Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 58
38 1. október 2010 FÖSTUDAGUR38 menning@frettabladid.is Í MINNINGU ARKITEKTS Slegið verður upp dagskrá helgaðri Jóni Haraldssyni arkitekt á Kjarvalsstöðum um helgina. Haraldur Jónsson myndlistarmaður og sonur Jóns, setur upp innsetningu, þar sem meðal annars verður brugðið upp mynd af byggingarlist og iðnhönnun Jóns, auk hljóðmyndar sem unnin er í samstarfi við Guðna Tómasson útvarpsmann. Hrunið var meðal ann- ars afleiðing löngu úrelts stjórnmálakerfis sem er orðið svo rótgróið að það breytist líklega ekki í bráð. Þetta er meðal niðurstaðna Sigurðar Gylfa Magnússon- ar sagnfræðings í nýlegu yfirlitsriti um sögu Íslands, sem kom út í Englandi á dögunum. Á dögunum kom út í Englandi bókin Wasteland with Words - A Social History of Iceland, eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagn- fræðing. Þar er meðal annars fjall- að um aðdraganda hrunsins í ljósi þriggja alda þjóðfélagsþróunar hér á landi. Forlagið Reakton Books gefur bókina út en það fór þess á leit við Sigurð að skrifa yfirlitsrit um Íslandssögu síðastliðinna þriggja alda árið 2003. „Mér fannst þetta spennandi áskorun,“ segir Sig- urður Gylfi. „Ég hef verið afar gagnrýninn á ritun hefðbundinn- ar yfirlitssögu og leit á þetta sem tækifæri til að skrifa öðruvísi rit með áherslum „míkrósögunnar“. Bókin er óvenjulegt yfirlitsrit að því leyti að hún leggur áherslu á einstaklinginn. Ég beini sjónum að einstaklingum sem uxu úr grasi á Íslandi, sérstaklega út frá menn- ingar- og menntasjónarmiðum og reyni að velta fyrir mér hvernig þau mótuðu fólk á 18., 19. og 20. öld. Ég set þetta auðvitað líka í samhengi við efnahagsmál og pól- itík en út frá sjónarhorni einstakl- ingsins.“ Þróun nútíma Íslands Sigurður Gylfi átti að skila hand- riti í árslok 2008, þegar efnahags- hrunið reið yfir. Í kjölfarið fékk hann nokkurra mánaða frest til að gera nokkrar áherslubreyting- ar á bókinni. „Bókin varð því að eins konar rökstuðningi fyrir því hvernig nútíma Ísland hafði þró- ast og hvers vegna það sigldi í strand.“ Í stuttu máli telur Sigurður Gylfi að ástæðan fyrir óförum Íslend- inga á 21. öld hafi mátt rekja til þess að hið pólitíska kerfi hafi lítið breyst undanfarna öld. „Í upphafi 20. aldar er komið á ákveðnu pólit- ísku kerfi sem nær ekki að þróast meðan allir aðrir þættir gera það. Með öðrum orðum tókum við að mennta stóran hóp fólks, sem við náum aldrei að nýta því það gilda önnur sjónarmið þegar er verið að ráða í opinbera geirann og hið pól- itíska kerfi; aðrar reglur en hæfn- islögmál.“ Staðnað kerfi sem festist í sessi Sigurður Gylfi segir að þær verk- lagsreglur sem gildi enn í hinu pólitíska kerfi á Íslandi hafi verið rökréttar í upphafi 20. aldar, þegar menntunarstig þjóðarinnar var lágt. „Þá hnipptu menn bara í þá sem þeir þekktu, sem voru yfirleitt aðrir karlar, og treystu til góðra verka. Þrátt fyrir að hafa orðið úrelt þegar leið á öldina endurnýj- ast þessi sjónarmið ekki; þvert á móti viðheldur hið pólitíska kerfi sjálfu sér og styrkist ef eitthvað er og til verður heill kúltúr í kringum það sem er einstaklega ógagnsær, samanber fjármál stjórnmála- flokka.“ Þessi arfleifð hefur enn trausta- tak á íslensku samfélagi að mati Sigurðar Gylfa og honum finnst ólíklegt að það eigi eftir að breyt- ast. „Þetta kerfi hefur afar sterk- ar rætur í íslensku samfélagi. Það tengist til dæmis atvinnulífi sterkum böndum og áhrifum þess hefur verið fleytt áfram gegnum einkavæðingu fyrirtækja. Þetta er þekkt saga. Ég tel því litlar líkur á að það sé að fara að endurnýja sig, heldur reyna að standa af sér öll veður.“ Wasteland with Words hefur vakið nokkra athygli ytra, til dæmis hefur verið fjallað um hana í The Economist og Times. Sigurð- ur Gylfi segir það hafa komið til tals að gefa hana út en ekkert sé ákveðið í þeim efnum en enska útgáfan er fáanleg í bókabúðum hér á landi. bergsteinn@frettabladid.is Úrelt kerfi en mun ekki breytast í bráð SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON Hið pólitíska kerfi sem hér ríkir var eðlilegt í upphafi 20. aldar, en festi sig í sessi og staðnaði meðan allir aðrir þættir samfélagsins þróuð- ust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ný bók um skopmyndamálið svonefnda eftir Flemming Rose, menningarritstjóra Jótlands- póstsins, kom út í Danmörku í gær. Rose bar ritstjórnarlega ábyrgð á birtingu skopmynda af Múham- eð spámanni í Jótlandspóstinum fyrir rúmum fjórum árum, sem vöktu miklar og harðvítugar deil- ur. Bókinni, sem nefnist Tavshed- ens tyranni eða Alræði þagnar- innar, er lýst sem persónulegri frásögn Rose af atburðarásinni þegar teikningarnar voru birt- ar sem og siðfræðilegum vanga- veltum um tjáningarfrelsi og sambúð ólíkra menningarhópa. Útgáfa bókarinnar vakti mikla athygli í Danmörku í gær og eru skiptar skoðanir á henni. Bóka- rýnir Berlingske Tidende lofar bókina í hástert og gefur henni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Ekstra Bladet er ekki jafn upp- numinn en segir hana engu að síður spennandi og mikilvæga heimild um samtímasögu, en miðlar á borð við Politiken taka bókinni með meiri fyrirvara. - bs Ný bók um skopmyndamálið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.