Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 20
20 1. október 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Alþingi hefur nú til umfjöllunar frum-varp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frum- varpsins á Alþingi en það hefur sætt tals- verðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystu- sveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjör- dag. Eins gæti reynst flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum þegar leið- togar veljast ekki fyrr en á sjálfan kjör- dag. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir. Hugmyndin um persónukjör er góðra gjalda verð, enda mikil þörf á að auka áhrif kjósenda. Stjórnlagaþing mun fjalla um slíkar hugmyndir og útfæra þær. Ein leið sem stjórnlagaþing gæti tekið til athugunar er að skipta Alþingi aftur upp í tvær deildir, efri og neðri, og efna til óflokksbundins persónukjörs í aðra þeirra. Þannig gætu stjórnmálaflokk- ar áfram boðið fram í landshlutaskiptum kjördæmum til neðri deildar þingsins en til efri deildar yrði kosið einstaklings- kosningu þar sem landið yrði eitt kjör- dæmi. Þannig yrðu tvö framfaraskref tekin í einu vettfangi án þess að afnema hið rótgróna kerfi sem við búum við í dag. Þessi leið ætti því að falla flestum í geð. Kerfið gæti virkað þannig að þjóðin kysi t.d. þrettán þingmenn til efri deild- ar Alþingis en 51 til neðri deildar. Þannig yrði þingmönnum einungis fjölgað um einn þó að deildunum yrði fjölgað. Hand- hafar framkvæmdarvalds kæmu úr röðum neðri deildar og hún skipaði mál- efnanefndir þingsins. Meginhlutverk efri deildar þingsins væri að staðfesta eða synja ákvörðunum neðri deildarinnar og hún hefði einnig vald til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega myndi slíkt fyrirkomulag hvetja til vandaðri vinnubragða á Alþingi og gera þau lýð- ræðislegri. Einnig mætti hugsa sér að leggja niður embætti forseta Íslands og fela forseta efri deildar Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja. Þannig yrði þjóð- höfðinginn áfram þjóðkjörinn, t.d. sá sem fengi flest atkvæði í kjöri til efri deilar- innar. Slík breyting myndi færa þjóð- höfðingjanum raunverulegt hlutverk í stjórnskipan ríkisins og mögulega spara þjóðinni eitthvert fé. Persónukjör til efri deildar Alþingis Persónukjör Guðmundur Hörður Guðmundsson upplýsingafulltrúi Úr slitum í málsvörn Nafn Andra Árnasonar er íslenskri þjóð ekki ýkja tamt. Það gæti breyst á næstunni. Andri er nefnilega hæstaréttarlögmaðurinn sem Geir H. Haarde hefur fengið til að verja sig fyrir landsdómi. Þótt Andri sé álitinn mikil kempa meðal lögmanna hefur ekki borið mikið á honum út á við í gegnum tíðina eins og sumum kol- legum hans. Hann kemur þó töluvert við sögu í nýlegu fréttamáli: Slitastjórn Icebank hefur hafnað 195 milljarða kröfu Seðlabankans í þrotabú Icebank vegna lána sem runnu frá Seðlabankanum til Icebank skömmu fyrir hrun, og þaðan til annarra banka. Formaður slitastjórn- arinnar er Andri Árnason. Þeir vissu Rök slitastjórnarinnar – og þar með verjanda Geirs – fyrir því að hafna kröfunni eru efnislega á þessa leið: Seðlabankinn og bankastjórar hans, Eiríkur Guðnason, Ingimundur Friðriksson og Davíð Oddsson, vissu af slæmri stöðu þeirra banka sem Icebank lánaði sitt lánsfé áfram til. Lán Seðlabankans voru því mála- myndagerningur og brot á lögum um bankann og íslenska ríkið þarf að bera fullt tjón af því. Frjálslyndir eygja glufu Einu sinni var flokkur á Alþingi sem hét Frjálslyndi flokkurinn. Man fólk eftir honum? Ef ekki ætti yfirlýsing sem hann sendi frá sér í fyrradag að verða fólki hressileg áminning um að Frjálslyndir eru síður en svo dauðir úr öllum æðum. Nú hugsar formað- urinn Sigurjón Þórðarson sér gott til glóðarinnar og krefst kosninga. Landsdómsmálið hafi opinberað vanhæfni þingmanna. En það er varla nema von að Sigurjón og félagar vilji kosningar. Staða þeirra getur jú tæpast versnað. stigur@frettabladid.is S teingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, líktu báðir þeim ákvörðunum, sem Alþingi þurfti að taka um mál fyrrverandi ráðherra, við beizkan kaleik. Báðir töldu þeir að bergja yrði þann kaleik í botn. Nú hefur komið í ljós að kaleikurinn var meira en beizkur. Hann hefur eitrað pólitíkina enn meira en orðið var, með lítt eftirsóknarverðum afleiðingum fyrir land og þjóð. Það blasir til að mynda við að gjáin á milli flokkanna yzt til vinstri og hægri, VG og Sjálfstæðisflokksins, hefur enn dýpkað. Geir H. Haarde fór ekki í grafgötur um það eftir að ákvörðun Alþingis lá fyrir, hver hefði stjórnað „ofstækisöflunum“ í þing- inu sem vildu ákæra ráðherr- ana fyrrverandi. Það hefði verið Steingrímur J. Sigfússon. Líklega verður nú bið á því að Steingrímur bjóði formanni Sjálfstæðisflokksins í sumarbú- stað tengdó að ræða samstarf af nokkru tagi. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem stundum hefur verið viðrað að undan- förnu vegna þess hvað núverandi ríkisstjórn hefur gengið illa að koma mikilvægum málum fram, er sömuleiðis orðið mun fjarlæg- ari möguleiki. Gagnlegast er að grípa til Vídalínspostillu til að finna lýsingar við hæfi á reiði sjálfstæðismanna út í þann hluta þingflokks Samfylkingarinnar, sem réði úrslitum um ákæruna á hendur Geir. Úrslit landsdómsmálsins hafa grynnkað mjög á því góða milli flokkanna sem sátu lengst af við völd á meðan bankakerfið varð að óviðráðanlegu skrímsli, Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins. Sjálfstæðismenn eru líka afmyndaðir af reiði út í framsóknarmennina sem greiddu atkvæði með málshöfðun, ekki sízt Siv Friðleifsdóttur sem sat í síðustu stjórn þessara flokka og getur eins og aðrir framsóknarráðherrar prísað sig sæla yfir reglum um fyrningu brota á ráðherraábyrgð, þannig að þeir komu aldrei til umræðu í landsdómsmálinu. Á sundurþykkju stjórnarflokkanna var varla bætandi, en nú hefur niðurstaðan í landsdómsmálinu líka eitrað stjórnarsam- starfið meira en orðið var. Vinstri grænum finnst samfylkingar- fólkið sem ekki vildi ákæra vera aumingjar og samfylkingarfólk- inu sem vildi verja flokkssystkin sín finnst VG vera öfgamenn upp til hópa. Atli Gíslason barmaði sér yfir því í Fréttablaðinu í gær að hin gagnmerka skýrsla, sem þingmannanefnd hans vann um það hvað betur mætti fara í stjórnmálum, stjórnsýslu og löggjöf, hefði fall- ið í skuggann af málshöfðunartillögunni. Það er alveg rétt, en er nú samt aðallega einum manni að kenna; Atla Gíslasyni, sem þrátt fyrir ótal aðvörunarorð kaus að fara frekar fram með umdeilda tillögu sem sundraði þingheimi en að leitast við að leggja áherzlu á það sem samstaða var um og horfa fram á veg. Við þessar aðstæður virðist dálítið sérkennilegt að pólitíkusar úr ýmsum flokkum séu farnir að tala um kosningar. Hverjir eiga að vinna saman eftir þær kosningar? Hvar er nægilegt traust? Vona menn kannski að fram komi nýir flokkar, sem skeri þá gömlu niður úr snörunni? Landsdómsmálið setur mark sitt á pólitíkina. Eitraður kaleikur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.