Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 78
58 1. október 2010 FÖSTUDAGURFÖSTUDAGSLAGIÐ „Það er eitt lag sem ég er með æði fyrir núna og kemur mér alltaf í stuð, en það er Tuto que voce podia ser, með brasilíska söngvaranum Milton Naci- mento.“ Kristín Bergsdóttir tónlistarkona. Baldvin Oddsson, einn efnilegasti tromp- etleikari landsins, kemur fram í banda- ríska útvarpsþættinum From The Top 15. nóvember. Þátturinn er sendur út á um 250 útvarpsstöðvum og talinn eiga sér um sjö hundruð þúsund dygga aðdá- endur. Þátturinn er á vegum bandarísku fjöl- miðlastofnunarinnar National Public Radio og er afar góður sýningargluggi fyrir unga tónlistarmenn þar í landi. „Þetta er mikill heiður fyrir Baldvin og áskorun,“ segir Oddur Björnsson, faðir Baldvins. „Útsendarar frá From The Top heyrðu hann spila á tónlistarhátíð- inni í Brevard í Norður-Karólínu í sumar og buðu honum að koma fram í þættin- um,“ bætir hann við. Upptökur fara fram í Boston seint í þessum mánuði. Yfir tvö þúsund ungir tónlistarmenn á aldrinum átta til átján ára hafa komið fram bæði í sjónvarps- og útvarpsútgáfu þáttarins. Baldvin, sem er aðeins sextán ára, tók þátt í meistaranámskeiði við Center For Advandced Musical Studies í New Hamp- shire í Bandaríkjunum í sumar og inn- ritaðist síðan í Interlochen-listmennta- skólann í Michigan í byrjun september. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að hann hefði fengið inngöngu í skólann, sem þykir mjög góður árangur. „Hann unir hag sínum þar vel og hefur nóg að gera,“ segir Oddur, sem er sjálfur fyrsti básúnu- leikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. - fb Spilar fyrir 700 þúsund manns BALDVIN ODDSSON Einn efnilegasti trompetleikari landsins spilar fyrir sjö hundruð þúsund manns í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fyrsti tökudagur Spaugstofunnar fyrir nýjan vinnuveitanda, Stöð 2, var í gamla sjónvarpshús- inu við Laugaveg í gær en fyrsti þátturinn fer í loftið laugardaginn 9. október. „Þetta gengur alveg lygilega vel. Þetta er fyrsti dagurinn sem við vinnum með nýju fólki. Það er nýtt fólk á öllum póstum, þ.e. fólk sem hefur ekki áður starfað við þáttinn. Það er eins og það hafi hreinlega aldrei gert neitt annað,“ segir Karl Ágúst Úlfsson. „Við erum að taka upp í gamla stúdíóinu okkar þar sem við hófum ferilinn fyrir 25 árum. Við kunnum afskaplega vel við and- ann hérna. Hann er alveg einstakur og okkur finnst við sjá gamla kunningja í hverju horni.“ Á meðal þeirra sem Spaugstofumenn hafa sagt skil- ið við eftir áralangt samstarf í Sjónvarpinu eru þau Ragna Fossberg, sminka, og Björn Emilsson, framleiðandi. „Þau eru búin að starfa þar lengi og það er mjög skiljanlegt að þau vilji vera þar áfram. Það kemur maður í manns staðar hér eins og annars staðar,“ segir Karl Ágúst. Búningar Spaugstofunnar verða líka endurnýjaðir og mun Sigríður Guðjónsdóttir sjá um búningahönnun. Einhverjir búningar verða saumaðir á ný en einn- ig verður leitað til búningasafna, auk þess sem nýir búningar verða keyptir. Tökudagurinn í gær var nokkurs konar auka- dagur, svona rétt til að prufukeyra Spaugstofu- vélina í „nýjum“ heimkynnum. „Síðan verðum við með annan tökudag eftir viku og eftir það verð- ur ekki aftur snúið,“ segir Karl Ágúst. „Mér líst afskaplega vel á þetta. Það ríkir alveg dúndrandi stemning og allir eru í góðu formi og góðu skapi.“ - fb Tökur á Spaugstofunni hafnar FYRSTI TÖKUDAGURINN Spaugstofan í „nýju“ heimkynnunum í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg. Fyrsti tökudagurinn var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það eru allir þvílíkt heitir fyrir þessu, menn hafa háleitar hug- myndir og langar ofboðslega mikið til að gera eitthvað meira,“ segir Gunnar Hansson leikari. Unnið er að því að Kvöldskemmt- un Frímanns Gunnarssonar fari í einhvers konar ferðalag um Norðurlöndin. Engar dagsetning- ar hafa verið nefndar en Gunnar segir mikinn hug í mönnum, allir hafi fallið kylliflatir fyrir þessari hugmynd um að sameina skandin- avískt grín í eina sýningu. Mikil vinátta hefur tekist með þeim grínistum sem komu fram á kvöldskemmtuninni á miðviku- dagskvöld en þeir eiga það einn- ig flestir sameiginlegt að koma fram í sjónvarpsþáttunum Mér er gamanmál sem eru sýndir við miklar vinsældir á Stöð 2. Gunnar upplýsti að eitt stærsta viðburða- fyrirtæki Noregs, Norge Standup, hefði verið með útsendara sinn í salnum sem vildi sjá hvort svona sýning gengi upp. Og útsendar- inn ku hafa verið nokkur hrif- inn. „Ég verð reyndar að taka það fram að ég var ekkert ljúga því þegar ég sagði að Dagfinn Lyng- bjö hefði fengið eyrnasýkingu, það var alveg satt. Og þegar maður er með eyrnasýkingu þá flýgur maður ekkert,“ útskýrir Gunn- ar en umræddur Dagfinn átti að troða upp á sýningunni á miðviku- dagskvöldinu. Gunnar segir að það hafi verið samdóma álit allra grínistanna að það væri algjörlega nauðsyn- legt að brjóta niður veggina sem virðast umlykja öll Norðurlönd- in. „Sjónvarpsstöðvarnar gera til að mynda mikið úr sínu fólki en hafa lítinn áhuga á því sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum,“ útskýrir Gunnar og bætir því við að það hafi verið ein af hugmynd- um þáttarins, að sýna Íslending- um fram á að það væri til fyndið fólk frá Finnlandi og Noregi, svo einhver dæmi séu tekin. GUNNAR HANSSON: VIÐBURÐAFYRIRTÆKI FRÁ NOREGI MEÐ ÚTSENDARA Frímann og félagar í útrás NORRÆNT SAMSTARF Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar eða einhver útgáfa af henni fari í útrás til Norðurlandanna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Frank Hvam (Danmörk) Dagfinn Lyngbjö (Noregur) Matt Berry (Bretland) Johan Glans (Svíþjóð) André Wickström (Finnland) Jón Gnarr (Ísland) GRÍNAST MEÐ FRÍMANNI Tobba Marinósdóttir hefur störf sem kynningarfulltrúi Skjás eins í nóvember eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Eins og önnur fyrirtæki í landinu hefur Skjárinn neyðst til að skera niður hjá sér sem bitnað hefur á starfsfólki. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru starfsmenn sem haldið hafa tryggð við fyrirtækið ekki sáttir við að ný staða virðist hafa verið búin til fyrir Tobbu, sérstaklega þar sem mark- aðsstjóri er þegar við störf hjá fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nýverið á lögbannskröfu Saga Film á hendur auglýsingaherferð smálánafyrirtækisins Kredia. Saga Film fór fram á lögbannið sökum þess að aðalpersóna auglýs- ingarinnar, Búbbi Gugga, þótti vera óþægilega lík Hannesi, pabba Ólafs Ragnars í Vaktaseríunum. Júlíus Brjánsson lék þessi hlutverk í báðum tilvikum og féllst dómari á að líkindin væru of mikil. Hins vegar var skaðabótakröfu Saga Film vísað frá. -afb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Gunnar viðurkenndi reyndar í samtali við Fréttablaðið að hann væri gjörsamlega uppgefinn. „Já, þetta hefur verið brjáluð törn, það var mikið stress fyrir sýning- una, menn voru lengi að frameft- ir í gærnótt en það var algjörlega þess virði. Og gestirnir okkar voru virkilega sáttir með allt þegar við kvöddum þá uppi á Keflavíkur- flugvelli í hádeginu í gær,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is Fös 15/10 kl. 20:00 frums Lau 16/10 kl. 20:00 2.sýn Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas. Lau 23/10 kl. 20:00 3.sýn Lau 30/10 kl. 20:00 4.sýn Sun 31/10 kl. 20:00 5.sýn Fös 5/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 6/11 kl. 20:00 7.sýn Fim 11/11 kl. 20:00 8.sýn Fös 12/11 kl. 20:00 9.sýn Lau 2.10. Kl. 13:00 Lau 2.10. Kl. 15:00 Sun 3.10. Kl. 13:00 Sun 3.10. Kl. 15:00 Lau 9.10. Kl. 13:00 Lau 9.10. Kl. 15:00 Lau 16.10. Kl. 13:00 Lau 16.10. Kl. 15:00 Sun 17.10. Kl. 13:00 Sun 17.10. Kl. 15:00 Lau 23.10. Kl. 13:00 Lau 23.10. Kl. 15:00 Sun 24.10. Kl. 13:00 Sun 24.10. Kl. 15:00 Fim 30.9. Kl. 20:00 Fös 1.10. Kl. 20:00 Lau 2.10. Kl. 20:00 Fös 8.10. Kl. 20:00 Lau 9.10. Kl. 20:00 Fös 15.10. Kl. 20:00 Lau 16.10. Kl. 20:00 Fim 21.10. Kl. 20:00 aukas. Fös 22.10. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 20:00 Sun 31.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 30.9. Kl. 19:00 Fös 1.10. Kl. 19:00 Lau 2.10. Kl. 19:00 Sun 3.10. Kl. 15:00 Fös 8.10. Kl. 19:00 Lau 9.10. Kl. 19:00 Sun 17.10. Kl. 19:00 Sun 24.10. Kl. 19:00 Þri 26.10. Kl. 19:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Fim 21.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Gildir ágúst 2010 til jún í 2011 hús kor tið 1 OPIÐ KORT Gildir á Leik hús kor tið 201 0/2 011 ÁSK ikhus id.is I mida sala@ le Leikhúsk ort 4 miðar á aðeins 9.900 kr. U U Ö U U U U U Ö Ö U U Ö Ö Ö U Ö U U Ö U U U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U U Ö U U Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is Nú þegar farið er að dimma úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín á næturnar til að auðvelda blaðberum Pósthússins aðgengi að póstlúgu. Með fyrirfram þökk, Pósthúsið dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra dreifinga Blöð og tímarit Bréfasendingar Markpóstur Fjölpóstur Vörudreifing Plöstun blaða og nafnamerking Munum eftir að kveikja útiljósin! Við látum það berast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.