Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 62
 1. október 2010 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 01. október ➜ Tónleikar 20.00 Jóhann Jóhannsson verður með tónleika í Hallgrímskirkju í kvöld frá kl. 20.00 -21.30. Miðaverð er 2500 krónur, 2000 krónur fyrir handahafa RIFF-passa, en tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við RIFF-hátíðina. 21.00 Defun ensemble verður með tónleika í kvöld á Kjarvalsstöðum kl. 21.00, en tónleikarnir eru haldnir í til- efni Sláturtíðar S.L.Á.T.U.R. Hljómsveitin spilar finnska elektróakkústíska tónlist. Aðgangseyrir er 1500 krónur. 21.00 Í Salnum, Kópavogi, rifjar Regína Ósk ásamt hljómsveit upp öll bestu lög Carpenters. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og er miðaverð 3300 krónur, 2900 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja. 22.00 Útgáfutónleikar hljómsveitar- innar Swords of Chaos verða á Faktorý, Smiðjustíg 6, í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er miðaverð 1000 krónur. 22.30 Hljómsveitin Gæðablóð heldur tónleika á Breiðinni Akranesi föstudag- inn 1. október kl. 22.30. 23.00 Tónleikar tileinkaðir Sting og Police verða haldnir í Hvítahúsinu, Selfossi, í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 23.00 og er miðaverð 1500 krónur. ➜ Opnanir 14.00 Í dag opnar sölusýning á fornum Íslandskortum í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6. Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur verðu með leiðsögn um sýninguna á laugardag og sunnudag kl. 15.00. Sýningin er opin alla daga frá kl. 114.00-17:.00 og stendur til 8. október. Aðgangur er ókeypis ➜ Málþing 12.00 Í fundarröð Alþjóðamálastofn- unar Háskóla Íslands verður Jón Karl Helgason með erindi um evrópska þjóðardýrlinga. Jón Karl flytur erindi sitt á Háskólatorgi, stofu 103 kl. 12.00 í dag. 14.00 Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum í samstarfi við Skotturn- ar efnir til málþings um ástir og átök kvennabaráttunnar á Íslandi. Málþingið verður haldið í Öskju, stofu 132 og hefst kl. 14.00. Allir velkomnir. 18.00 Málþing um sviðslistir á Aust- urlandi verður haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum í kvöld frá kl. 18.00-21.00. Fundarstjóri er Þóroddur Helgason. ➜ Dans 22.00 Í kvöld verður salsakvöld á Póst- húsinu vínbar & bistró, Pósthússtræti 13. Dj. Mikki leikur fyrir dansi frá kl. 22.00. 23.00 Á Pósthúsbarnum, verður haldið Plötuball með Dj. Bigga Maus og Matta úr Popplandi. Húsið opnar kl. 23.00, en konur fá frítt inn og frían Mohito til kl. 01.00. ➜ Fyrirlestrar 20.00 Hannes Sigurðsson, listfræð- ingur, heldur fyrirlesturinn Peningar + Myndlist í Myndlistarskóla Kópavogs, Smiðjuvegi 74, Gul gata, í kvöld kl. 20.00. Aðgangur er ókeypis. ➜ Samkoma 14.00 Gleðigjafarnir í Gullsmára, Kópa- vogi munu koma saman og syngja undir stjórn Sturlu Guðbjarnasonar, föstudag- inn 1. okt. kl. 14.00. Allir velkomnir. Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Contr- ol: Skapandi í stafrænum heimi - Högn- umst á samvinnu hefst í dag. Nánar á www.honnunarmidstod.is Tveir brautryðjendur á sviði sjónvarpsþýðinga voru heiðraðir á alþjóða- degi þýðenda í gær. Þýð- ingum sem faggrein hefur vaxið ásmegin á undanförn- um árum að mati Haraldar Jóhannessonar kvikmynda- þýðanda. Bandalag þýðenda og túlka stóð í gær fyrir málþingi í Þjóðminja- safninu í tilefni af alþjóðadegi þýðenda, sem er jafnframt stofn- dagur bandalagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt hefur verið til málþings vegna dagsins. Í leið- inni voru tveir þýðendur heiðr- aðir fyrir brautryðjendastörf að sjónvarps- og kvikmyndaþýðing- um, Jón O. Edwald og Ingunn A. Ingólfsdóttir. Bandalag þýðenda og túlka veitir verðlaun fyrir bókaþýðing- ar á hverju ári og segir Harald- ur Jóhannesson, stjórnarmaður í BÞT, að því hafi verið afráðið að vekja athygli á öðrum sviðum. „Þýðingarstarfið er afskap- lega fjölbreytt,“ segir hann, „og við vildum því nota tækifærið og beina sjónum að öðrum sviðum en bókaþýðingum.“ Sjónvarps- og bíóþýðingar blasa við á hverjum degi og eru jafnvel meginþorri þess texta sem sumir lesa. „Engu að síður vita fáir hversu mikil vinna liggur að baki þeim. Það má segja að Jón og Ingunn, sem byrjuðu snemma að þýða, hafa til dæmis átt mikinn þátt í að skapa þann stíl og venjur sem eru í sjónvarps- þýðingum og eru sannarlega brautryðjendur á þessu sviði.“ Haraldur telur að staða þýð i nga s é almennt sterk hér á landi. „Það er enn gerð sú krafa að kvikmyndir og sjónvarpsefni sé þýtt. Það sama má segja um bók- menntir og eftir því sem samfé- lagið verður fjölþjóðlegra verður sífellt meiri þörf fyrir túlka. Með tilkomu þýðingafræða við Háskóla Íslands hefur greininni líka vaxið ásmegin. Áður fyrr voru þýðendur helst þeir sem lentu í starfinu fyrir tilviljun. Þeir þurftu fyrir vikið að mennta sig sjálfir meðfram starfinu. Hin síðari ár hefur hins vegar verið að koma fólk inn í fagið sem fær snemma áhuga á þýðingum og lýkur jafnvel menntun áður en það tekur til starfa. Það hefur því orðið verulegur viðsnúningur og sú þróun er til góðs.“ bergsteinn@frettabladid.is Brautryðjendur heiðraðir HARALDUR JÓHANNESSON BRAUTRYÐJENDUR Sjónvarpsþýðingar blasa við á hverjum degi. Ingunn A. Ingólfs- dóttir og Jón O. Edwald lögðu mikið af mörkum við að skapa og þróa stíl og venjur í textaþýðingum á Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.