöfðun er gerð með þingsályktun á Alþingi að undangenginni meðferð þingnefndar Alþingis. Forseti Alþingis sendir forseta Hæstaréttar og ákærða tilkynningu um ákvörðun Alþingis. Alþingi kýs saksóknara til að sækja málið og annan til vara. Alþingi kýs fimm manna þingnefnd með hlutfalls- kosningu. Nefndin á að fylgjast með framgangi málsins og vera saksóknara til aðstoðar. Aðdragandi dómsmálsins Forseti landsdóms skipar ákærða verjanda, yfirleitt eftir ósk ákærða. Saksóknari Alþingis á að leita allra fáanlegra sannana fyrir kæruatriðum, undirbúa gagnaöflun og rannsókn á málinu. Hann á að gera tillögu til landsdóms um „viðeigandi ráðstafanir til að leiða hið sanna í ljós“. Forseti landsdóms kveður dómendur saman með „hæfilegum fyrirvara“. Líklegt er að væntanlegir dóm- arar tilkynni sjálfir ef þeir telja sig ekki hæfa til setu í dómnum af einhverjum orsökum. Forseti landsdóms gefur út stefnu á hendur ákærðu, sem honum er birt með venjulegum hætti. Forseti landsdóms ákveður í samráði við saksóknara og verjanda stað og stund fyrir fyrsta þinghald lands- dóms. Forseti landsdóms, eða dómurinn sjálfur hafi hann komið saman, getur ákveðið samkvæmt tilmælum saksóknara, verjanda eða ákærða „ef hentugt eða nauðsynlegt þykir“ að rannsókn ákveðinna atriða eða öflun tiltekinna gagna skuli fara fram fyrir héraðs- dómi. Úrskurðir héraðsdóms sem út úr slíkri vinnu koma eru kæranlegir til landsdóms. Þinghald hefst Málið er þingfest. Saksóknari leggur fram stefnu, ákæruskjal og sönnunargögn. Hann leggur einnig fram lista yfir þau vitni sem hann hyggst kalla fyrir dóminn. Í fyrsta þinghaldi skorar forseti landsdóms á sækj- anda og verjanda að benda á eitthvað sem þeir telja eiga að verða þess valdandi að dómari við landsdóm sé vanhæfur. Verði þess krafist að einhver dómari víki sæti kveður landsdómur upp úrskurð um þá kröfu. Víki dómari sæti á varamaður hans að taka sæti. Dómurinn þarf ekki að vera fullskipaður, en í það minnsta tíu dóm- arar verða að sitja í dóminum. Af þeim þurfa minnst fjórir að vera hæstaréttardómarar eða dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Verjandi fær frest til að leggja fram greinargerð og gögn sem sett verða fram hinum ákærða til varnar. Hann á þá jafnframt að leggja fram lista yfir þá sem vitni sem hann óskar eftir að komi fyrir dóminn. Réttarhöld í málinu hefjast Saksóknari leggur fram lista yfir þau vitni sem hann ætlar að kalla fyrir dóminn. Saksóknari gerir stutta grein fyrir ákæruatriðum og gögnum sem hann ætlar að styðjast við. Ákærði er spurður um afstöðu hans til ákærunnar, hann lýsir sig annað hvort sekan eða saklausan. Ákærði gefur skýrslu fyrir dóminum. Sækjandi, verj- andi og dómarar fá að spyrja hann um sakarefnin. Vitni eru leidd fyrir dóminn. Sækjandi, verjandi og dómarar spyrja.* Saksóknari flytur mál sitt munnlega fyrir dóminum. Verjandinn flytur mál sitt munnlega fyrir dóminum. Málið dómtekið Dómarar þinga um málið. Að loknum umræðum ganga dómarar til atkvæða. Afstaða meirihluta dóms- ins verður niðurstaðan. Sé staðan jöfn ræður atkvæði forseta dómsins, sem er forseti Hæstaréttar. Enginn tímafrestur er gefinn til að komast að niður- stöðu, en í lögum um landsdóm segir að dóm skuli kveða upp „svo fljótt sem við verði komið“. Dómurinn er lesinn í heyranda hljóði á dómþingi. Engin heimild er til að kæra málið til æðra dómstigs, og niðurstaða landsdóms því endanleg. Væntanlegur ferill máls fyrir landsdómi *Í lögum um landsdóm er fyrirkomulagið raunar þannig að fyrst eru vitni saksóknara leidd fyrir dóminn, og því næst flyt- ur saksóknari málið. Þegar því er lokið á að leiða vitni verjanda fyrir dóminn, og verjandinn flytur sitt mál. Sérfræðingum sem Fréttablaðið ræddi við þótti þó líklegt að öll vitni verði leidd fyrir dóminn áður en saksóknari flytur mál sitt. ALÞINGI Þingmenn munu fljótlega þurfa að ákveða hver verður saksóknari í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde. Saksókn- arinn þarf svo að finna vitni og sönnunargögn sem leiða hið sanna í málinu í ljós, hvort sem það bendir til sektar eða sakleysis Geirs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.