Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 4
4 1. október 2010 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Sendir verða út greiðslu- seðlar eða uppgjör vegna tæp- lega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mán- aðarins. Bæði Íslandsbanki Fjár- mögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greið- anda frá upphafi. Fjöldi þeirra sem fyrsta kast- ið fá endurútreikning hjá Íslands- banka er 5.260 talsins, en alls þarf bankinn að endurreikna á tólfta þúsund lána. Heildarfjöldi samninga hjá SP er nærri 30 þús- undum, en þar hefur verið lokið við endurútreikning 7.800 lána. Fjárútlát vegna ofgreiðslna liggja þó ekki enn fyrir. Eftir bankahrun hægði á greiðslum vegna margvíslegra úrræða sem lánafyrirtækin buðu upp á. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hafa því á milli 50 og 60 prósent lán- takenda ekki ofgreitt af lánum sínum. Þá eru dæmi um að þótt komið hafi til ofgreiðslna sem myndi inneign hjá lánafyrirtæk- inu, þá sé hún minni en nemur eftirstöðvum lánsins. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Avant, segir fyrstu greiðsluseðla eða uppgjör verða senda viðskiptavinum um miðjan mánuðinn. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikning- urinn verði sem réttastur,“ segir hann. Samningar Avant eru á bil- inu átta til tíu þúsund og segir hann að í fyrsta áfanga verði hægt að endurreikna 20 til 30 pró- sent þeirra. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta strax í dag skoðað stöðu lána Fyrir mistök féll niður nafn Rögnu Sigurðardóttur gagnrýnanda mynd- listarsýningarinnar Níu sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Beðist er velvirð- ingar á því. LEIÐRÉTT DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur dæmt nær tvítugan mann í sex mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir að káfa á tveimur drengj- um á skátanámskeiði. Kynferðisbrotin gegn drengjun- um voru framin á árinu 2008. Þeir voru þá sjö og átta ára. Skátasamband Íslands hafði tilkynnt málið til barnaverndar Reykjavíkur sem fór fram á lög- reglurannsókn á því. Foreldrar annars drengsins höfðu tilkynnt til sambandsins um kynferðislega áreitni starfsmanns námskeiðs á vegum skátanna. Drengirnir tveir höfðu verið að spila tölvuleik inni í herbergi á staðnum þar sem námskeiðið var haldið. Maðurinn hafði þá spurt drengina, hvorn fyrir sig, hvort þeir væru kitlnir. Að því búnu hefði hann farið með hendina inn undir buxurnar hjá þeim. Maðurinn neitaði sök. Hins vegar horfðu þrír dómarar í málinu á myndupptöku af skýrslugjöf drengj- anna og töldu framburð þeirra í öllu tilliti trúverðugan og sannað að maðurinn hefði káfað á þeim. Mað- urinn hafði ekki áður gerst sekur um refsivert athæfi. -jss Starfsmaður brást trúnaðarskyldum og var dæmdur í héraðsdómi: Káfaði á drengjum á skátanámskeiði HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Þrír dómarar dæmdu málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Frumvarp þar sem tekið verður á því eftir hvaða leiðum á að vinna úr lánum eftir gengislána- dóm Hæstaréttar verður lagt fyrir Alþingi strax í næstu viku, að sögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Við vinnum að því baki brotnu að ljúka gerð frumvarpsins,“ segir hann og kveður vonir standa til þess að það verði jafnvel orðið að lögum fyrir lok mánaðarins. „Þetta verður að vera rétt og það verður að virka. Þetta verður að vera skýrt þannig að fólk skilji það. Samhliða þurfum við auðvitað að vera með einhvers konar verklag um stórfellt átak í skuldavanda fyrirtækjanna. Það er ekki hægt að skilja þau eftir.“ Frumvarp lagt fram í næstu viku Hægt að ganga strax frá þriðjungi gjaldeyrislána Íslandsbanki Fjármögnun og SP-Fjármögnun hafa lokið endurútreikningi vegna einföldustu gjaldeyris- lána. Avant fylgir í kjölfarið um miðjan mánuðinn. Beðið er frumvarps sem eyðir óvissu um önnur lán. ÁRNI PÁLL ÁRNASON Viðskiptaráðherra leggur fram frumvarp þar sem tekið verður á því eftir hvaða leiðum á að vinna úr lánum eftir gengislánadóminn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNING Fréttablaðið gefur fimm hundruð lesendum sínum fría bíómiða í dag. Til þess að nálg- ast miðana þurfa þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu að mæta í Kringluna, á Blómatorg fyrir framan Sony Center, klukkan 15.00 í dag. Fyrstur kemur fyrstur fær. Þeir sem búa utan höfuðborg- arsvæðisins geta skráð sig á Vísi. is til miðnættis í kvöld og eiga möguleika á því að vinna bíómiða. Miðinn er opinn og gildir í eitt ár hjá SAM bíóunum. Fréttablaðið býður í bíó: Gefur fimm hundruð miða LÖGREGLUMÁL Þrír karlar og tvær konur voru handtekin í íbúð í Graf- arholti í vikunni. Innandyra fannst nokkuð af munum en fullvíst er talið að um þýfi sé að ræða, meðal annars úr innbrotum. Unnið er að því að koma hinum stolnu hlutum aftur í réttar hendur. Svo virðist sem fólkið hafi notað stolinn bíl til að flytja ránsfenginn á milli staða en hann fannst fyrir utan hús þjófanna. Karlmennirnir eru allir á þrítugsaldri og konurn- ar um tvítugt. Þau hafa öll áður komið við sögu hjá lögreglu. - jss Fimm þjófar handteknir: Fluttu þýfi á stolnum bíl DÓMSMÁL Maður um fimmtugt hefur verið ákærður fyrir að valda óspektum og ónæði á Sel- fossi í allmörg skipti. Hann datt ölvaður utan í hillur Samkaupa, áreitti starfsfólk þar og sparkaði í tvo lögreglumenn sem handtóku hann. Þá lá hann á dyrabjöllum í fjölbýlishúsi á staðnum. Í verslun Krónunnar grýtti hann vörum að viðskipta- vinum og starfsfólki. Í allmörg skipti dvaldist hann í hitakompum eða sorpgeymsl- um fjölbýlishúsa og var með háreisti sem truflaði svefnró íbúanna. Þrettán flöskum af matarlit stal hann úr Samkaup- um og hafði neytt hluta þeirra þegar hann var handtekinn. - jss Fyrir dómi vegna ellefu brota: Grýtti vörum í viðskiptavini og drakk matarlit VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 17° 13° 12° 17° 17° 13° 13° 24° 16° 29° 23° 31° 9° 17° 21° 13°Á MORGUN 10-20 m/s Hvassast sunnan til. SUNNUDAGUR 5-10 m/s. 10 10 11 11 10 12 7 11 12 12 13 8 7 8 11 10 5 4 7 8 6 15 13 10 10 10 9 1010 11 11 12 HELGARVEÐRIÐ Það verður ansi kröpp lægð suður af landinu í dag og á morgun og verð- ur því stíf austanátt á landinu einkum sunnan- og suð- austanlands með tilheyrandi vætu. Á sunnudag verður vindur heldur hæg- ari en annars svip- að veður. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður sinna á vef Íslandsbanka Fjár- mögnunar. Hafi verið ofgreitt af láni er hægt að lækka eftir- stöðvar þess eða láta millifæra inn á bankareikning. Nýr gjald- dagi með nýrri afborgun verður í nóvember. „Starfsmenn bankans hafa unnið sleitulaust að því að endur- reikna lán viðskiptavina og stór hluti þeirra getur nú séð útreikn- ing lánsins og gengið frá honum á vefsíðu bankans,“ segir Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslands- banka Fjármögnunar. „Fram undan er mikil vinna við að klára þessa endurútreikninga og von- andi leysist fljótt úr þeirri réttar- óvissu sem ríkir um hvernig haga skuli uppgjöri þeirra sem hafa yfirtekið lán eða samninga.“ Haraldur Ólafsson, forstöðu- maður verkefna- og þjónustu- sviðs hjá SP-Fjármögnun, segir endurútreikning þar liggja fyrir strax á mánudag. Hann vonast til þess að með boðuðu lagafrum- varpi efnahags- og viðskiptaráð- herra vegna gengislánadómsins um miðjan mánuðinn verði eytt óvissu um hvernig ganga skuli frá þeim lánum sem út af standa. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, vonandi í nóvember, þá verðum við tilbúin með okkar útreikning hvaða leið sem verður fyrir val- inu.“ Framkvæmdastjóri Lýsingar svaraði ekki fyrirspurn um stöðu endurútreiknings. olikr@frettabladid.is Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikningurinn verði sem réttastur. MAGNÚS GUNNARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI AVANT AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 30.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,1175 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,09 113,63 179,84 180,72 154,44 155,30 20,720 20,842 19,314 19,428 16,876 16,974 1,356 1,364 175,92 176,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR © IL VA Ís la nd 2 0 10 einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8 112 Reykjavík www.ilva.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 Afmæli um helgina Fjöldi afmælistilboða Helgin 1. - 3. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.