Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 1. október 2010 21 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Áskorun til metnaðarfullra nýsköpunarfyrirtækja Það var fagnaðarefni þegar ný lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki voru sam- þykkt á árinu 2009. Kauphöll- in studdi þessa ráðstöfun af heilum hug og vonast eindreg- ið til að hún verði umrædd- um fyrirtækjum til framdrátt- ar. Stuðningurinn, sem fólginn er í skattfrádrætti samkvæmt ákveðnum reglum, getur verið umtalsverður. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að stuðn- ingur af þessu tagi veitir til- teknum fyrirtækjum ákveðin forréttindi – eins og markmið- ið er að sjálfsögðu að hann geri. En brýnt er að vel sé farið með þau forréttindi. Vandi fylgir vegsemd hverri. Við útfærslu reglugerðar um stuðning við nýsköpunar- fyrirtæki (2. júlí 2010) er hins vegar ekki tryggt það ákvæði í lögunum sem felur í sér fjár- festavernd fyrir þá sem nýta sér skattfrádráttinn. Fyrirtæki sem afla sér fjármagns hjá almenningi eiga að verðlauna fjárfestana með því að veita þeim fullnægjandi upplýsingar og vernd gegn misnotkun inn- herjaupplýsinga. Það verður að teljast hæpið að hvetja almenn- ing til að fjárfesta í fyrirtækj- um sem ekki þurfa lögum og reglum samkvæmt að gefa lág- marksupplýsingar til verndar fjárfestum. Þar skiptir tvennt mestu máli. Annars vegar allar verðmótandi upplýsing- ar og hins vegar fjárhagslegar upplýsingar með reglubundn- um hætti og tímanlega. Eins og lögin eru útfærð í reglugerð er þetta ekki tryggt. Fjármála- ráðuneytið hefur endurskoðun reglugerðarinnar undir hönd- um og er brýnt að greitt verði úr framangreindum agnúum til verndar fjárfestum. En fyrirtæki geta sjálf geng- ið skrefinu lengra og þannig greint sig frá fjöldanum, lagt áherslu á gæði sín. Skref í þá átt er að veita upplýsingar um allt sem verðmótandi getur tal- ist og gera slíka upplýsingagjöf háða eftirliti þriðja aðila. Slík upplýsingagjöf er algjörlega nauðsynleg en fjárfestar ættu þó að hafa í huga að ef félög eru ekki skráð á markað þá falla viðskipti með hlutabréfin ekki undir lög um verðbréfavið- skipti (vvl). M.ö.o. ákvæði laga um innherjaviðskipti og inn- herjaupplýsingar eiga ekki við. Hvorki eftirliti FME né viður- lögum vvl er fyrir að fara. Til að varpa ljósi á mikil- vægi þessa má nefna tvö dæmi um háttsemi sem er refsiverð ef fyrirtæki er á markaði, en annars utan gildissviðs vvl og eftirlits FME. 1) Innherji hefur upplýsingar um rekstur félags sem kemur til með að auka verðmæti þess verulega. Hann kaupir bréf af almenningi áður en tíðindin spyrjast og almenn- ingur verður þar með af hagn- aðinum. 2) Innherji hefur upp- lýsingar um rekstur félags svo ljóst er að ævintýrið er búið. Hann selur almenningi bréf sín og almenningur situr uppi með tapið. Þegar Rannís samþykkir félög sem gjaldgeng til skatta- afsláttar, þá á samkvæmt lögum að felast í því staðfesting á að upplýsingagjöf til fjárfesta sé tryggð í þeim tilgangi að vernda fjárfesta (ásamt fleiru). Stenst þetta? Hver hefur eftir- lit með upplýsingagjöfinni og hver verður dreginn til ábyrgð- ar ef eitthvað misferst? Með víðtækri þátttöku almenn- ings í fjárfestingum í óskráð- um hlutabréfum er einfald- lega verið að endurvekja „gráa markaðinn“ sem hér lifði góðu lífi um sl. aldamót. Það væri miður ef hinum mikla velvilja og meðbyr sem nýsköpunarfyr- irtækin njóta yrði fórnað á alt- ari „gráa markaðarins“. Þeir sem beita sér fyrir tak- markaðri upplýsingaskyldu félaga sem þiggja fé almenn- ings sýna mikla skammsýni sem skaða mun þau félög sem ætlunin er að hjálpa. Þetta er misráðinn greiði. Nýsköpun- arfyrirtæki þurfa að njóta vel- vilja fjárfesta í uppbygging- arfasa sem tekur oft langan tíma. Það sem er verra er að það þurfa bara fá félög að mis- nota forréttindin til að skemma fyrir öllum hinum fyrirtækj- unum. Vörn góðra félaga fyrir því að skaðast af svörtu sauðun- um er skráning á markað. Hún tryggir upplýsingagjöf til fjár- festa og að viðskipti eigi sér stað eftir settum reglum, hvoru tveggja undir eftirliti. Þannig greina góðu félögin sig frá fjöldanum og leggja áherslu á að þau eru traustsins verð. Upplýsingagjöf til fjárfesta er ekkert sem þau hræðast. Fyrir- tæki geta sniðið sér stakk eftir vexti þegar kemur að skrán- ingu. T.a.m. er kostnaður við skráningu á First North mark- aðinn lítill og fari nokkur fyrir- tæki á svipuðum tíma á markað er líklegt að þau geti lækk- að kostnaðinn enn frekar með samkomulagi við þá sem að skráningu koma. Hér er því skorað á metnað- arfull nýsköpunarfyrirtæki sem hyggjast afla sér fjár hjá almenningi að tryggja honum nauðsynlega vernd og þar með veita honum raunhæf tæki- færi til að nýta sér skattafslátt stjórnvalda til fjárhagslegs ábata. Nýsköpun Þórður Friðjónsson forstjóri Nasdaq OMX Iceland Með víðtækri þátttöku almennings í fjárfestingum í óskráðum hlutabréf- um er einfaldlega verið að endur- vekja „gráa markaðinn“ sem hér lifði góðu lífi um sl. aldamót. Það væri miður ef hinum mikla velvilja og meðbyr sem nýsköpunarfyrirtækin njóta yrði fórnað á altari „gráa markaðarins“. AF NETINU Píslarvættið, stóryrðin og svikabrigslin allsráðandi Sá spuni að ákvörðun þingmanna um að ákæra fyrir Lands- dómi sé einhverskonar pólitískt dómsorð, er orðin eins og mantra sem er tuggin aftur og aftur og píslarvættið, stóryrðin og svikabrigslin eru alls ráðandi. Það er hinsvegar engin end- anlegur dómur að fara fyrir Landsdóm, dómurinn yfir þeim sem þurfa ekki að sæta ákæru er hinsvegar endanlegur. [...] Leikreglurnar voru hinsvegar öllum ljósar þegar ákveðið var að setja þing- mannanefndina á laggirnar og líka þegar alþingismenn lofuðu að gera upp efnahagshrunið fyrir kosningar. Það er vægast sagt ömurlegur málflutningur að reyna að kveikja elda um allt samfélagið þegar ákvörðun Alþingis liggur fyrir. Það var öllum ljóst nema ef vera skildi stjórnmálamönnum að nið- urstaða þingsins verður aldrei annað en pólitísk. Þess vegna bíður ákæru- nefndar að rannsaka málið og Landsdóms að kveða upp úrskurð. smugan.is Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Útsölu lok Ti lb oð in g ild a á m eð an b irg ði r e nd as t. V SK e r i nn ifa lin n í v er ði . Fy rir va ra r e ru g er ði r v eg na m ög ul eg ra p re nt vi lln a. Lagerútsala Sparið allt að á völdum vörum 80% A ug lý si ng as ím i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.