Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 61
FÖSTUDAGUR 1. október 2010 41 Leikhús ★★★ Skepna, einleikur á Norður- pólnum Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálm- arsson Leikari: Bjartmar Þórðarson Það var ekki skepnan sem dó í þetta sinn heldur skepnan sem lifnar við innra með þeim sem ekki hafa notið nógu góðs atlætis. Mikið er um einleiki á síðustu tímum og til þess að þeir virki þarf sagan sem þeir byggja á að vera skemmtileg eða athyglisverð. Í hinu bráðskemmtilega nýja leik- húsi úti á Seltjarnarnesi, Norður- pólnum, stendur Bjartmar Þórðar- son og segir okkur sögu um mann sem átti sér þann draum heitastan að gera kvikmynd. Bjartmar stekk- ur milli hlutverka og gerir það vel. Talar skýrt en gefur sér heldur lít- inn tíma til að leyfa hugsununum að fæðast. Áhorfendur sitja í bogadreginni línu á tveimur stólaröðum og leikar- inn leikur í öðrum boga á móti þeim. Lýsing og hljóðmyndir voru einkar skýrar og smart. Þetta er einföld sýning með örfáum ljósum, raddir heyrast af bandi, á sviðinu stendur einn maður og segir sögu sína og sinna nánustu. Hann stekkur milli atriða og heldur athyglinni allan tímann. Bjartmar á ekki í nokkrum erfiðleikum með að kitla hláturtaug- ar áhorfenda sinna en hitt er annað mál að valið á túlkuninni á kærust- unni og fleiri persónum var heldur innihaldslaust eða klisjukennt. Ungur maður drepur föður sinn. Hægt og rólega sagar hann gamla manninn niður í stykki og brennir fyrir þannig að ekki blæði úr. Þetta eru upplýsingar sem koma til áhorf- enda í frásögn en ekki myndgerð. Faðirinn hafði ekki staðið sig í sínu hlutverki og því er hér um sæta hefnd að ræða. Ungi maðurinn lifir fyrir hug- mynd sína um að gera bíómynd um líf sitt og hittir alls kyns pótintáta sem auðvitað hafa meiri áhuga á dópi, búsi og öðrum frægum held- ur en honum. Bjartmari tekst mjög vel að koma þróun persónu sinnar til skila. Það er úr sakleysi yfir í ein- beittan brotavilja, svo notað sé nú mesta tískuorð nútímans. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikstýrir og er ábyrgur fyrir tón- listinni sem var mjög smart. Hún elti vel uppi það ástand sem ríkti og skelfdi á köflum. Glæpurinn hér birtist aftur og aftur á ýmsum stöðum í frásögn- inni og leikstíllinn er líka mikið í endurtekningum eins og gengið í hringi, engu að síður hélt Bjart- mar athygli áhorfenda sinna allan tímann og þó svo að manni hefði fundist áhugaverðara að ná sér í yrkisefni til einleiks úr eigin ranni þá gekk þetta alveg upp. Það er líka gott að hlæja og láta sér bregða í mátulegum skömmt- um. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Athyglisverð og vel leikin sýning. Úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja BJARTMAR ÞÓRÐARSON Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari heldur tvenna einleikstón- leika í Selinu á Stokkalæk í kvöld klukkan 20 og á morgun klukkan 16. Þar mun hann flytja 24 prel- údíur eftir Frédéric Chopin, part- ítu í c-moll eftir Johann Sebasti- an Bach og nokkrar útsetningar sínar á íslenskum sönglögum. Verk Chopins og Bachs munu verða á geisladiski sem Víking- ur Heiðar tekur upp í Þýskalandi í október og kemur út undir lok nóvember hjá útgáfufyrirtæki hans Hands on Music. Uppselt er á tónleikana á laugardag en nokk- ur sæti laus í kvöld. Víkingur og Bach í Selinu Pétur Gunnarsson hefur umsjón með tveggja kvölda námskeiði um Þórberg Þórðarson í Gerðu- bergi mánu- daginn 11. og miðvikudag- inn 13. októb- er. Pétur er öðrum fróðari um manninn og skáldið Þór- berg, en hann ritaði bækurn- ar Í fátæktar- landi og Í for- heimskunarlandi, þar sem hann endurskapaði þroskasögu Þór- bergs sem rithöfundar og ein- staklings. Í tilkynningu frá Gerðabergi segir að þótt nokkuð sé um liðið síðan Þórbergur yfirgaf sviðið, hafi hann sjaldan verið jafn nær- verandi og nú, enda hafa birst um hann verk sem byggja á því ríku- lega heimildasafni sem hann lét eftir sig á undanförnum árum. Ætlar Pétur að freista þess að vekja hugboð um þessa þróun og efna til stefnumóts við höfundinn og verk hans. Öðrum kennt í Gerðubergi PÉTUR GUNNARSSON VÍKINGUR HEIÐAR Heldur tvenna ein- leikstónleika.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.