Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 1. október 2010 3 „Venjulega höfum við haldið vor- hátíð á nýja árinu en hún féll niður í ár. Þess vegna ákváðum við að halda hausthátíð,“ segir Jón Egill Eyþórsson, kennari í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, en Konfúsíusarstofnunin Norðurljós heldur á morgun hausthátíð að kín- verskum sið í samvinnu við Kín- versk-íslenska menningarfélagið í Öskju. „Hátíðina ber upp á 15. dag 8. mánaðar tungldagatalsins sem er reyndar rétt liðinn en þetta er hefðbundin hátíð í Kína. Nokkurs konar uppskeruhátíð og Kínverjar setja hana í samband við fullt tungl á 15. degi,“ útskýrir Jón Egill. Hátíðinni tengjast ýmsir siðir og segir Jón hana ekki eingöngu bundna við Kína. Hún sé haldin víða í löndum Austur-Asíu með svipuðu sniði, verið sé að fagna uppskeru og hátíðinni tengist þjóð- sögur um tunglið og fleira. „Í Kína er hefð fyrir að hengja upp luktir og skreyta á þessari hátíð. Það fer eftir svæðum hvað er borðað á þessum tíma en við munum bjóða upp á mat fyrir gesti að smakka. Til dæmis sér- stakar tunglkökur sem eru litlar kökur í laginu eins og tungl. Þær eru borðaðar víðast hvar í Kína á hausthátíðinni,“ segir Jón Egill en kínverska sendiráðið gefur kökurnar. „Einnig bjóðum við upp á ýmis konar leiki og kynningar á kín- verskum hlutum. Þarna verða sýndar bardagalistir og dreka- dans, sungnir kínverskir söngvar og eins gefst gestum tækifæri til að spreyta sig á kínverskri mál- aralist og skrautskrift. Við miðum dagskrána við börn en það eru allir velkomnir,“ segir Jón Egill en hátð- íðin hefst klukkan 13 á morgun í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis. heida@frettabladid.is Drekadans á hausthátíð Kínversk-íslenska menningarfélagið býður til hausthátíðar í Öskju á morgun í samstarfi við Konfúsíusar- stofnun. Þar mæta kínverskir drekar og bardagamenn og boðið verður upp á tunglkökur. Jón Egill Eyþórsson kennari í kínverskum fræðum við HÍ, heldur utan um hausthátíð að kínverskum sið. Hátíðin hefst á morgun klukkan 13 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hægt verður að spreyta sig á kínverskri málaralist og skrautskrift á hátíðinni. MYND/JÓN EGILL EYÞÓRSSON Töðugjöld verða í Hval- fjarðarsveit sunnudag- inn 3. október. Þá bjóða íbúar Hvalfjarðarsveitar nágrönnum sínum að njóta ávaxta sumarsins frá klukkan 13 til 18. Börnin fá ýmislegt að gera í Félagsheimilinu á Hlöðum, Hótel Glym- ur býður upp á kleinur, klatta og kvennalist og námshestar á Kúludalsá bjóða gestum sínum að kynnast íslenska hest- inum. Álfholtsskógur verður opinn og á Lax- árbakka verður sveita- markaður svo eitthvað sé nefnt. www.skessuhorn.is Drekadans verður eitt atriðanna á hátíðinni á morgun. Sölustaðir: Krónan, Hagkaup, Nóatún, Nettó, Fjarðarkaup, Melabúðin, Maður lifandi, Þín verslun, Samkaup, Kjarval, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Húnvetninga, Hlíðarkaup Sauðárkróki, Kaskó Sauðárkróki HREINSUNARÁHRIF DRYKKSINS www.mysecret.is Rauðrófur eru þekktar fyrir hrein- sandi áhrif á blóð, ristil og meltingu. Þær eru góðar fyrir húðina og veita náttúrulega hrein- sun á einfaldan en öflugan hátt. Gojiber auka vellíðan og eru því oft kölluð „hamingjuberin“. Einnig eru þau sögð draga úr matarlyst og ofáti. Þau auka á framleiðslu T-frumna og hvetja hvítu blóð- kornin til hreinsunarstarfa. Cayenne pipar inniheldur virka efnið capsaicin sem hefur sýnt í rannsóknum að hann eykur fitu- brennslu. Rauður pipar er m.a notaður í fitubrennsluvörur og er sagður draga úr matarlyst, ásamt því að auka blóðflæði. Bláber eru holl fyrir hjartað þar sem þau vinna á slæma kólester- ólinu og gagnast einnig við þvag- færasýkingum, bæta meltingu og vinna á bakteríusýkingum. Þau eru einnig sneisafull af C og E vítamínum, sem og anthcya- nins, sem halda minninu hnífs- körpu með auknum aldri. Bláber geta lækkað kólesteról og hindrað fitusöfnun í æðum. Bláber innihalda mikið af andox- unarefnum og hafa hæsta ORAC gildið (oxygen radical absorb- ance capacity). En rannsóknarmenn skoða hversu vel phytochemicals og andoxunarefni vinna saman og finna þannig út þetta gildi eða andoxunarkraft þess. „Beat the body with goji“ • Seleníum og germaníum: Áhrifarik efni til varnar krabbameini. • Beta-sitosteról: Bólgueyðandi efni sem er talið lækka kólesteról og hefur verið notað til þess að meðhöndla getuleysi og stækkun á blöðruhálskirtli. • Seaxanþínn and lútín: Hafa verndandi áhrif á augu. • Betaíne: Framleiðir kólín í lifur sem hjálpar henni við hreinsun (detox). Það er einnig þekkt fyrir að auka minni, stuðla að vöðvavexti og sporna við feitri lifur (fatty liver disease). • Cyperone: Notað í meðferð á leghálskrabba meini. Hefur góð áhrif á blóðþrýsting, hjarta og tíða vandamál. • Solavetivon: Bakteríu- og sveppadrepandi. • Physalin: Efnablanda sem er talin styrkja ónæmiskerfið. Einnig talið áhrifaríkt í meðferð á hvítblæði, krabbameini og lifrarbólgu B. Vilt þú bjóða bestu vinkonu þinni í 4 daga ferð til Farðu þá inn á www. mysecret.is og svaraðu laufléttum spurningum Í lok október mun Ívar Guðmunds draga heppinn aðila í beinni á Bylgjunni. Hlustaðu og fylgstu með. VINNINGURINN ER: Ferð fyrir 2 og gisting á hótel Colonnade, Miðar á sýningu Blue Man Group, út að borða á veitingastaðinn Cuchi Cuchi, 2 gjafabréf hjá Victoria’s Secret í Boston og út að borða á Sjávarkjallaranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.