Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 72
 1. október 2010 FÖSTUDAGUR52 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Brynjar Björn Gunnarsson verður frá vegna meiðsla næstu 6- 8 vikurnar og verður því ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir Portúgal í undankeppni EM 2012 þann 12. október næstkom- andi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Þetta er mikið áfall fyrir Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara sem hefur þegar misst sjö leikmenn í U- 21 landsliðið. „Þetta var reyndar ekki eins slæmt og læknar töldu í byrjun. Engu að síður verð ég frá í 6-8 vikur,“ sagði Brynjar Björn sem er með tognaðan vöðva í framanverðu lærinu. Hann segir að fyrstu niðurstöður rannsókna hafi gefið til kynna að hann yrði jafn- vel lengur frá. „Lækn- irinn sagði að meiðslin væru ekki jafn slæm og þau litu út fyrir að vera á mynd- unum. Ég var því sæmilega sáttur við þessa niður- stöðu.“ Brynj- ar Björn er á mála hjá Reading í Eng- landi en hann missti einnig af síðasta landsliðsverk- efni. Hann var valinn í hópinn sem mætti Noregi og Damörku í upphafi mánaðarins en var í stúkunni í fyrri leiknum og dró sig úr hópnum fyrir þann síðari. „Ég jafnaði mig á þeim meiðsl- um fljótlega eftir síðustu lands- leiki en meiddist svo aftur á æfingu í síðustu viku,“ sagði hann en ekki er um meiðsli á sama stað að ræða. Stjórn KSÍ ákvað að U-21 lands- liðið hefði forgang á leikmenn fyrir leiki sína gegn Skotum sem fara fram um svipað leyti og leik- ur A-landsliðsins gegn Portúgal. Af þeim sjö leikmönnum sem Ólafur missir í U-21 landsliðið eru fimm miðvallarleikmenn, rétt eins og Brynjar Björn er. „Þetta er vissulega mjög slæmt fyrir okkur enda veitir ekki af okkar besta liði í jafn erfiðum leik og þessum,“ sagði Brynjar. - esá Áfall fyrir Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara fyrir landsleikinn gegn Portúgal þann 12. október: Brynjar Björn ekki með gegn Portúgal MEIDDUR Brynjar Björn hefur ekki náð að spila landsleik á árinu en hann spilaði síðast í æfingaleik gegn Lúxemborg í nóvember í fyrra. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Hólmfríður Magnúsdótt- ir spilaði um síðustu helgi úrslita- leikinn um bandaríska meistaratit- ilinn fyrst Íslendinga. Hólmfríður og félagar hennar í Philadelphia Independence töpuðu þá 4-0 á móti deildarmeisturum FC Gold Pride en Philadelphia náði öðru sætinu á sínu fyrsta ári í deildinni. Það er óhætt að segja það að liðin hafi ekki setið við sama borð í leiknum, Independence var búið að spila tvo framlengda leiki á einni viku auk þess að ferðast þvert yfir Bandaríkin en FC Gold Pride var búið að hvíla í fimmt- án daga. „Við spiluðum tvo framlengda leiki á fjórum dögum, fórum síðan í sjö tíma flug og spiluðum síðan úrslitaleikinn daginn eftir um hádegið í 33 stiga hita á gervi- grasi. Ég er ekkert að segja að við hefðum unnið leikinn en það hefði munað miklu ef við hefðum fengið fjóra aukadaga því þær höfðu ekki spilað síðan 11. september,“ segir Hólmfríður. Hin brasilíska Marta fór mikinn með FC Gold Pride í úrslitaleikn- um, lagði upp fyrstu þrjú mörkin og skoraði síðan það fjórða sjálf. „Hún er alltaf góð og er nokkrum hæðum fyrir ofan alla aðra leik- menn sem ég hef spilað á móti og ég er að spila á móti öllum bestu leikmönnunum í þessari deild,“ segir Hólmfríður. Hólmfríður spilaði allar 90 mín- úturnar í úrslitaleiknum og lék alls 298 af 330 mínútum í úrslita- keppninni þrátt fyrir að vera það meidd að hún gat ekkert æft með liðinu. Erfiðasta tímabilið á ferlinum „Ég var svartsýn um að ég myndi ná þessum leikjum en ég náði þessu öllu saman. Ég þurfti að biðja um skiptingu í framlengingunni í Bos- ton-leiknum. Ég var alveg draghölt eftir leikinn og hélt að ég myndi ekki spila úrslitaleikinn. Ég var bara á verkjatöflum og bólgueyð- andi. Ég skil ekki af hverju hann tók mig ekki út af í úrslitaleikn- um því ég gat ekki orðið hlaupið í lokin,“ segir Hólmfríður. „Þetta er búið að vera erfiðasta tímabilið mitt líkamlega síðan að ég byrjaði í fótbolta. Við erum eina liðið sem æfði tvisvar á dag allt undirbúningstímabilið. Það voru geðveikar æfingar og ég held að við leikmennirnir hefðum aldrei komist í gegnum þetta nema af því að við vorum búnar að æfa svo ógeðslega vel. Það er ekkert eðli- legt að spila 240 mínútur í tveimur leikjum á fjórum dögum og spila síðan úrslitaleik tveimur dögum seinna,“ segir Hólmfríður en hún vonast til að fyrirkomulaginu verði breytt fyrir næsta tíma- bil. Hólmfríður blómstraði í nýrri stöðu sem vinstri bakvörður og var fasta- maður í liðinu allt tíma- bilið, líka þegar hún kom meidd út eftir landsleik- inn á móti Frökkum og gat ekkert æft síðustu vikur tímabilsins. „Við erum með þrusu- gott lið. Það eru sterk- ir leikmenn í hverri ein- ustu stöðu og þetta er langbesta liðið sem ég hef verið í, fullt af lands- liðsmönnum frá sterkum löndum. Ég er í einu af bestu liðunum í heimin- um,“ segir Hólmfríður sem er stolt af tímabil- inu sínu. Má ekki gera neitt í átta vikur „Ég er að flytja heima um næstu helgi og síðan þarf ég ekki að mæta út fyrr en um miðjan febrú- ar á næsta ári. Í fyrra þá var ég hjá einkaþjálfara á hverjum einasta morgni og svo fór ég á fótboltaæf- ingu seinni partinn en ég fékk að æfa með Val. Eins og staðan er núna þá á ég að hvíla í tvo og hálfan mánuð og má ekki gera neitt. Ég held að ég megi ekki gera neitt í átta vikur og ég má ekki hlaupa í tvo og hálfan mánuð. Ég má kannski hjóla aðeins en annars á ég bara að hvíla,“ segir Hólmfríður. „Ég kom öllu liðinu á óvart með því að ná að spila alla þrjá leikina í úrslitakeppninni því að ég æfði aldrei neitt en spilaði bara leikina. Það skildi enginn hvernig ég gat spilað leikina því ég mætti ekki á æfingu í tvær og hálfa viku og mátti ekki hlaupa eða neitt á milli leikjanna,“ segir Hólmfríður. Hún segir að það gæti reynst henni erf- itt að hvíla í svona langan tíma. „Ég vil ná mér pottþétt góðri því ég vil vera tilbúin í næsta tímabil þegar ég kem hingað í febrúar. Ég býst ekki við að byrja að hlaupa fyrr en um miðjan desember,“ segir Hólmfríður sem ætlar engu að síður að gefa kost á sér í verk- efni landsliðsins í byrjun næsta árs. Elskar að vera úti í Bandaríkjunum Hólmfríður lék alls 19 leiki á tíma- bilinu þar af 18 í byrjunarliði. Hún skoraði 3 mörk úr vinstri bakvarð- arstöðunni þar af eitt beint úr aukaspyrnu. „Ég var mjög ánægð með þetta tímabil. Ég endaði á bekknum hjá Kristianstad í fyrra en komst núna í úrslitaleikinn í bestu deild í heimi. Þetta getur varla verið betra. Ég býst alveg við því að vera áfram því þeir hafa talað um það að þeir ætli að bjóða mér nýjan samning. Ég vil halda áfram að spila hérna. Mér finnst leiðinlegt að þetta sé að enda og ég er strax orðin spennt fyrir því að fara út aftur á næsta ári því þetta er svo gaman. Ég elska að vera hérna,“ segir Hólmfríður að lokum. ooj@frettabladid.is Kom öllum á óvart með því að spila Hólmfríður Magnúsdóttir þarf að hvíla í tvo og hálfan mánuð eftir tímabilið í Bandaríkjunum. Hún píndi sig og spilaði alla úrslitakeppnina meidd og segist aldrei hafa verið jafnþreytt og eftir að hún hafði lokið því spila úrslitaleikinn sem var þriðji leikur Philadelphia Independence liðsins á aðeins sjö dögum. FLOTT ÁR HJÁ HÓLMFRÍÐI Hólmfríður Magnúsdóttir stóð sig vel á þessu ári, varð markahæsti leikmaður A-landsliðs kvenna og komst alla leið í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞORVALDUR ÖRLYGSSON hefur framlengt samning sinn við Fram og mun þjálfa liðið áfram til ársins 2013. Þorvald- ur tók við Framliðinu fyrir tímabilið 2008 og undir hans stjórn hefur liðið endað í 3. sæti (2008), 4. sæti (2009) og 5. sæti (2010) undanfarin þrjú tímabil. Nú á aðeins ÍBV eftir að ganga frá þjálfaramálum sínum fyrir næsta sumar. HANDBOLTI Rebekka Rut Skúla- dóttir fékk slæmt höfuðhögg í leik Vals og Fram í Meistara- keppni HSÍ í fyrrakvöld og þurfti að fara af velli. Hún lenti í sam- stuði við Sigurbjörgu Jóhanns- dóttur, leikmann Fram, og við það losnuðu framtennur hennar. „Þær fóru aftur en ég komst til tannlæknis strax í gærkvöldi og er búið að rétta þær af. Þetta leit ekki vel út til að byrja með og var nokkuð sársaukafullt,“ segir Rebekka og bætir við að hún hafi verið nokkuð skelkuð. „Ég hef aldrei lent í svona lög- uðu áður en þetta reyndist sem betur fer ekki alvarlegt. Ég á að taka því rólega næstu daga en verð með um helgina.“ - esá Rebekka Rut Skúladóttir: Framtennurnar losnuðu HANDBOLTI Þorgerður Anna Atla- dóttir er á leið aftur heim til Íslands eftir stutt stopp í Dan- mörku. Hún ætlaði að spila með FIF í Kaupmannahöfn í vetur en ekkert verður af því vegna fjár- hagserfiðleika félagsins. „Þetta er hundleiðinlegt enda búin að koma mér vel fyrir í frá- bærri borg. En það væri of mikil áhætta fyrir mig að vera áfram fyrst svona er komið fyrir lið- inu,“ segir Þorgerður sem hefur helst verið orðuð við Stjörnuna, sitt gamla félag, og Val. „Ég hef ekki sagt já eða nei við neinu enda vil ég ekki taka svona ákvörðun í síma. Ég mun setj- ast niður með báðum liðum en hugur minn liggur ekki frekar til annars liðsins en hins eins og er. Þetta verður erfið ákvörðun.“ - esá Þorgerður Anna á leið heim: Ræðir við Val og Stjörnuna ÞORGERÐUR ANNA Hér í leik með Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það skildi enginn hvernig ég gat spilað leikina því ég mætti ekki á æfingu í tvær og hálfa viku og mátti ekki hlaupa eða neitt á milli leikjanna. HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR GOLF Ryder-bikarinn hefst í dag á Celtic Manor golfvellinum í Wales en þetta er í 38. sinn sem Ameríka og Evrópa keppa í þess- ari frægustu liðakeppni í golfi. Bandaríkjamenn hafa ekki sigrað í Evrópu síðan 1993 en þeir eru handhafar Ryder-bikars- ins eftir 16,5-11,5 sigur á Evrópu í síðustu keppni sem fór fram í Bandaríkjunum fyrir tveimnur árum. Fyrir þann tíma hafði Evr- ópa unnið þrisvar í röð og í fimm skipti af síðustu sex. - óój 38. Ryder-bikarinn í golfi: Veislan í Wales hefst í dag FYRIRLIÐARNIR Corey Pavin og Colin Montgomerie með bikarinn. MYND/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.