Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 24
24 1. október 2010 FÖSTUDAGUR Í millifærslukerfinu íslenska, er þá ekki eingöngu átt við landbúnaðar- kerfið, leynist mörg matarholan, sem þeim einum er kunnugt um sem inn- vígðir eru í viðkomandi kerfi. ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðarlegar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samningagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafn- ræðis. Hvenær tekur maður við „aðréttum“ og hvenær tekur maður ekki við „aðréttum“, það er vandinn, að minnsta kosti ef maður er í forsvari fyrir íslenska bændastétt. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, ritar leið- ara í Bændablaðið í síðustu viku og kvartar þar yfir því að ESB stundi það að bjóða bændum það sem hann kallar „aðréttur“. Aðréttur þessar þykir honum ekki góðar, þar sem þær hafi hugsanlega þann tilgang að fá bændur til að hugsa málin upp á nýtt, þ.e. hvað varðar afstöðuna til mögulegrar inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Af þessu tilefni ritar Ólafur Steph-ensen, ritstjóri Fréttablaðsins leið- ara þar sem hann fer yfir það í nokkrum liðum hvernig hinar títt- nefndu aðréttur hafi runnið greið- lega um hendur bænda á umliðn- um árum. Þar er um að ræða ýmis verkefni sem bændaforystan hefur séð sér hag í að nýta, bændum og þjóð til hagsbóta. Vegna þessa sendi BÍ bréf til Öss-urar Skarphéðinssonar þar sem kvartað er yfir aðréttunum. Bréf- ið ættu sem flestir að lesa þar sem í því birtist á afar skýran hátt hvernig BÍ tekur afstöðu til Evrópumálanna. Vitnað er í Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra og það eftir honum haft að aðlög- unarferli að Evrópusambandinu sé hafið og virðist ekki þurfa frekar vitnanna við, að mati bændafor- ustunnar. Komið hefur fram að eitt af því sem ESB hefur sett út á varðandi landbúnaðarkerfið íslenska sé að ekki sé auðvelt að sjá hvernig því fjármagni sem ráðstafað er til að styrkja íslenskan landbúnað sé varið. Við lestur bréfsins læðist að sá grunur, að það fari dálítið fyrir brjóstið á bændaforustunni að hugsanlega verði þar gerð breyt- ing á: að greiðslur verði auðraktari og kerfið gert opið og gegnsætt. Það er nefnilega kunnara en frá þurfi að segja að í millifærslukerf- inu íslenska, er þá ekki eingöngu átt við landbúnaðarkerfið, leynist mörg matarholan, sem þeim einum er kunnugt um sem innvígðir eru í viðkomandi kerfi. Bændaforustan hefur barist gegn inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið með oddi og egg og beitt þar fyrir sig ýmsum rökum sem fæst standast skoðun ef að er gáð. Það er öllum ljóst að landbúnað- ur er stundaður í löndum ESB allt frá Miðjarðarhafi og norður til Finnmerkur. Undirritaður dvaldi í austurrískri sveit á dögunum og sá þá með eigin augum hve land- búnaður dafnar þar vel og ekki síður hitt, hve frelsi austurrískra bænda er á ýmsum sviðum meira en íslenskra. Í málflutningi sínum hefur BÍ meðal annars haldið því fram að tryggja verði matvælaöryggi íslensku þjóðarinnar og talið að það verði best gert með því að halda Íslandi utan við ESB. Það er svo gjarnan látið fylgja með: að ef samgöngur til landsins einhverra hluta vegna stöðvist, þá sé gott að eiga matvælaframleiðslu sem duga muni þjóðinni í slíkum þrenging- um. Málflutningur af þessu tagi stenst ekki skoðun. Ef svo færi að sam- göngur til landsins stöðvuðust, þá háttar þannig til að eitt það fyrsta sem færi úr skorðum er land- búnaðurinn. Ekki yrði flutt inn korn, olía, vélar, né varahlutir til þeirra. Engin áburðarverksmiðja er í landinu og ekki kæmi hann án samgangna. Þá má einnig geta þess, að ekki er vansalaust hve lítt hefur verið hugsað um að nýta búfjáráburð, en vonandi stendur það til bóta, þó ekki sé nema vegna þess hve áburðarverð hefur rokið upp að undanförnu. Landbúnaðar- framleiðsla myndi sem sagt, nær stöðvast, fyrir nú utan allt annað sem úr skorðum gengi við slíka uppákomu. Enginn áhugi virðist vera á því hjá íslenskri þjóð, né ráðamönn- um hennar, að tryggja siglingar til landsins. Það sést af því að ekki eitt einasta flutningaskip er undir íslenskum fána, þau eru öll skráð erlendis og verða eflaust tekin til þjónustu fyrir þær þjóðir ef aðstæður skapast af því tagi sem BÍ hefur haldið á lofti í umræðunni um matvælaöryggi. Nágranna- þjóðir okkar brugðust við slíkri útflöggun fyrir mörgum árum, en íslensk þjóð virðist ekki hafa metn- að til að gera það. Því eru skipin skráð erlendis og þeir Íslendingar sem á þeim starfa skráðir til heim- ilis utan landsteinanna. Það er því ljóst að málflutning-ur Bændasamtaka Íslands stenst ekki hvað þetta varðar og kom- inn er tími til að BÍ snúi sér frek- ar að því að huga að hagsmunum íslenskra bænda innan Evrópu- sambandsins, ef til þess kemur að Ísland verði eitt af ríkjum þess, en að mála Bændasamtökin út í horn með málflutningi sem ekki þjónar hagsmunum umbjóðenda sinna, né íslensku þjóðarinnar. Bændasamtökin og aðrétturnar Fyrir nokkru gerði ég athuga-semd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jón- assonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmis- legt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveiting- um – svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Amer- íku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn.“ Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlönd- in. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefna- legur hræðsluáróður. Ögmundur svaraði mér í grein hér í blaðinu 2. september sl. og vildi meina, að þetta hefði hvorki verið ómálefnalegt né hræðslu- áróður. Síðan kom hann með ágæta greinargerð um svonefnda IPA-styrki. Þeir eru ætlaðir sem aðstoð í aðdraganda inngöngu. Hann ræðir styrkina af heiðar- leika og hreinskilni, en segir svo: „... við erum að njóta styrkja, sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evr- ópusambandinu.“ Ögmundur segir enn: „Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB, en sem við mynd- um ella ekki gera.“ ESB er og hlýtur að vera mikið bákn, hlaðið lögum og reglugerð- um. Því er það hverri þjóð, sem hugar að inngöngu, nánast lífs- spursmál að kynna sér allt slíkt til hlítar og t.d. að fá það þýtt á sitt eigið tungumál. Styrkirnir, sem okkur standa til boða, eru veittir til þess að auðvelda okkur þetta verk, efla þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og halda uppi öflugu kynningarstarfi, m.a. með boðsferðum, þar sem mál eru rædd af hreinskilni. Mér finnst þetta bera því vitni, að ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðar- legar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samn- ingagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafn- ræðis. Í stað þess að vera með grunsemdir um mútur, ber ég virðingu fyrir slíkum vinnu- brögðum og vona að þau gagnist okkur vel til að ná samningum, sem við getum óhræddir lagt í dóm þjóðarinnar, vitandi að við höfum tryggt allan þann rétt, sem henni er nauðsynlegur. Þær breytingar á stjórnsýslu, sem talað er um að við gerum fyrir inngöngu, verða ekki að lögum hér, nema þjóðin sam- þykki inngönguna. Verði svar þjóðarinnar nei, fellur allt slíkt um sjálft sig, annað en það, sem við þurfum að halda vegna EES. En engir af styrkjum þeim sem við þiggjum eru afturkræfir, þótt svarið verði nei. Ég læt þetta nægja um „gler- perlur og eldvatn.“ Um hitt skortir mig enn skýringu frá Ögmundi, þar sem hann segir um indíánana: „Þeir töpuðu land- inu.“ Ég bað hann að nefna mér dæmi um, að ESB hefði komið þannig fram við einhverja þá þjóð, sem fengið hefur aðild. Hann svaraði ekki þeirri spurn- ingu, hugsanlega vegna þess, að slík þjóð fyrirfinnst ekki. Ég þekki a.m.k. engin dæmi, sem nota mætti slíka líkingu um, enda er ánægjuvogin í ESB-lönd- unum víða ótrúlega jákvæð. En kannski þekki ég ekki nógu vel til. Ég er ætíð reiðubúinn að læra og vita meira í dag en í gær. Því bið ég minn góða frænda í allri einlægni að benda mér á ein- hverja þjóð í ESB, sem hefur tapað landinu sínu og situr nú uppi með glerperlur og eldvatn. Geti hann það ekki, hljóta orð mín að standa um ómálefnalegan hræðsluáróður. Orðsending til Ögmundar Landbúnaður og ESB Ingimundur Bergmann vélfræðingur og bóndi ESB Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Öss- uri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrot- um vegna ferðar hóps til Gaza- svæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að ger- ast hér á landi. Hvað eru forráða- menn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrot- um þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlend- um vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndar- mennska er þetta? Það er gott og gilt að sýna van- þóknun sína á mannréttindabrot- um hvar sem þau eru framin, EN á maður ekki að byrja heima fyrir? Eru menn eins og Össur Skarp- héðinsson eða Jón Gnarr blindir? Hafa þessir stjórnmálamenn stað- ið í mótmælagöngu með sínu eigin fólki? Hefur Össur flutt ræðu fyrir hönd þeirra sem misst hafa allt sitt hér heima? Hefur Jón Gnarr mætt með því fólki sem reynt hefur að mótmæla ranglæti því sem hér er framið á hverjum degi gagnvart þúsundum heimila sem eru að falla um koll vegna aðgerðaleysis ríkis- stjórnarinnar? Hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar skipulagt mót- mælagöngur til að standa vörð um mannréttindi þeirra sem standa í biðröð eftir matargjöfum? Þetta er fólkið sem lætur sem það viti ekki af því að þeirra eigin landsmenn eru að missa eignir sínar í þúsundum talið. Hér standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir mat. Fjöldi manna hefur misst atvinnu sína, sparifé og lífeyri. Að Íslendingum var otað ólögleg- um gengislánum á einum stað í bankanum á meðan á öðrum stað í sama banka tóku menn stöðu gegn krónunni. Og í mörgum tilfell- um fóru svo fram ólöglegar inn- heimtuaðgerðir á þessum lánum? Fjöldi manna hafa og eru að búa sig undir að flýja landið. Almenn- ingur á Íslandi hefur verið settur í ánauðarbönd af fyrri ríkisstjórn og þeim síðan viðhaldið af núver- andi ríkisstjórn. Hvað hafa stjórn- málamenn sem gaspra mest gert til að hjálpa eigin þjóð? Leitað hefur verið til velferðar- ráðs borgarinnar sem þykist ekki geta gert neitt vegna þess að pen- ingar vaxi ekki á trjánum, en samt er hægt að hækka laun varaborg- arfulltrúa. Ríkisstjórnin hefur veitt 2 milljónum króna til stuðn- ings Fjölskylduhjálpinni? En hvað hefur hún veitt í þróunaraðstoð út í heim? Eða hvað mörgum millj- örðum króna er eytt í að þröngva þjóðinni í ESB? Hvað með sendi- ráð, einkabílstjóra og aðstoðar- menn ráðherra og þingmanna? Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað tekið stöðu með fjármála- stofnunum gegn eigin þjóð. Hér virðist hægt að finna allar hugsan- legar og óhugsanlegar reglur til að vernda fjármálastéttina gegn rétt- látri ábyrgð, en samningslög á ekki að virða þegar það snýr að almenn- ingi eins og dómur Hæstaréttar um gengislánin ber vitni um. Hvar eru mannréttindi almennings? Og hvar eru mannréttindi þjóðar sem neyða á til að greiða fyrir afglöp þeirra sem komu þjóðinni á haus- inn dbr. ICESAVE? Þingmenn og ráðherrar láta ekki á sér standa að tala um mannrétt- indi þegar kemur að þeim sjálf- um sbr. þingmannanefndarmálið, þar sem menn gaspra um mann- réttindi fjögurra ráðherra sem vegna vanhæfni sinnar stóðu ekki vörð um hagsmuni íslensku þjóð- arinnar. Í því sambandi hlýtur maður að spyrja; hvað með mann- réttindi þjóðarinnar, sem treysti þessu fólki til að standa á vakt- inni? Hvar er ábyrgð þessa fólks gagnvart mannréttindum þjóð- arinnar sem nú stendur frammi fyrir algerri örvæntingu og ótta um framtíð sína? Við ættum kannski að muna að grundvallarmannréttindi eru rétt- urinn til að lifa með reisn, hafa húsaskjól og viðunandi lífsviður- væri. Það er nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi almennt, en áður en við förum að hneykslast á mannréttindabrotum annarra þjóð, ættum við að byrja á því að berj- ast fyrir okkar eigið fólk, sem svo sannarlega hefur verið illa brot- ið á. Kannski vakna ráðamenn og þjóðin sjálf ef við fengjum Amnesty International eða önnur mannréttindasamtök til að berjast fyrir okkar mannréttindum! Eru mannréttindi ekki fyrir Íslendinga? Mannréttindi Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir sagnfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.