Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 64
44 1. október 2010 FÖSTUDAGUR Uppselt er á tónleika Helga Björns- sonar í Salnum 7. október þar sem hann syngur lög Hauks Morthens. Af því tilefni verða haldnir auka- tónleikar miðvikudaginn 6. okt- óber. „Haukur var svo frábær söngv- ari að það er yndislegt fyrir mann að takast á við þetta,“ segir Helgi Björnsson. „Að hlusta á Hauk Morthens er eins og að fletta gömlu myndaalbúmi þar sem ein- ungis hefur verið raðað mynd- um frá fallegu og skemmtilegu stundunum í lífinu. Er ekki ein- mitt ástæða til þess núna á þess- um óvissutímum, að rifja upp lög Hauks, lög þess tíma er Ísland var að rísa upp sem nýtt lýðveldi með bjarta framtíð og gleði unglings- ins sem er að slíta af sér barns- skóna?“ Ásamt Helga stíga á svið þeir Einar Valur Scheving, Róbert Þórhallsson, Stefán Már Magnús- son og Kjartan Valdimarsson. - fb Helgi vinsæll sem fyrr HELGI BJÖRNSSON Aukatónleikar Helga þar sem hann syngur lög Hauks Morthens verða miðvikudaginn 6. okt- óber. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bandaríski grínistinn Pablo Francisco kemur fram á Broadway á sunnudaginn. Francisco hefur tvisvar sinnum skemmt á Íslandi og hlakkar mikið til þess að skemmta í þriðja skipti. „Þið eruð búin að ganga í gegn- um ýmislegt á Íslandi þannig að við ætlum að mæta og skemmta ykkur,“ segir uppistandsgrínistinn Pablo Francisco. Pablo Francisco kemur fram á Broadway á sunnudaginn. Hann hefur tvisvar áður verið með uppi- stand á Íslandi við góðar viðtök- ur landsmanna. Francisco kemur til landsins að eigin frumkvæði, en hin sænska umboðsskrifstofa grínistans hafði samband við Krist- in Bjarnason, sem stendur fyrir uppistandinu. Francisco kemur til landsins frá Danmörku, en hann er búinn að ferðast um Norðurlöndin undanfarið og kemur hér við á leið- inni heim til Bandaríkjanna. „Ég ætla að koma með tvo góða vini mína, við erum búnir að vera að ferðast saman,“ segir Francisco. „Þetta verður frábær sýning, þið viljið ekki missa af þessu. Hefjið partíið með því að fara á þessa sýn- ingu og farið svo út og missið vitið. Takið einhvern með ykkur; strákar komið með stelpur og stelpur komið með stráka. Þið þurfið ekki að tala saman, þið getið bara dottið í það, slakað á og byrjað partíið.“ Þrjú ár eru síðan Pablo Franc- isco kom til landsins og hann er afar áhugasamur um afdrif þjóð- arinnar. Hann hefur mikinn áhuga á skemmtanalífi landsins og þrátt fyrir tvær heimsóknir á hann enn þá eftir að gera ýmislegt hér. „Ég þarf að sjá aðeins meira af Íslandi, maturinn er góður og dagurinn er lengri. En hvernig er það, voru þið að fá nýjan forseta? Konu?“ Forsætisráðherra. „Hvernig er það að virka?“ Öhm. Ég veit það ekki. Alþingi er í algjöru rugli þessa dagana. Ætl- arðu að leita að henni? Viltu hitta hana? „Nei! nei, ég er góður. Hún hlýt- ur samt að mæta á Broadway.“ Francisco segist ekki vera mikið partíljón á ferðalögum sínum, en var engu að síður þunnur eftir mikið fjör í Danmörku á mið- vikudagskvöld. Hann hyggst líka skemmta sér á Íslandi, enda síðasti viðkomustaðurinn í ferðalaginu. „Ísland er í leiðinni heim, þannig að við ætlum að skemmta okkur og slá tvær flugur í einu höggi.“ atlifannar@frettabladid.is Millilendir á Íslandi til að skemmta og detta í það HLAKKAR TIL Pablo Francisco, sá kokhrausti í miðjunni, kemur fram á Broadway á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > AFTUR Á HVÍTA TJALDIÐ Rapparinn Eminem hefur tekið að sér hlutverk í væntanlegri kvik- mynd. Myndin kallast 360 og leik- ur rapparinn á móti Sir Anthony Hopkins og Rachel Weisz. Emin- em lék í kvikmyndinni 8 Mile árið 2002 og á dögunum kom hann fram í loka- þætti sjöundu þáttar- aðar Entourage. Egill „Gillz“ Einarsson hefur fengið það verkefni að verða meðhöfundur Símaskrárinn- ar 2011. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Sporthús- inu í Kópavogi í gær. Í frétta- tilkynningu kemur fram að Egill muni hafa umsjón með bæði forsíðu og baksíðu Símaskrárinnar en hann mun auk þess taka þátt í öðrum efnistökum bókar- innar. „Ég fékk hroll í síðustu viku þegar sagt var frá því í fréttum að Íslendingar væru með feitustu þjóðum í heimi. Þetta gengur ekki lengur og ég lít á það sem persónulegt verkefni mitt að gera eitthvað í þessu. Ég þarf að ná til allra og hvar er það hægt annars staðar en í Símaskránni – þar sem allir Íslendingar eru? Þetta er feitasti bókasamn- ingurinn á markaðnum, en það er líka eina fitan sem ég vil sjá. Ég ætla að nota þetta tækifæri til að koma íslensku þjóðinni á lappirnar og kom- inn tími til,“ er haft eftir Agli í fréttatilkynningunni en hann tekur við keflinu af Hugleiki Dagssyni. Gillzenegger tekur við af Hugleiki MEÐHÖFUNDUR SÍMASKRÁRINNAR Egill „Gillz“ mun hafa sitt að segja um hvernig næsta símaskrá mun líta út. Þetta var kynnt á blaðamannfundi í gær. Við hlið hans er Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Já. folk@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GLÆPAFARALDUR Í EYMUNDSSON Nýjar og spennandi glæpasögur kr. 1.990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.