Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 40
6 föstudagur 1. október
Víðar „herrabuxur“ eru það heitasta í hausttískunni í
ár ef marka má línur helstu tískuhúsanna. Þrátt fyrir
„herralegt“ snið eru buxurnar bæði flottar, flæð-
andi og ótrúlega kvenlegar og skiptir þá engu hvort
skálmarnar eru alveg síðar eða hálfsíðar. Buxur sem
þessar má sjá í haust- og vetrarlínum tískuhúsa á
borð við Etro, Alexander Wang, Chloé og Dries Van
Noten. Buxurnar eru frábær eign vegna þess að það
má klæða þær bæði upp og niður og nota þær við
ólík tækifæri. Klæðist maður fallegum hælaskóm
og flottri blússu við buxurnar er maður gjaldgeng-
ur í hvaða kokteilboð sem er, en einnig er hægt
að klæðast flatbotna skóm og skemmtilegum bol
og hlaupa í morgunkaffi með vinkonunum. Þessar
dökkbláu buxur fást í verslunninni Zöru og eru einn-
ig til í öðrum litum og útfærslum.
Björg Magnúsdóttir
Aldur? 25 ára
Starf? Meistaranemi, kynn-
ingarfulltrúi RIFF og blaða-
maður á Pressunni.
Lýstu þínum persónulega
stíl? Ég vel aðeins það
besta rétt eins og Sævar
Karl. Síðan er náttúru-
lega smekksatriði hvað það
besta er hverju sinni.
Mundir þú kaupa þér
þessa flík sjálf? Er enn að
pæla í því.
Við hvaða tilefni mundir
þú klæðast þessari flík?
Þetta eru þannig buxur að
mér finnst bæði hægt að
klæða þær upp og niður. Ég
sé þær fyrir mér á mánu-
dagsmorgni við stutterma-
bol, úlpu og strigaskó. Þær
væru líka smart við hæla-
skó og meiri pæjulæti í flott-
an kokteil.
Hvernig gekk að blanda
flíkinni saman við þinn
persónulega stíl og af
hverju varð þessi sam-
setning fyrir valinu? Það
gekk vel! Ég legg mikið upp
úr fágun og þægindum og
þær uppfylla bæði atrið-
in. Ég sá strax að þessar
buxur færu rosalega vel við
franska sjóliðajakkann minn
og keyrði þess vegna á þá
lausn.
Hrefna Hagalín.
Aldur? 21 árs
Starf? Kvikmyndagerðar-
maður.
Lýstu þínum persónu-
lega stíl? Mér finnst frek-
ar erfitt að lýsa stílnum
mínum, hann er algjört
bland bara. Ég nota mikið
svart, enda elska ég svart.
Svo vel ég oftast eitthvað
sem er þægilegt og fínt, ég
nenni lítið að vera í óþægi-
legum fötum.
Mundir þú kaupa þér
þessa flík sjálf? Nei,
reyndar ekki. Ég geng lítið í
buxum öðrum en gallabux-
um eða Munda-buxum.
Við hvaða tilefni mundir
þú klæðast þessari flík?
Dagsdaglega býst ég við.
Hvernig gekk að blanda
flíkinni saman við þinn
persónulega stíl og af
hverju varð þessi sam-
setning fyrir valinu?
Það gekk bara vel. Annars
hugsa ég lítið um hvern-
ig ég blanda fötum saman,
ég tek bara það sem ég sé
fyrst og finnst vera fínt!
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi
eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU