Fréttablaðið - 01.10.2010, Side 33

Fréttablaðið - 01.10.2010, Side 33
FÖSTUDAGUR 1. október 2010 3 „Venjulega höfum við haldið vor- hátíð á nýja árinu en hún féll niður í ár. Þess vegna ákváðum við að halda hausthátíð,“ segir Jón Egill Eyþórsson, kennari í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, en Konfúsíusarstofnunin Norðurljós heldur á morgun hausthátíð að kín- verskum sið í samvinnu við Kín- versk-íslenska menningarfélagið í Öskju. „Hátíðina ber upp á 15. dag 8. mánaðar tungldagatalsins sem er reyndar rétt liðinn en þetta er hefðbundin hátíð í Kína. Nokkurs konar uppskeruhátíð og Kínverjar setja hana í samband við fullt tungl á 15. degi,“ útskýrir Jón Egill. Hátíðinni tengjast ýmsir siðir og segir Jón hana ekki eingöngu bundna við Kína. Hún sé haldin víða í löndum Austur-Asíu með svipuðu sniði, verið sé að fagna uppskeru og hátíðinni tengist þjóð- sögur um tunglið og fleira. „Í Kína er hefð fyrir að hengja upp luktir og skreyta á þessari hátíð. Það fer eftir svæðum hvað er borðað á þessum tíma en við munum bjóða upp á mat fyrir gesti að smakka. Til dæmis sér- stakar tunglkökur sem eru litlar kökur í laginu eins og tungl. Þær eru borðaðar víðast hvar í Kína á hausthátíðinni,“ segir Jón Egill en kínverska sendiráðið gefur kökurnar. „Einnig bjóðum við upp á ýmis konar leiki og kynningar á kín- verskum hlutum. Þarna verða sýndar bardagalistir og dreka- dans, sungnir kínverskir söngvar og eins gefst gestum tækifæri til að spreyta sig á kínverskri mál- aralist og skrautskrift. Við miðum dagskrána við börn en það eru allir velkomnir,“ segir Jón Egill en hátð- íðin hefst klukkan 13 á morgun í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis. heida@frettabladid.is Drekadans á hausthátíð Kínversk-íslenska menningarfélagið býður til hausthátíðar í Öskju á morgun í samstarfi við Konfúsíusar- stofnun. Þar mæta kínverskir drekar og bardagamenn og boðið verður upp á tunglkökur. Jón Egill Eyþórsson kennari í kínverskum fræðum við HÍ, heldur utan um hausthátíð að kínverskum sið. Hátíðin hefst á morgun klukkan 13 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hægt verður að spreyta sig á kínverskri málaralist og skrautskrift á hátíðinni. MYND/JÓN EGILL EYÞÓRSSON Töðugjöld verða í Hval- fjarðarsveit sunnudag- inn 3. október. Þá bjóða íbúar Hvalfjarðarsveitar nágrönnum sínum að njóta ávaxta sumarsins frá klukkan 13 til 18. Börnin fá ýmislegt að gera í Félagsheimilinu á Hlöðum, Hótel Glym- ur býður upp á kleinur, klatta og kvennalist og námshestar á Kúludalsá bjóða gestum sínum að kynnast íslenska hest- inum. Álfholtsskógur verður opinn og á Lax- árbakka verður sveita- markaður svo eitthvað sé nefnt. www.skessuhorn.is Drekadans verður eitt atriðanna á hátíðinni á morgun. Sölustaðir: Krónan, Hagkaup, Nóatún, Nettó, Fjarðarkaup, Melabúðin, Maður lifandi, Þín verslun, Samkaup, Kjarval, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Húnvetninga, Hlíðarkaup Sauðárkróki, Kaskó Sauðárkróki HREINSUNARÁHRIF DRYKKSINS www.mysecret.is Rauðrófur eru þekktar fyrir hrein- sandi áhrif á blóð, ristil og meltingu. Þær eru góðar fyrir húðina og veita náttúrulega hrein- sun á einfaldan en öflugan hátt. Gojiber auka vellíðan og eru því oft kölluð „hamingjuberin“. Einnig eru þau sögð draga úr matarlyst og ofáti. Þau auka á framleiðslu T-frumna og hvetja hvítu blóð- kornin til hreinsunarstarfa. Cayenne pipar inniheldur virka efnið capsaicin sem hefur sýnt í rannsóknum að hann eykur fitu- brennslu. Rauður pipar er m.a notaður í fitubrennsluvörur og er sagður draga úr matarlyst, ásamt því að auka blóðflæði. Bláber eru holl fyrir hjartað þar sem þau vinna á slæma kólester- ólinu og gagnast einnig við þvag- færasýkingum, bæta meltingu og vinna á bakteríusýkingum. Þau eru einnig sneisafull af C og E vítamínum, sem og anthcya- nins, sem halda minninu hnífs- körpu með auknum aldri. Bláber geta lækkað kólesteról og hindrað fitusöfnun í æðum. Bláber innihalda mikið af andox- unarefnum og hafa hæsta ORAC gildið (oxygen radical absorb- ance capacity). En rannsóknarmenn skoða hversu vel phytochemicals og andoxunarefni vinna saman og finna þannig út þetta gildi eða andoxunarkraft þess. „Beat the body with goji“ • Seleníum og germaníum: Áhrifarik efni til varnar krabbameini. • Beta-sitosteról: Bólgueyðandi efni sem er talið lækka kólesteról og hefur verið notað til þess að meðhöndla getuleysi og stækkun á blöðruhálskirtli. • Seaxanþínn and lútín: Hafa verndandi áhrif á augu. • Betaíne: Framleiðir kólín í lifur sem hjálpar henni við hreinsun (detox). Það er einnig þekkt fyrir að auka minni, stuðla að vöðvavexti og sporna við feitri lifur (fatty liver disease). • Cyperone: Notað í meðferð á leghálskrabba meini. Hefur góð áhrif á blóðþrýsting, hjarta og tíða vandamál. • Solavetivon: Bakteríu- og sveppadrepandi. • Physalin: Efnablanda sem er talin styrkja ónæmiskerfið. Einnig talið áhrifaríkt í meðferð á hvítblæði, krabbameini og lifrarbólgu B. Vilt þú bjóða bestu vinkonu þinni í 4 daga ferð til Farðu þá inn á www. mysecret.is og svaraðu laufléttum spurningum Í lok október mun Ívar Guðmunds draga heppinn aðila í beinni á Bylgjunni. Hlustaðu og fylgstu með. VINNINGURINN ER: Ferð fyrir 2 og gisting á hótel Colonnade, Miðar á sýningu Blue Man Group, út að borða á veitingastaðinn Cuchi Cuchi, 2 gjafabréf hjá Victoria’s Secret í Boston og út að borða á Sjávarkjallaranum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.