Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 60
40 1. október 2010 FÖSTUDAGUR „Það er búið að standa lengi til að spila á tón- leikum á Íslandi. Það er kominn tími til og ég er mjög spenntur,“ segir tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson. Fyrstu sólótónleikar hans í fjögur ár verða haldnir í Hallgrímskirkju í kvöld í samstarfi við 12 Tóna og kvikmyndahátíðina RIFF. Þar ætlar hann, ásamt fimm manna hljómsveit, að spila lög af þremur plötum sínum: Englabörn, Ford- landia og IBM 1401, a User´s Manual. Einnig verður spilað töluvert af óútgefnu efni. Mynd- efni sem Magnús Helgason hefur gert sérstak- lega fyrir tónlist Jóhanns fær einnig að njóta sín á tónleikunum. „Það er æðislegt að geta komið fram á svona veglegum tónleikum í tengslum við kvikmyndahátíðina,“ segir Jóhann. „Það er gaman að geta gert þetta uppi í kirkju og með þessu myndefni frá Magnúsi. Hann hefur ferð- ast um heiminn með þessar myndir en ekki gert þetta áður á Íslandi. Þetta eru mjög fallegar myndir sem Magnús hefur búið til.“ Jóhann hefur tvisvar áður spilað í Hallgríms- kirkju, eða 2003 og 2004. Fyrst með Caput-hópn- um og síðan með strengjakvartett og Matthí- asi Hemstock. „Hljómurinn hentar tónlistinni minni rosalega vel og svo er ég mikill aðdáandi þessarar kirkju.“ Jóhann hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu að undanförnu, þar á meðal í Lissabon og í Berlín, sem hefur gengið mjög vel. Hann er einnig að ljúka við nýja plötu sem kemur út í maí, auk þess sem hann er að vinna að kvik- myndatónlist við dönsku myndina The Good Life. -fb Fyrstu einleikstónleikarnir í fjögur ár JÓHANN JÓHANNSSON Fyrstu sólótónleikarnir hans í fjögur ár verða haldnir í Hallgrímskirkju í kvöld. Óvenjulegt sýning verður opin í Hafnarfirði um helgina en þá ætlar Birgir Sigurðsson, mynd- listarmaður og rafvirki, að umbreyta íbúð sinni að Þúfu- barði 17 í myndlistargallerí. Listamennirnir sem taka þátt í fyrstu sýningunni eru Þorvaldur Þorsteinsson, Helena Jónsdóttir, Bjarni Þór Sigurbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Sara Björnsdótt- ir, Hlynur Hallson, Anna Sigríð- ur, Elín Anna Þórisdóttir, Helena Hans, Hjördís Frímann og Unnur Óttarsdóttir. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og er opin frá kl. 14.00 til 17.00 á laugardag og sunnudag en til stendur að halda tvær aðrar sýningar á þessu ári. Sumir lista- mennirnir munu vinna verk beint á veggi íbúðarinnar og þannig verður íbúðin að listaverki, sem tekur stöðugum breytingum. Gallerí í heimahúsi Menningar- og safnanefnd Garða- bæjar stendur fyrir klassískri tónleikaröð í vetur í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Hallveig Rún- arsdóttir sópr- ansöngkona og Gerhard Schull píanó- leikari ríða á vaðið í klass- ískri tónleika- röð á sunnudag en Schull er jafnframt listrænn stjórnandi tónleikaraðarinn- ar. Á tónleikunum á sunnudag verða flutt verk eftir Hugo Wolf úr Mörike-Lieder og ljóðaflokkur Hectors Berlioz, Les nuits d´été. Auk Hallfríðar kom fram á tón- leikunum í vetur Auður Gunnars- dóttir sópran, Þóra Einarsdóttir sópran, Ágúst Ólafsson baritón og píanóleikarinn Martijn van den Hoek. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Hallveig í Kirkjuhvoli HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR Næstum einum af hverjum fimm sjónvarpsáhorfendum og útvarps- áhorfendum í Bretlandi finnst óþægilegt að horfa eða hlusta á dagskrárefni þar sem samkyn- hneigð kemur við sögu. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum BBC. Um 1.600 manns tóku þátt í könnuninni. Um fimmtungi gagn- kynhneigðra finnst of mikið fram- boð af dagskrárefni sem tengist samkynhneigðu fólki, en 46 pró- sent töldu framboðið hæfilegt. Lesbíur kvörtuðu yfir skorti á samkynhneigðum konum í sjón- varpi og samkynhneigðir karlar sögðu staðalmyndir af homm- um enn alltof útbreiddar í bresku sjónvarpsefni. Enn viðkvæmt sjónvarpsefni LITTLE BRITAIN Nærri einum af hverjum fimm finnst óþægilegt að horfa á sjón- varpsefni þar sem samkynhneigð kemur við sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.