Fréttablaðið - 01.10.2010, Síða 30

Fréttablaðið - 01.10.2010, Síða 30
 1. október 2010 FÖSTUDAGUR30 timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gunnlaugs Snædal læknis. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Sóltúni fyrir frábæra umönnum, ljúft viðmót og hlýju. Jón Snædal Guðrún Karlsdóttir Kristján Snædal Sólrún Vilbergsdóttir Gunnlaugur G. Snædal Soffía Káradóttir afabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhannes Arason, fyrrverandi útvarpsþulur, Þórsgötu 25, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 26. september, verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 6. október kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Elísabet Einarsdóttir Ása Jóhannesdóttir Ari Jóhannesson Jóhanna F. Jóhannesdóttir Einar Jóhannesson Ívar Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vin- áttu við andlát og útför okkar ástkæru Þórönnu Sigríðar Jósafatsdóttur, Dalseli 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær samstarfsfólk Þórönnu í leik- skólanum Rjúpnahæð fyrir ómetanlegan stuðning á erfiðum tíma og allt það indæla fólk sem af hlýhug og nærgætni annaðist hana í veikindum hennar. Jónsteinn Jónsson Elvar Freyr Jónsteinsson Rebekka Lea Te Maiharoa Grétar Jósafat Jónsteinsson Jón Ingiberg Jónsteinsson Viktoría Sigurgeirsdóttir barnabörn, systkini og tengdamóðir. Ástkær bróðir okkar, fósturfaðir og frændi, Bjarni Helgason, Grandavegi 47, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 21. septem- ber, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 5. október kl. 13.00. Guðlaug Helgadóttir Ívar H. Friðþjófsson Helga Helgadóttir Sveinn Ólafsson Steinunn Rán Helgadóttir og aðrir vandamenn. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Sigurður Reynir Björgvinsson, Lyngholti 12, Akureyri, lést föstudaginn 24. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. október kl. 13.30. Halldóra Björgvinsdóttir Viðar Pétursson Þóranna Björgvinsdóttir Brynja Björgvinsdóttir Friðbjörg Sveinbjörnsdóttir og frændsystkini. Innilegar þakkir til ykkar allra sem hafið sýnt okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu okkar, Þórunnar Gestsdóttur. Okkar innilegustu þakkir færum við starfsfólki Fríðuhúss, St. Fransiskusspítalans í Stykkishólmi, Foldabæjar, Landakots og Droplaugarstaða fyrir umönnun, hlýju og stuðning. Einnig viljum við þakka ótrúlega rausnarleg framlög í hina ýmsu styrktarsjóði í hennar nafni. Elíza Guðmundsdóttir Ari Guðmundsson Jóhanna Jóhannsdóttir Gestur Ben Guðmundsson Ingi Þór Guðmundsson Rannveig Haraldsdóttir Hjördís Guðmundsdóttir Ómar Karl Jóhannesson Eyjólfur Andri Arason Viktor Ben Gestsson, Einar Ben Gestsson Þórunn Hekla Ingadóttir, Aron Snær Ingason, Ísak Nói Ingason Elísa Gígja Ómarsdóttir, Inga Lilja Ómarsdóttir Elskulega systir okkar, mágkona, frænka og vinkona, Ástríður Halldóra Hallgrímsdóttir, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á Eir þriðjudaginn 21. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við Kristínu og starfsfólki hennar á Eir 1. hæð, B-álmu fyrir einstaka alúð, svo og hlýju og nærgætni í veikindum hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Jóhannsdóttir Kristján Guðmundsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Ögmundsdóttir, Holtsgötu 4, Ytri-Njarðvík, lést mánudaginn 27. september á Landspítalanum við Hringbraut. Sæmundur Þ. Einarsson Ingigerður Sæmundsdóttir Bjarni Jóhannsson Ögmundur Sæmundsson Heiða Ingólfsdóttir Baldur Sæmundsson Harpa Kristín Einarsdóttir Sigríður Sesselja Sæmundsdóttir Hleiðar Gíslason barnabörn og barnabarnabarn. MOSAIK Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Álfheiður Guðjónsdóttir, Hlíf II, Torfnesi, Ísafirði, lést á Öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði 23. september og verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 5. október kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Lára Guðbjörg Oddsdóttir Sigmar Ingason Kristín Oddsdóttir Bonde Peter Bonde Guðný Lilja Oddsdóttir Árni Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. JIMMY CARTER fyrrverandi Bandaríkjaforseti fæddist þennan dag árið 1924. „Ameríka fann ekki upp mannréttindi. í rauninni fundu mannréttindi upp Ameríku.“ Magnús Stefánsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, stendur á fimmtugu í dag. Í tilefni þess heldur hann veislu. Þegar Fréttablaðið spyr hvort hann sé búinn að baka til veislunnar svarar hann hlæjandi: „Já, eigum við ekki að segja það! Ég ætla að samfagna þessum áfanga með stór- fjölskyldu og vinum í kvöld og rifja upp gamla balltakta,“ en Magnús spilar á bassa í hljómsveitinni Upplyftingu. „Þeir verða með mér í kvöld, félagarnir og við tökum lagið.“ Magnús er ættaður frá Ólafsvík. Þar ólst hann upp og bjó þar til hann lauk þingmennsku á síðasta ári. Hann segir það forréttindi að hafa fengið að alast þar upp. Á Ólafsvík hafi hann tekið þátt í öllum störfum, var meðal annars til sjós um tíma og í smíðavinnu, auk þess sem hann vann í fiski. Magnús æfði einnig fótbolta og eins átti tónlistin hug hans allan. „Ég spilaði fótbolta með Víkingi í Ólafsvík og síðar FH. Ég var á kafi í tónlist og hef alltaf verið í hljómsveitum, spilað á gítar, trommur og bassa. Ég fer til Ólafsvíkur þegar tæki- færi gefst en þar búa foreldrar mínir, systkini og tengda- fólk. Það má kannski segja að ég sé heimakær,“ segir Magn- ús sem býr nú í Reykjavík með eiginkonu sinni, Sigrúnu Drífu Óttarsdóttur. Saman eiga þau tvö börn, Guðrúnu og Guðmund. „Það er nú varla hægt að kalla þau börn lengur. Sonur okkar er 19 ára framhaldsskólanemi og knattspyrnumaður hjá Fram, þar sem ég sit í stjórn. Dóttir okkar, 23 ára, er við nám í Danmörku og búsett þar. Hún á einmitt afmæli 2. okt- óber og við héldum gjarnan upp á daginn saman hér áður.“ Þegar Magnús er beðinn um að líta um öxl á þessum tíma- mótum, segir hann 50 ár varla gefa tilefni til þess. Hann vilji frekar horfa fram á veginn. Hann sakni einskis úr pól- itíkinni. „Það er frekar að það sé margt fram undan. Ég hætti á þingi á síðasta ári eftir fjórtán ára þingstörf og sneri mér að öðru. Síðan hef ég verið í ýmsum verkefnum og haft nóg að gera. Ég tel mig heppinn að hafa alltaf verið í störfum sem ég hef haft áhuga á.“ heida@frettabladid.is MAGNÚS STEFÁNSSON: FAGNAR FIMMTUGU Í DAG Rifjar upp gamla balltakta ALLTAF VERIÐ Í HLJÓMSVEIT Magnús Stefánsson heldur upp á 50 ára afmælið í kvöld með pompi og prakt og ætlar að grípa í bassann með hljómsveit sinni Upplyftingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 86

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.