Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 28
28 1. október 2010 FÖSTUDAGUR Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjáv- arútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylking- arinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylk- ingarinnar um að fyrna aflaheim- ildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda. Ég fullyrði, að ef Samfylkingin hefði ekki lofað fyrningarleiðinni í sjávarútvegin- um væri hún ekki við völd í dag. Tvær leiðir lagðar fram Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningar- leiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið. Samningaleið byggir á því að kerf- ið verði að mestu óbreytt, útgerð- in haldi veiðiheimildum sínum, fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott. Úr þessum potti verði úthlutað eftir byggðasjónar- miðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað. Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar. Talað er um að útgerðin fái jafnvel veiði- heimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvóta- kóngarnir betur að vígi en sam- kvæmt eldra kerfi. Það er þá verr af stað farið en heima setið. Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigu- tilboðsleið. Það er útfærsla á fyrn- ingarleið. Gert er þar ráð fyrir, að útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætl- að er, að þessi leið gæfi 15 millj- arða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð. Alger svik á kosningaloforði Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosn- ingaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmál- ans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum. Það er auðvitað fræði- legur möguleiki á því að ríkis- stjórnin fari ekki eftir tillögum „sáttanefndar“. En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefnd- arinnar út af borðinu. Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnar í þessu máli. Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst, að ætlun hans var sú, að nefndin mundi leggja fram ein- hverja moðsuðu eða tillögur, sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni. Það hefur gerst. Að mínu mati var það út í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleið- ina. Vitað var að samtök útgerðar- innar voru á móti fyrningarleið- inni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmál- ans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrir- svarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðar- menn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki. Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarf- ið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. Kjósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin, sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú, því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja. Fyrningarleiðin svikin Milli áranna 1990 og 1995 fór árlegur útflutningur á hug- búnaði úr nánast engu í 800 milljón- ir króna. Á sama tíma tvöfaldaðist útflutningur á fiskvinnsluvélum og rafeindavogum; sala lyfja og stoð- tækja meira en tífaldaðist. Samtals var útflutningur hátæknigreina árið 1995 aðeins um 1% af gjaldeyr- istekjum. Árið 2006 skiluðu þær um 6% af gjaldeyristekjum og útflutn- ingur á hugbúnaði losaði 6 milljarða króna. Ársvelta tölvuleikjafyrir- tækisins CCP var orðin vel yfir 5 milljarða króna árið 2009. Og auð- velt að benda á fleiri þekkingar- fyrirtæki sem eru orðin eða stefna í að verða stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Á sama tíma var árs- velta eins stærsta sjávarútvegsfyr- irtækis landsins, HB Granda, um 20 milljarðar. Þessi grein er síðasta af þremur greinum okkar um tengsl atvinnu- stefnu og nýsköpunar. Markmið okkar er að benda á þá þverstæðu sem felst í því að hvetja til aukinnar auðlindanýtingar um leið og tæki- færi blasa við til alþjóðlegra sam- keppnishæfrar nýsköpunar. Þrátt fyrir bólu og hrun lifir vísir að alþjóðlegri nýsköpun Á 20. öld þróaðist Ísland frá því að vera eitt af fátækustu ríkjum Evr- ópu í að vera eitt af þeim ríkustu sé tekið mið af þjóðartekjum á íbúa. Í kjölfar uppbyggingar á norrænu vel- ferðarkerfi, útfærslu landhelginnar, markvissra fjárfestinga í sjávarút- vegi, fríverslunarsamninga og all- víðtækrar einkavæðingar var hag- kerfi landsins við upphaf 21. aldar eitt það opnasta í heimi, menntun að eflast, víðtæk fyrirtækjatengsl til staðar í mörgum atvinnugrein- um, vísir að alþjóðlega samkeppn- ishæfri nýsköpun og góður aðgang- ur að erlendu fjármagni. Nokkrum árum síðar hrundi bankakerfið. Allt fram á miðjan áttunda ára- tuginn snerist nýsköpun á Íslandi fyrst og fremst að taka upp nýj- ungar að erlendri fyrirmynd. Vendipunkturinn varð þegar hægt var að umbreyta sjávarútveg- stengdri þekkingu og verkfærni í þekkingu til framleiðslu á alþjóð- lega samkeppnishæfum lausn- um. Frumkvöðlar í sjávarútvegi opnuðu dyrnar og fljótlega fór að bera á svipuðum sprotum í öðrum atvinnugreinum, s.s. Össur sem nýtti sér nýjungar í efnistækni til þróunar stoðtækja. Fjölþætt mennt- un erlendis tók að skila sér í hagnýt- um verkefnum á sviði útflutings. Í stað þess að styrkja þennan vísi að alþjóðlegri nýsköpun hafði einka- væðing og útrás bankanna þver- öfug áhrif. Þrátt fyrir erfiða stöðu hafa á síðstu árum þróast allmörg þekkingarfyrirtæki sem hafa vaxið innan sérhæfðra markaða á alþjóða- vettvangi og hafa nær allar sínar tekjur erlendis frá. Þessi fyrirtæki voru mörg hver ósýnileg þegar öll athyglin beindist að uppgangi fjár- málakerfisins og stórtækra alþjóð- legra fjárfestinga. Í dag hafa mörg þeirra víðtæka möguleika til vaxtar en skortur á starfsfólki er að verða aðkallandi á sumum sviðum. Uppbygging á grunngerð netheima skapar fjölmörg ný tækifæri Stærstu fyrirtæki heims segja oft til um þá grunngerð samfélagsins sem er að byggjast upp á hverjum tíma. Á 20 öldinni voru það olíu- fyrirtæki og bílaframleiðendur. Í lok aldarinnar var tölvutækni að breytast í upplýsingatækni og Mic- rosoft var stærsta fyrirtæki heims- ins. Nú er upplýsingatæknin orðin að netheimum og Google, sem var stofnað 1998, að verða eitt öflug- asta fyrirtæki heims. YouTube var stofnað 2005 (nú í eigu Google), Wikipedia 2001, Skype 2006, Face- book 2004. Öll þessi fyrirtæki hafa fleiri hundruð milljónir notenda um allan heim og eru mikilvægur hluti af daglegu lífi margra Íslendinga, sérstaklega yngri kynslóðarinnar. Fimm árum eftir stofnun fésbók- arinnar vísaði forseti Íslands til undirskrifta á þeim vettvangi sem meginröksemd fyrir að hafna niður- stöðu meirihluta Alþingis í IceSave- deilunni. Í netheimum er uppbygging í fullum gangi, bæði á grunngerð og framboði á þjónustu. Þar eru fjöl- mörg verkefni fyrir handverksfólk á sviði tækni og lista því svipað og í raunheimum þarf tækni, notagildi og fagurfræði að spila saman ef vel á að vera. Hugmyndir flæða á milli net- og raunheima sem hafa gang- kvæm áhrif hver á annan. Fámenni eyríkisins takmarkar ekki stærð markaðarins, flutningskostnaður er óverulegur og lítil sem engin fjár- festing í tækjum og búnaði. Það sem þarf er fólk sem skilur þarfirnar og hefur sérþekkingu og færni til að uppfylla þær. Hér er aðalatriðið að nú þegar er búið að leggja til meginforsend- urnar hér á Íslandi til þess að taka þátt í þessari uppbyggingu; mennta- kerfi og starfsvettvang. Ekki þarf stórfelldar fjárfestingar með láns- fjármagni sem ekki er til. Mennta- kerfið er hluti þeirra samgæða sem almenn sátt er um og starfsvett- vangurinn byggir á grunngerð Int- ernetsins sem er að mestu til staðar. Flöskuhálsinn er í flestum tilfellum fólkið. Úreltar lausnir mega ekki byrgja sýn Hér er komið að þeirri alvarlegu þverstæðu sem bent hefur verið á í greinunum tveimur sem þegar hafa verið birtar. Að litið sé á að samfélagið sé á tæknistigi milli- stríðsáranna og að ríkisvaldið þurfi að hafa frumkvæðið með því að leggja fram fjármuni til að búa til atvinnutækifæri. Að það sé talið árangursríkt að þróa og efla starfs- greinar með óhagkvæmum fjár- festingum sem skili fáum störfum. Að hægt sé að ganga stöðugt lengra í nýtingu takmarkaðra náttúruauð- linda í nafni sjálfbærni. Á sama tíma virðast blasa við ótakmörkuð tækifæri til óefnislegrar og alþjóð- legrar nýsköpunar sem er mann- aflsferk, aflar gjaldeyristekna og þarfnast lítils lánsfjármagns. Tækifæri sem horfa til framtíðar frekar en til fortíðar. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda í atvinnumál- um á næstu misserum er að stand- ast þrýsting um gamaldags lausnir á núverandi vanda þjóðarinnar. Þar dugar ekki að vísa til fagurra orða í stefnuyfirlýsingu um nýsköpun og sjálfbærni. Það þarf að standa við þau. Úreltar lausnir byrgi ekki sýn Sjávarútvegsmál Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Atvinnustefna og nýsköpun Rögnvaldur J. Sæmundsson og Örn D. Jónsson dósent við HR og prófessor við HÍ Mikilvægasta verkefni stjórnvalda í atvinnumálum á næstu misserum er að standast þrýsting um gamaldags lausnir á núverandi vanda þjóðarinnar. Í greinum sínum í Fréttablaðinu 4. september og 25. septemb- er gagnrýnir Snorri Baldursson greinar mínar í sama blaði frá 26. ágúst og 2. september þar sem ég mótmæli áformum umhverfisráð- herra um herferð gegn lúpínu og skógarkerfli hér á landi. Gagnrýni mín beinist að þeim forsendum sem gefnar eru fyrir herferðinni. Annars vegar hvernig Ríó-samn- ingurinn um líffjölbreytni er túlk- aður og hins vegar þeirri staðhæf- ingu að lúpína og skógarkerfill séu framandi tegundir og raunveruleg ógn við meinta líffjölbreytni hér á landi í skilningi samningsins. Við Snorri virðumst ekki ósam- mála um skilgreiningarnar í samn- ingnum en hins vegar um það hvað þær þýða fyrir okkur hér á landi. Snorri segir: „Það hefur verið stað- fest með rannsóknum að alaska- lúpína breiðist ekki aðeins yfir lítt grónar auðnir heldur einnig ýmsar gerði af algrónu landi svo sem mosaheiðar og lyngmóa. Þar sem hún fer yfir kæfir hún staðar- gróður, dregur stórlega úr tegunda- auðgi og eykur einsleitni í gróður- fari. Útbreiðsla alaskalúpínu er því klárlega ógn fyrir þann lífbreyti- leika sem fyrir er á svæðinu.“ Ég vek athygli á þessu orðalagi Snorra. Umræðan er af hendi Snorra bund- in við afmarkað svæði rannsókna- svæði og þær háplöntur sem þar eru fyrir – svæði þar sem gróðri hefur áður verið stórleg raskað og víða eytt af manna völdum. Engar rannsóknir hafa mér vit- anlega verið gerðar á útbreiðslu lúpínu í algrónu, áður óröskuðu landi. Staðhæfingin um að lúp- ínan fari lítið sem ekkert inn á algróið, óraskað land stendur þar til rannsóknir hafa ótvírætt sýnt annað. Lyngheiðar eru hvergi að hverfa undir lúpínu. Einstakar lyngbreiður verða einungis fyrir áhrifum þar sem þær eru hluti af landi sem er rofið vegna ofbeitar um langan tíma líkt og í Hrísey og víðar í grennd við þéttbýli. Sama ástand má sjá á heiðunum fyrir ofan höfuðborgarbyggðina þar sem skörp skil eru milli lúpínugróinna rof svæða og algróinna lyngmóa. Rannsóknir hafa beinst að landi sem hefur verið ofbeitt, raskað eða er nánast gróðurlaust af nátt- úrulegum ástæðum. Þar á lúpínan greiðan aðgang og er ekki um það deilt. Við slíkar aðstæðu getur það vissulega verið að fyrstu áhrif lúp- ínu séu ógn við „þann fjölbreyti- leika sem fyrir er á svæðinu“ þegar lúpínan kemur til skjalanna ef líf- fjölbreytileikinn er metinn á mæli- kvarða fjölda þeirra háplantna sem vaxa við upphafið á landnámi lúpínunnar. En þá er mælikvarð- inn á fjölbreytnina sú afmarkaða tegundafjölbreytni háplantna sem sumir líffræðingar kjósa að telja við slíkar aðstæður á afmörkuðum stað. Það er hins vegar hugmynda- fræðilega lituð túlkun hugtaksins biodiversity í Ríó-sáttmálanum og jafngildir því að standa eigi vörð um manngerðar auðnir og ofbeitt lönd hér á landi. Látið er undir höfuð leggjast að rannsaka áhrifin á aðra þætti í fjölbreytni lífríkisins sem og áhrifin á gróð- urframvindu yfir lengri tíma, ekki síst landnám tegunda eins og birkis, víðis, berjarunna – bæði innlendra og aðfluttra tegunda – í kjölfar lúpínunnar. Hvorki er reiknað með áhrifunum á örveru- flóru og jarðvegsdýr sem eru und- irstaða jarðvegsmyndunar, grósku og aukinnar framleiðslugetu gróð- urlendisins. Ekki er heldur reikn- að með fjölgun skordýra, fugla og spendýra sem með margvíslegum hætti hagnýta sér hið nýja gróður- lendi sem lúpínan og aukin gróður- fjölbreytni skapar. Þetta verður að teljast mjög sérstök og einstreng- ingsleg, grasafræðileg túlkun á hugtakinu líffjölbreytni. Sannleikurinn er sá að engar rannsóknir hafa sýnt fram á að einstökum tegundum plantna eða upprunalegum gróðurhverfum sé raunverulega hætt hér á landi þótt sumar tegundir séu sjaldséðar og að vissulega séu í gangi töluverðar breytingar á útbreiðslu ýmissa teg- unda í kjölfar friðunar og hlýnandi veðurfars. Engin íslensk plöntuteg- und er einlend – þ.e. vex einungis á Íslandi og engu öðru landi. Það ber að sjálfsögðu að athuga að Ísland er afar tegundafátækt miðað við ríkjandi vaxtarskilyrði í saman- burði við grannlöndin og að ofnýt- ing gróðurlendisins hefur valdið verulegri rýrnun þess. Mikilvæg- ar tegundir hafa vikið fyrir beit- inni eins belgjurtir og skógar- tegundir. Landið er því mjög opið fyrir aðflutningi nýrra tegunda – bæði með og án hjálpar manns- ins. Reyndar hníga sterk rök að því að stór hluti tegunda hinnar íslensku flóru hafi borist hingað með mönnum á búsetutímanum. Ég get vissulega fallist á að ekki séu allar þessar nýju tegundir æskilegar og sumar valda okkur óþægindum. Það á reyndar bæði við um innfluttar og svokallað- ar innlendar tegundir. En það er bæði óraunhæft og siðferðilega vafasamt að hefja opinbera her- ferð gegn þeim. Ekki verður séð á hvaða forsendum á að velja líf- verur eftir gildishlöðnum orðum, „framandi“ uppruna og meintri „ágengni“ þeirra. Reyndar sést það í alþjóðlegri umræðu að þessi hugtök eru að verða mjög umdeild meðal líffræðinga, gagnstætt því sem Snorri virðist halda. Sem ræktunarmaður hef ég að sjálfsögðu ekkert að athuga við það að í stefnumótun opinberra aðila í landgræðslu og skógrækt sé forgangsraðað og ákveðið hvar – og hvar ekki – eigi að stunda upp- græðslustarf eða hvaða tegund- ir eigi – eða eigi ekki – að nota á hverjum stað. Ég hef heldur ekk- ert að athuga við það þótt grisj- að sé og „illgresi“ (röng planta á staðnum!) sé upprætt. Það geri ég sjálfur í eigin ræktunarstarfi og ræðst bæði af smekk og ræktun- armarkmiðum. Einnig eru stórir hlutar landsins þar sem náttúru- öflin eiga að njóta sín án aðgerða okkar – nema þar sem þörf er vegna öryggis landsmanna eins og á Mýrdalssandi. En það þarf ekki að vísa til Ríó-sáttmála og kynda undir órökstuddan ótta við eyðingu á líffjölbreytni eða etja til andúðar á aðfluttum eða erlendum tegund- um og efna til eiturefnaherferð- ar gegn þeim til að þess að stunda slíkt ræktunarstarf hér á landi. Umræða um lúpínu og líffjölbreytni og svar við gagnrýni Líffjölbreytni Vilhjálmur Lúðvíksson áhugamaður um náttúru Íslands, sjálfbæra ræktun og aukna líffjölbreytni Ekki verður séð á hvaða forsendum á að velja lífverur eftir gildishlöðn- um orðum, ,,framandi“ uppruna og meintri ,,ágengni“ þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.