Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 66
1. október 2010 FÖSTUDAGUR
TAKTU
ÞÁTT!
SENDU SMS
-IÐ EST BUD
DY
Á NÚMER
IÐ 1900.
ÞÚ GÆTIR U
NNIÐ!
FRUMSÝNDUR 7. OKTÓBER Í AUSTURBÆ
Kvöldstund með Frímanni
Gunnarssyni og gestum fór
fram í Háskólabíói á mið-
vikudagskvöld. Gestir voru
ánægðir með fjölþjóðlegt
grín sem þar var á boðstól-
um.
Ásamt Frímanni Gunnarssyni
komu fram Frank Hvam og Casp er
Christensen best þekktir úr Klovn-
sjónvarpsþáttaröðinni, Jón Gnarr
borgarstjóri, Ari Eldjárn úr Mið-
Íslandi auk annarra þekktra grín-
ara.
„Mér fannst þetta alveg frábær
sýning,“ segir Þrúður Vilhjálms-
dóttir, leikkona, sem er bekkjar-
systir Gunnars Hanssonar úr
Leiklistarskólanum. „Strákarn-
ir í Klovn voru líka skemmtileg-
ir.“ Ragnar Bragason leikstjóri
tók í sama streng. „Sýningin var
glimr andi fín og kvöldið vel lukkað
í heildina. Gunnar fór á kostum.“
Margt var um manninn eins og sjá
má af myndunum en einungis var
um að ræða eina sýningu. - sf, afb
Glaðir gestir Frímanns
HRESS Anna Ólafsdóttir og Guðjón Már Guðjónsson, eitt sinn kenndur við Oz, mættu
galvösk á sýningu Frímanns. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Skemmtun ★★★
Kvöldstund með
Frímanni Gunnarssyni
Fram komu: Gunnar Hansson
sem Frímann Gunnarsson, Ari
Eldjárn, André Wickström, Linda
Mahala, Frank Hvam, Casper
Christensen, Jón Gnarr o.fl.
Leikstjóri: Ragnar Hansson
Nýjustu þættir bræðranna Ragn-
ars og Gunnars Hanssona, Mér er
gamanmál með Frímanni Gunn-
arssyni, lofa mjög góðu. Í þáttun-
um ferðast Frímann um Norður-
löndin og hittir vinsæla grínista
í hverju landi. Til að fagna þátt-
unum var haldið skemmtikvöld í
Háskólabíói á miðvikudagskvöld
þar sem Frímann kom fram ásamt
nokkrum grínistum úr þáttunum
og öðrum fyndnum.
Eftir vonlaust, uppskrúfað en
alls ekki tilgangslaust atriði frá
syngjandi kontrabassaleikara steig
fyrsti grínistinn á svið. Ari Eld-
járn hóf leikinn af krafti og náði
troðfullum salnum auðveldlega á
sitt band. Ari fór hratt yfir, dritaði
bröndurunum yfir viðstadda sem
átu hreinlega úr lófa hans.
Næstur á svið var einn vinsæl-
asti grínisti Finna, André Wick-
ström. Hann stóð sig mjög vel,
þrátt fyrir að geta augljóslega
ekki flutt grínið á eigin tungumáli.
Tungumál voru reyndar hálfgert
þema kvöldsins, þrátt fyrir að það
hafi eflaust ekki verið ætlunin.
Salurinn var á bandi Wickströms
og veltist um af hlátri í lokin
þegar hann gerði grín að frændum
okkar Dönum, sem Ari Eldjárn var
reyndar búinn að kalla stóru syst-
ur okkar fyrr um kvöldið.
Frímann Gunnarsson er gamal-
dags og hafði ekki mikla á trú á
norska grínistanum Lindu Mahala.
Ekki vegna þess að hún er norsk,
heldur vegna þess að hún er hún.
Tungumál og þjóðernisárekstr-
ar voru henni hugleiknir, en því
miður var hún alls ekki nógu fynd-
in. Eftir hlé mætti trúðurinn Frank
Hvam á svið. Hann naut þess aug-
ljóslega að vera gríðarlega vinsæll
á Íslandi og flutti nokkuð fynd-
ið atriði um kynóra sína, gamlar
konur og hvernig þetta tvennt fer
saman.
Eftir að danski grínistinn Casper
Christensen mætti óvænt í spjall til
Frímanns steig borgarstjórinn Jón
Gnarr á svið. Hann fór með gam-
anmál á ensku og sagðist gera það
sérstaklega fyrir Frank Hvam.
Eins og gefur að skilja hefði Jón á
íslensku verið talsvert fyndnari, þó
að atriði hans hafi vissulega verið
fyndið. Einn áhorfandi sem ég hitti
velti fyrir sér hvers vegna Jón
flutti grínið á ensku fyrir einn, en
ekki á íslensku fyrir hina þúsund
sem sátu í áhorfendasætunum.
Frímann Gunnarsson var límið
sem hélt atriðunum saman. Eftir
hvert uppistand settust grínistarn-
ir niður í betri stofuna og spjölluðu
við Frímann sem átti í miklum erf-
iðleikum með að skilja hvers vegna
leikarar fara út á lágmenningarleg-
ar brautir grínsins. Gunnar Hans-
son var í einu orði sagt frábær í
hlutverki Frímanns og fór létt með
að halda þéttum takti í sýningunni
þó endirinn hafi verið snubbóttur.
Loks verður að nefna hljómsveit-
ina, sem hinn stimamjúki Birgir
Ísleifur Gunnarsson stýrði. Hún
var frábær, en hefði mátt spila
stærri rullu.
Atli Fannar Bjarkason
Niðurstaða: Skemmtileg sýning með
fyndnum grínistum. Sumir voru fyndn-
ari en aðrir, en Ari Eldjárn, nýliðinn í
hópnum, stóð sig best. Frímann hélt
vel utan um sýninguna en endirinn var
snubbóttur.
Gott samnorrænt grín
VELKOMIN Frímann býður gesti vel-
komna í Háskólabíó á miðvikudags-
kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Þorkell Guðjónsson og Hreinn Eggerts-
son klæddu sig upp á í tilefni dagsins.
Halldór Örn, Róbert Vilhjálmur og Þrúður Vilhjálmsdóttir voru vígaleg að vanda.
Jörundur Ragnarsson og Sveinn Ólafur
Gunnarsson gætu hafa rætt um hvernig
er að vera leikari, enda báðir í faginu.
Óskar Páll Þorgilsson og Nína Björns-
dóttir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Leikstjórinn Ragnar Bragason og hljóð-
maðurinn Huldar Freyr Arnarson, beint
úr bransanum.