Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 36
2 föstudagur 1. október núna ✽ stattu upp augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.sifcosmetics.is • Vinna gegn öldrun húðarinnar • Byggja á rannsóknum á líffræði húðarinnar • Án ilm- og rotvarnarefna Íslensk nýsköpun, hugvit og framleiðsla Gefa fallegri húð PI PA R\ TB W A • SÍ A • 0 22 0 2 010 ...ég sá það á Vísi Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það. B rynja Jónbjarnardóttir þykir ein efni-legasta fyrirsæta landsins í dag þrátt fyrir ungan aldur. Brynja sat fyrir á myndum fyrir vefverslun tískumerkisins Urban Outfitters í júní, en merkið er afskap- lega vinsælt um allan heim. Aðspurð segir Brynja verkefnið hafa verið auðveldara en mörg önnur sem hún hefur tekið að sér. „Þetta var mjög vel skipulagt hjá þeim og þarna var mikið af starfsfólki sem hugsaði vel um mann. Vinnudagurinn var frá 9 til 5 og ég held ég hafi sýnt að meðaltali um fimmtíu flíkur á dag,“ segir Brynja og bætir við: „Myndatökurnar voru líka frekar auðveld- ar því ég þurfti lítið að gera nema bara standa þarna og sýna fötin.“ Brynja hefur starfað sem fyrirsæta í tvö ár og dvaldi meðal annars í London og New York í sumar þar sem hún sinnti fyrirsætu- störfum á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein sú stærsta í heiminum í dag. Hún segist hafa gaman af starfinu og gæti vel hugsað sér að leggja það fyrir sig í framtíð- inni. „Þetta er eitthvað sem ég mundi vilja láta reyna á í framtíðinni. Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og í gegnum starfið fæ ég tæki- færi til að ferðast og hitta nýtt og skemmti- legt fólk. Þetta er samt miklu erfiðari vinna en margir halda, dagarnir eru langir og það er mikil pressa á mann að vera góð fyrirmynd. Maður er líka svolítið einn á báti og þarf að geta reddað sér sjálfur á milli staða. Einu sinni þurfti að hitta sjö mismunandi kúnna á sama deginum og þá er maður meira og minna á hlaupum á milli lesta allan daginn.“ Brynja hóf nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð í haust og segir skrítið að vera í fastri rútínu aftur eftir öll ferðalögin í sumar. Innt eftir því hvaða verk- efni henni hafi þótt hvað skemmtilegast að vinna við segir hún eftir stutta umhugsun: „Það var stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda. Við vorum uppi á hálendi í heila viku og það var rosalega gaman þrátt fyrir erfiða vinnu- daga.“ - sm BRYJNA JÓNBJARNARDÓTTIR, FYRIRSÆTA, SAT FYRIR HJÁ URBAN OUTFITTERS: SÝNDI FIMMTÍU FLÍKUR Á DAG Efnileg Brynja Jónbjarnardóttir þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag. Hún sat fyrir á myndum fyrir Urban Outfitters í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FJAÐURSKREYTT Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, var á meðal margra vel klæddra gesta í veislu til heiðurs Diane Von Fursten- berg. Wintour klæddist fjaðurskreyttri kápu við tilefnið. K vikmyndahátíðinni RIFF lýkur á sunnudag og því fer hver að verða síðastur til að njóta þess sem hátíðin hefur upp á að bjóða. Margar athyglisverðar kvik- myndir í leikstjórn kvenna voru sýndar á hátíðinni og ber þar að nefna íslensku stuttmyndirn- ar Knowledgy og Heart to Heart, heimildarmyndirnar Addicted in Afghanistan eftir Sharon Ward og Kimjongilia eftir N.C. Heikin. Kimjongilia fjallar um þá hörmulegu atburði sem hafa átt sér stað í Norðu-Kóreu undir ein- ræðisstjórn Kim Il Sung og nú sonar hans, Kim Jong Il. Kvik- myndin var frumsýnd í fyrra á Sundance-hátíðinni og við það tilefni sagði Heikin að henni hafi fundist það skylda sín að fram- leiða myndina svo fólk fái að sjá hvaða ástand ríkir í raun í landinu. Það var þó erfitt að ná í myndefni sem studdi við fram- burð viðmælenda Heikin þar sem bannað er að mynda í landinu auk þess sem lítið er til af myndefni frá Norður-Kóreu, nema það sem einræðisherrann hefur samþykkt. Myndin er sýnd í kvöld klukkan 18.00 í Bíó Paradís. - sm RIFF kvikmyndahátíðinni fer að ljúka: Varð að segja söguna Kimjongilia Margar athyglisverðar myndir hafa verið sýndar á RIFF, Kimjongilia er þar á meðal. NÝJA LÍNAN FRÁ MAC Fabulous Feelines, er ótrúlega kvenleg og falleg. Línan samanstendur af bláum, gráum og silfurlituðum tónum og er útkoman konungleg og seiðandi. Matur er manns gaman Íslenskur læknir, Ragnar Freyr Ingv- arsson, búsettur í Svíþjóð heldur úti matarblogginu www.ragnarfreyr. blog.is. Ragnar er lunkinn kokkur og duglegur að prófa sig áfram í eldamennsk- unni. Á síðunni má finna uppskrift- ir að gómsæt- um grilluðum samlokum, sal- ati og heimagerðri parmaskinku. Ragnar Freyr mynd- ar alla þá rétti sem hann blogg- ar um og það er ekki laust við að maður fái vatn í munninn við að skoða herlegheitin. Hollt og gott Blogginu www.cafesigrun.com hefur verið haldið úti frá árinu 2003. Þar má finna ara- grúa af holl- um upp- skriftum, sem innihalda ekki hvítt hveiti, ger eða hvítan sykur. Þar má finna uppskriftir að súpum, kökum og öðrum matar- meiri réttum sem gaman er að prófa sig áfram með. Til- valið fyrir þá sem vilja taka mataræðið í gegn en vita ekki hvar á að byrja. Sætt undir tönn Uppskriftir að smákökum, heima- löguðum ís, bökum og öðru góð- gæti má finna á vefsíðunni www. faycat.blogspot.com. Síðan er öll á ensku, en það ætti ekki að vera fyrirstaða, enda auðvelt að fylgja uppskriftunum eftir. Það góða við síðuna er að réttirnir fara svolítið eftir árstíðum og því mikið af ísupp- skriftum yfir sumartímann, en meira af súpuuppskrftum á haustin. þetta HELST
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.