Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 40
6 föstudagur 1. október Víðar „herrabuxur“ eru það heitasta í hausttískunni í ár ef marka má línur helstu tískuhúsanna. Þrátt fyrir „herralegt“ snið eru buxurnar bæði flottar, flæð- andi og ótrúlega kvenlegar og skiptir þá engu hvort skálmarnar eru alveg síðar eða hálfsíðar. Buxur sem þessar má sjá í haust- og vetrarlínum tískuhúsa á borð við Etro, Alexander Wang, Chloé og Dries Van Noten. Buxurnar eru frábær eign vegna þess að það má klæða þær bæði upp og niður og nota þær við ólík tækifæri. Klæðist maður fallegum hælaskóm og flottri blússu við buxurnar er maður gjaldgeng- ur í hvaða kokteilboð sem er, en einnig er hægt að klæðast flatbotna skóm og skemmtilegum bol og hlaupa í morgunkaffi með vinkonunum. Þessar dökkbláu buxur fást í verslunninni Zöru og eru einn- ig til í öðrum litum og útfærslum. Björg Magnúsdóttir Aldur? 25 ára Starf? Meistaranemi, kynn- ingarfulltrúi RIFF og blaða- maður á Pressunni. Lýstu þínum persónulega stíl? Ég vel aðeins það besta rétt eins og Sævar Karl. Síðan er náttúru- lega smekksatriði hvað það besta er hverju sinni. Mundir þú kaupa þér þessa flík sjálf? Er enn að pæla í því. Við hvaða tilefni mundir þú klæðast þessari flík? Þetta eru þannig buxur að mér finnst bæði hægt að klæða þær upp og niður. Ég sé þær fyrir mér á mánu- dagsmorgni við stutterma- bol, úlpu og strigaskó. Þær væru líka smart við hæla- skó og meiri pæjulæti í flott- an kokteil. Hvernig gekk að blanda flíkinni saman við þinn persónulega stíl og af hverju varð þessi sam- setning fyrir valinu? Það gekk vel! Ég legg mikið upp úr fágun og þægindum og þær uppfylla bæði atrið- in. Ég sá strax að þessar buxur færu rosalega vel við franska sjóliðajakkann minn og keyrði þess vegna á þá lausn. Hrefna Hagalín. Aldur? 21 árs Starf? Kvikmyndagerðar- maður. Lýstu þínum persónu- lega stíl? Mér finnst frek- ar erfitt að lýsa stílnum mínum, hann er algjört bland bara. Ég nota mikið svart, enda elska ég svart. Svo vel ég oftast eitthvað sem er þægilegt og fínt, ég nenni lítið að vera í óþægi- legum fötum. Mundir þú kaupa þér þessa flík sjálf? Nei, reyndar ekki. Ég geng lítið í buxum öðrum en gallabux- um eða Munda-buxum. Við hvaða tilefni mundir þú klæðast þessari flík? Dagsdaglega býst ég við. Hvernig gekk að blanda flíkinni saman við þinn persónulega stíl og af hverju varð þessi sam- setning fyrir valinu? Það gekk bara vel. Annars hugsa ég lítið um hvern- ig ég blanda fötum saman, ég tek bara það sem ég sé fyrst og finnst vera fínt! Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.