Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 18
18 1. október 2010 FÖSTUDAGUR VIÐTAL: Yngsti þingmaður Íslandssögunnar Víðir Smári Petersen er út- skrifaður klarínettuleikari, varð stúdent sautján ára, lauk BA-námi í lögfræði tví- tugur og tók sæti á Alþingi 21 árs í vikunni, yngstur allra Íslendinga. Kjartan Guðmundsson ræddi við Víði undir lok annasamrar viku. „Ég hef fengið alveg ótrúlega góðar viðtökur, bæði í þinginu sjálfu og svo frá fólki sem send- ir mér heillaóskir í gegnum síma, tölvupóst, Facebook og þar fram eftir götunum. Gamlir kennarar hafa haft samband við mig og svo fékk ég sms-skilaboð frá konu sem var yfirmaður minn þegar ég vann í 11-11 fyrir mörgum árum og er mjög þakklátur fyrir. En auðvit- að er ekki allt jafn jákvætt. Það er helst að einhverjir Moggablogg- arar séu að stimpla mig sem sjálf- stæðisuppa, eins og þeir halda að allir ungir sjálfstæðismenn séu, en jákvæðu viðbrögðin eru mun fleiri og vega vel upp á móti,“ segir Víðir Smári Petersen, sem á mánudag tók sæti á Alþingi yngstur allra Íslend- inga, en hann fagnar 22 ára afmæli sínu eftir rétt rúman mánuð. Hann segist stoltur af árangrin- um, þótt ekki hafi það verið honum sérstakt keppikefli að verða yngsti þingmaður Íslandssögunn- ar. „Kannski verð ég spurning í Gettu betur einhvern daginn. Það yrði mikill heiður,“ segir hann og hlær. Leið illa eftir atkvæðagreiðslu Á mánudag lenti Víðir í þeirri sér- stöku stöðu að hefja sinn þing- mannsferil í miðjum umræðum um hvort höfða ætti mál gegn fyrrum ráðherrum fyrir landsdómi, mál sem Víðir segir eitt það sérstæð- asta og sögulegasta sem Alþingi hefur tekist á við í gegnum tíðina. „Það var í raun skemmtilegt að þetta skyldi hittast svona á því ég hef mikinn áhuga á mannrétt- indum, er meðal annars að skrifa mastersritgerðina mína í lögfræði um mannréttindi og landsdóms- málið er einkar áhuga- vert út frá slíkum sjón- armiðum,“ segir Víðir Smári. „Í jómfrúarræðunni lagði ég höfuðáherslu á þá staðreynd að ráð- herrarnir fengu ekki að svara fyrir sig frammi fyrir þingmannanefnd- inni, og því grundvallar sú nefnd niðurstöðu sína í raun á skýrslu annarr- ar nefndar sem hafði allt öðru hlutverki að gegna. Tæknilega séð voru fjórir ráðherrar sakaðir um að hafa valdið heilu banka- hruni, en enginn þeirra var kallaður fyrir þing- mannanefnd. Svona lagað á ekki að þekkjast í lýð- ræðislegu þjóðfélagi.“ Aðspurður segir Víðir Smári að honum hafi liðið illa þegar niður- staða atkvæðagreiðslunnar á mið- vikudag leiddi í ljós að Geir Haarde verður einn ráðherranna dreg- inn fyrir landsdóm. „Það var allt annað en þægileg tilfinning að sjá hvernig atkvæði sumra þingmanna Samfylkingarinnar féllu eftir pólit- ískum línum. Það er í raun sorglegt að Geir skuli hafa verið handval- inn á skipulagðan hátt, og enn verr leið mér þegar ég heyrði þingmenn Hreyfingarinnar halda því fram að boða þyrfti til kosninga vegna þess að hinir ráðherrarnir verða ekki ákærðir. Ég hef margt og mikið á móti þessari ríkisstjórn og vil að hún sitji sem styst, en í þessu til- viki voru þingmenn Hreyfingar- innar að staðfesta þá skoðun sína að þetta mál væri eingöngu pólit- ískt,“ segir Víðir. Enginn félagslegur nörd Vikan hefur því að sönnu verið annasöm hjá þingmanninum unga, en Víðir Smári er þó vanur því að hafa meira en nóg að gera. Þessa dagana sækir hann tíma í lögfræði- námi sínu við Háskóla Íslands (HÍ) og vinnur þar að auki að meistara- ritgerð sinni í faginu eins og áður sagði, auk þess sem hann vinn- ur hálft starf hjá lögmannsstof- unni LEX sem laganemi og sinn- ir aðstoðarkennslu við HÍ. Þá situr Víðir í stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna, er ritstjóri Stefnis, tímarits um þjóðmál og varamað- ur í lista- og menningar- ráði Kópavogsbæjar. Líklegt er að margir muni eftir Víði sem kepp- anda í spurningaþættin- um Útsvari á RÚV, en þar stóð hann uppi sem sigurvegari tvö ár í röð ásamt félögum sínum í liði Kópavogs. Hann keppti einnig í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, fyrir hönd Menntaskól- ans í Kópavogi í þrjú ár og gegndi stöðu þjálfara liðsins í önnur þrjú ár. Víðir varð stúdent ein- ungis sautján ára gamall, hóf þá einnig háskólanám sitt og útskrifaðist með BA-gráðu í lögfræði tví- tugur. Þá lauk hann burtfararprófi í klarínettuleik frá Tónlistarskóla Reykjavíkur fyrir tveimur árum og hefur verið formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar unga fólks- ins undanfarin þrjú ár. „Ég hef mikinn áhuga á að mennta mig enn frekar í lögfræði og tónlist og hef trú á því að vel sé hægt að sameina framhaldsnám í þessu tvennu,“ segir Víðir. Spurður hvort slíkt annríki bitni á félagslíf- inu segir hann svo ekki vera. „Heil- brigt félagslíf er nauðsynlegt til að halda sönsum. Ég er kannski nörd í námslegu tilliti en ég vil ekki meina að ég sé félagslegt nörd. Ég á fullt af góðum vinum sem ég hitti reglulega, er mjög virkur í félags- starfi og bý með kærustunni minni til fjögurra ára á Sólvallagötu í Reykjavík,“ segir Víðir og bætir við að hann gerist seint KR-ingur þrátt fyrir nálægðina við vestur- bæjarstórveldið. „Ég æfði bæði fót- bolta og handbolta með HK fram á unglingsár, en Kópavogshjartað sló samt ansi ört þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari um síðustu helgi.“ Hreifst af Jóni Sigurðssyni Víðir gerðist snemma fróðleiksfús að eigin sögn, las mikið og fylgd- ist vel með fréttum frá unga aldri, og sjö ára gamall trúði hann grunn- skólakennaranum sínum fyrir því að hann ætlaði að keppa í Gettu betur þegar hann yrði stór. „Mark- miðið varð því snemma að viða að mér þekkingu, auk þess sem ég hef alltaf haft gríðarlega gott minni. Enn þann dag í dag get ég rifjað orðrétt upp sögur sem pabbi sagði mér þegar ég var sjö ára,“ segir hann og skellir upp úr. Hann segir stjórnmálaáhugann hafa kviknað um þrettán ára ald- urinn þegar hann fræddist um Jón Sigurðsson í mannkynssögutímum í grunnskóla. „Jón Sigurðsson var þjóðhetja og í gegnum hann varð mér ljóst að það er mögulegt að gera eitt- hvað sem skiptir máli, sem skilur eitthvað eftir sig. Brjóstvitið leiddi mig til hægri og fimmtán ára gam- all var ég kominn í stjórn Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Til að byrja með var ég íhaldssamur og trúði því til dæmis að ríki og kirkja ættu fullkomna samleið, en með árunum hef ég orðið mun frjálslyndari. Núna tel ég fráleitt að ríkið skipti sér af því hvað fólk aðhefst í sínum frístund- um. Ég á ekkert að skipta mér af því hverju fólk trúir eða hverrar kynhneigðar það er,“ segir Víðir. Hann bætir við að æskuheimilið hafi verið fremur ópólitískt. „Pabbi kennir stjórnmálafræði í MK og heldur hlutleysi sínu, bæði gagn- vart nemendum sínum og börnum. Það er reyndar dálítið fyndið að á tímabili var ég formaður ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, en á sama tíma var Emil bróðir minn formaður ungra Vinstri grænna í Kópavogi. Ég veit ekkert hvað for- eldrar mínir kjósa, en þegar ég var þriggja ára fékk ég að fara með pabba inn í kjörklefa og hann leyfði mér að velja bókstafinn. Eini staf- urinn sem ég þekkti var stafurinn minn, V, og því kaus pabbi Kvenna- listann það árið.“ Á ekki að halda með flokknum Víðir segist sannfærður um ágæti sjálfstæðisstefnunnar, þótt Sjálf- stæðisflokkurinn hefði mátt fylgja sinni eigin stefnu betur síðastlið- in ár. „Stefnan byggir á því að hver og einn fái notið sín sem best og frelsi og mannréttindi séu virt. Því miður kemst það sjaldan til skila að mannréttindi séu í háveg- um höfð í flokknum, heldur hefur hann afar harða ímynd. Á valda- tíma sínum hefur Sjálfstæðisflokk- urinn gert margt gott, en líka mörg mistök eins og að stórauka ríkisút- gjöld og sjá ekki til þess að eignar- haldi á bönkunum yrði dreift. Níu- tíu prósenta lán Íbúðalánasjóðs hefðu heldur aldrei komið til ef flokkurinn hefði verið trúr stefnu sinni,“ segir Víðir og bætir við að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að hlusta betur á unga fólkið sitt á sínum tíma. „Ungir sjálfstæðis- menn hafa verið samviska flokks- ins í gegnum tíðina og ég ætla ekki að hætta því. Það á ekki að halda með flokknum sínum eins og fót- boltaliði.“ Tækifærin eru í nýsköpun Víðir settist á þing sem varamaður og telur litlar líkur á að kallað verði á hann aftur á þessu kjörtímabili. Ef svo yrði myndi hann leggja höf- uðáherslu á atvinnu- og skattamál. „Það þarf að hvetja fólk til að halda áfram að stofna fyrirtæki og styðja við nýsköpun. Þar liggja tækifærin okkar í dag,“ segir Víðir Smári. Verð kannski spurning í Gettu betur UNGUR Á ALÞINGI Víðir Smári er sannfærður um ágæti sjálfstæðisstefnunnar, en telur þó að ekki eigi að halda með flokkum eins og fótboltaliðum. „Ungir sjálfstæðismenn hafa verið samviska flokksins í gegnum tíðina og ég ætla ekki að hætta því,“ segir Víðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÓPAVOGSSYSTKINI Víðir Smári , fyrir miðju, ásamt Emil bróður sínum til hægri og Herði og Bryndísi til hægri. Emil var um tíma formaður ungra Vinstri grænna í Kópa- vogi á meðan Víðir var formaður ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Víðir Smári settist á þing sem varamaður á mánudag og sló þar með met Sigurðar Magnússonar, sem var 23 ára gamall þegar hann settist á þing sem varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík árið 1971. Yngsti maðurinn sem hefur náð kjöri sem þingmaður er hins vegar Gunnar Thoroddsen, sem einnig var 23 ára þegar hann settist á þing með fullt umboð. Yngstu þingmennirnir GUNNAR THORODDSEN SIGURÐUR MAGNÚSSON Jón Sig- urðsson var þjóðhetja og í gegnum hann varð mér ljóst að það er mögulegt að gera eitthvað sem skiptir máli, sem skilur eitthvað eftir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.