Fréttablaðið - 01.10.2010, Page 60

Fréttablaðið - 01.10.2010, Page 60
40 1. október 2010 FÖSTUDAGUR „Það er búið að standa lengi til að spila á tón- leikum á Íslandi. Það er kominn tími til og ég er mjög spenntur,“ segir tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson. Fyrstu sólótónleikar hans í fjögur ár verða haldnir í Hallgrímskirkju í kvöld í samstarfi við 12 Tóna og kvikmyndahátíðina RIFF. Þar ætlar hann, ásamt fimm manna hljómsveit, að spila lög af þremur plötum sínum: Englabörn, Ford- landia og IBM 1401, a User´s Manual. Einnig verður spilað töluvert af óútgefnu efni. Mynd- efni sem Magnús Helgason hefur gert sérstak- lega fyrir tónlist Jóhanns fær einnig að njóta sín á tónleikunum. „Það er æðislegt að geta komið fram á svona veglegum tónleikum í tengslum við kvikmyndahátíðina,“ segir Jóhann. „Það er gaman að geta gert þetta uppi í kirkju og með þessu myndefni frá Magnúsi. Hann hefur ferð- ast um heiminn með þessar myndir en ekki gert þetta áður á Íslandi. Þetta eru mjög fallegar myndir sem Magnús hefur búið til.“ Jóhann hefur tvisvar áður spilað í Hallgríms- kirkju, eða 2003 og 2004. Fyrst með Caput-hópn- um og síðan með strengjakvartett og Matthí- asi Hemstock. „Hljómurinn hentar tónlistinni minni rosalega vel og svo er ég mikill aðdáandi þessarar kirkju.“ Jóhann hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu að undanförnu, þar á meðal í Lissabon og í Berlín, sem hefur gengið mjög vel. Hann er einnig að ljúka við nýja plötu sem kemur út í maí, auk þess sem hann er að vinna að kvik- myndatónlist við dönsku myndina The Good Life. -fb Fyrstu einleikstónleikarnir í fjögur ár JÓHANN JÓHANNSSON Fyrstu sólótónleikarnir hans í fjögur ár verða haldnir í Hallgrímskirkju í kvöld. Óvenjulegt sýning verður opin í Hafnarfirði um helgina en þá ætlar Birgir Sigurðsson, mynd- listarmaður og rafvirki, að umbreyta íbúð sinni að Þúfu- barði 17 í myndlistargallerí. Listamennirnir sem taka þátt í fyrstu sýningunni eru Þorvaldur Þorsteinsson, Helena Jónsdóttir, Bjarni Þór Sigurbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Sara Björnsdótt- ir, Hlynur Hallson, Anna Sigríð- ur, Elín Anna Þórisdóttir, Helena Hans, Hjördís Frímann og Unnur Óttarsdóttir. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og er opin frá kl. 14.00 til 17.00 á laugardag og sunnudag en til stendur að halda tvær aðrar sýningar á þessu ári. Sumir lista- mennirnir munu vinna verk beint á veggi íbúðarinnar og þannig verður íbúðin að listaverki, sem tekur stöðugum breytingum. Gallerí í heimahúsi Menningar- og safnanefnd Garða- bæjar stendur fyrir klassískri tónleikaröð í vetur í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Hallveig Rún- arsdóttir sópr- ansöngkona og Gerhard Schull píanó- leikari ríða á vaðið í klass- ískri tónleika- röð á sunnudag en Schull er jafnframt listrænn stjórnandi tónleikaraðarinn- ar. Á tónleikunum á sunnudag verða flutt verk eftir Hugo Wolf úr Mörike-Lieder og ljóðaflokkur Hectors Berlioz, Les nuits d´été. Auk Hallfríðar kom fram á tón- leikunum í vetur Auður Gunnars- dóttir sópran, Þóra Einarsdóttir sópran, Ágúst Ólafsson baritón og píanóleikarinn Martijn van den Hoek. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Hallveig í Kirkjuhvoli HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR Næstum einum af hverjum fimm sjónvarpsáhorfendum og útvarps- áhorfendum í Bretlandi finnst óþægilegt að horfa eða hlusta á dagskrárefni þar sem samkyn- hneigð kemur við sögu. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum BBC. Um 1.600 manns tóku þátt í könnuninni. Um fimmtungi gagn- kynhneigðra finnst of mikið fram- boð af dagskrárefni sem tengist samkynhneigðu fólki, en 46 pró- sent töldu framboðið hæfilegt. Lesbíur kvörtuðu yfir skorti á samkynhneigðum konum í sjón- varpi og samkynhneigðir karlar sögðu staðalmyndir af homm- um enn alltof útbreiddar í bresku sjónvarpsefni. Enn viðkvæmt sjónvarpsefni LITTLE BRITAIN Nærri einum af hverjum fimm finnst óþægilegt að horfa á sjón- varpsefni þar sem samkynhneigð kemur við sögu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.