Fréttablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 31
1. október 2010 FÖSTUDAGUR1
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
Byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur efnir, í
tilefni af alþjóðlegum byggingarlistardegi, til dagskrár á
Kjarvalsstöðum sem helguð er Jóni Haraldssyni arkitekt.
Um er að ræða innsetningu sem mun standa um helgina
en nánari upplýsinga er að leita á listasafnreykjavikur.is.
É
g kann nú lítið að elda og
mér þykir gott ef ég get
nokkurn veginn komið
mat ofan í fólkið í kring-
um mig,“ segir ljóðskáldið Ingi-
björg Haraldsdóttir þegar hún er
beðin um að deila góðri uppskrift
með lesendum. „Ég datt hins
vegar niður á uppskrift að eggja-
lausri eplaköku um árið sem
hefur reynst mér og mínu fólki
vel. Tengdadóttir mín er með
eggjaofnæmi og ég hef stundum
verið í vandræðum með að finna
eitthvað sem ég get boðið henni
upp á,“ segir Ingibjörg en upp-
skriftina fann hún í bæklingi frá
Osta- og smjörsölunni. Það sem
gerir kökuna sérstaka er rifinn
ostur sem kemur í staðinn fyrir
eggin og segir Ingibjörg útkom-
una koma skemmtilega á óvart.
Væntanlegt ljóðaþing í Nor-
ræna húsinu dagana 4.-7. okt óber
er Ingibjörgu þó ofar í huga en
matseld þessa dagana. Það er
haldið í tilefni stofnunar Menn-
Í kökunni er ostur í stað eggja sem gerir það að verkum að hún hentar vel fólki með eggjaofnæmi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
200 g sykur
35 g hveiti
¼ tsk. kanill
4-5 græn epli
140 g hveiti
50 g sykur
1 ½ tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
150 g 26% ostur, rifinn
65 g smjör, brætt
¼ bolli mjólk
Hitið ofninn í 200 gráður.
Afhýðið eplin, takið kjarnann úr og
sneiðið þau þunnt. Blandið saman
200 g af sykri, 35 g af hveiti,
kanil og eplum. Setjið í 24
cm eldfast mót. Blandið
svo saman restinni af
hveitinu og sykrinum,
lyftidufti, salti og osti.
Hrærið smjöri og mjólk
saman við og jafnið yfir
eplablönduna. Bakið í 30
mínútur.
Berið fram með þeyttum rjóma,
sýrðum rjóma eða ís.
ingarsjóðsins Kína-Ísland en
þingið sækja sex ljóðskáld frá
Kína, tvö frá Japan auk fulltrúa
frá hverju Norðurlandanna. Fjór-
um íslenskum skáldum er boðin
þátttaka en þau eru auk Ingi-
bjargar, Sigurbjörg Þrastardóttir,
Sigurður Pálsson og Vilborg Dag-
bjartsdóttir.
Menningarsjóðurinn var stofn-
aður að frumkvæði kínverska
kaupsýslumannsins og ljóðskálds-
ins Huang Nubo en markmið hans
er að stuðla að menningarlegri
samvinnu milli Íslands og Kína.
Ljóðaþingið er fyrsta formlega
verkefni sjóðsins en honum hefur
verið tryggt fjármagn til starf-
seminnar í tíu ár. Ingibjörg er
að vonum ánægð með þetta góða
framtak og hlakkar til að kynnast
hinum skáldunum. vera@frettabladid.is
Ingibjörg Haraldsdóttir datt niður
á eplakökuuppskrift fyrir nokkrum
árum sem fer vel í hennar fólk.
Eplakaka
með osti
EPLAKAKA ÁN EGGJA
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
4ra rétta
Góð tækifæ
risgjöf!
Kryddlegin bleikja
með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu
Humarsúpa
rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum
Fiskur dagsins
það ferskasta hverju sinni; útfærður
af matreiðslumönnum Perlunnar
*** eða / Or ***
Lambatvenna
með steinseljurótarmauki, aspas, rófu,
soðkartöflu og basil-myntu gljáa
Kókoshnetu Tapioca
með steiktu mangói og lychee sorbet
Verð aðeins 7.290 kr.
tilboðsseðill
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i