Fréttablaðið - 01.10.2010, Side 68
48 1. október 2010 FÖSTUDAGUR
Vefsíðufyrirtækið Davíð
& Golíat skaut mörgum
bandarískum vefsíðugerðar-
fyrirtækjum ref fyrir rass
þegar þurfti að smíða vef-
síðu fyrir góðgerðarsamtök-
in The Golden Hat Found-
ation.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
fyrir skömmu hefur Óskarsverð-
launaleikkonan Kate Winslet, í
samstarfi við Margréti Dagmar
Ericsdóttur, sett á fót góðgerðar-
stofnunina The Golden Hat Found-
ation. Winslet talaði inn á ensku
útgáfuna af Sólskinsdrengnum eftir
Friðrik Þór Friðriksson og hreifst
mjög af óþrjótandi baráttu Mar-
grétar og Kela, einhverfa stráksins
hennar. Þegar búið var að ákveða að
stofna góðgerðarstofnunina þurfti
að gera vefsíðu og eftir nokkra leit
og tilboð hrepptu íslensku fyrirtæk-
in Davíð og Golíat og Hvíta húsið
hnossið.
„Þetta var allt unnið með henni
og hennar hægri hönd og þá
sérstaklega í sambandi við
hönnunina. Við erum nátt-
úrulega enn að vinna
í vefnum en þetta er
að miklu leyti byggt á
hugmyndum hennar
og aðstoðarfólksins,“
segir Yngvi Tómasson
hjá Davíð & Golíat.
Það er Vala Þóra Sig-
urðardóttir hjá Hvíta
húsinu sem á heiðurinn
af hönnun vefsins en
Davíð & Golíat sáu
síðan um tækni-
legar útfærslur og
smíði hans auk þes
sem fyrirtækið hýsir
vefinn. „Við vorum í
mjög nánu sambandi
við Winslet og Mar-
gréti líka. Nei, það kom
mér ekkert á óvart að
Winslet skyldi hafa svona sterkar
skoðanir á öllu. Það eru gerðar mikl-
ar kröfur um að allt frá henni sé í
hæsta gæðaflokki,“ útskýrir Yngvi
og bætir því við að Winslet hafi
verið feykilega sátt með vefsíð-
una og hönnun Völu.
Undirbúningurinn fyrir
vefsíðugerðina sjálfa tók heil-
an mánuð en ferlið í kring-
um þetta var mikið lengra.
„Við unnum með Margréti
að gerð vefsíðunnar fyrir
Sólskinsdrenginn. Við
vissum því að þetta stæði
mögulega til og það var
Margrét sem gaf okkur
möguleika á því að gera
tilboð í verkefnið. Þetta
er góður gluggi fyrir
okkur því það er mikil
umferð um vefinn, sér-
staklega frá Bandaríkj-
unum, og gefur okkur og
Hvíta húsinu tækifæri til
að sækja á ný mið.“
freyrgigja@frettabladid.is
Gerðu vefsíðu fyrir Winslet
FÓLKIÐ Á BAK VIÐ VEFINN Vala Þóra Sigurðardóttir hannaði vefinn fyrir Kate Winslet en Yngvi Tómasson og félagar hjá Davíð &
Golíat sáu um að smíða hann. Fyrirtækið hýsir vefinn einnig en mikil umferð hefur verið um hann. Lógóið birtist einnig á vefsíðu
Virgin-fyrirtækisins sem er í eigu Richards Branson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ástralska söngkonan Kylie Minogue
hefur keypt sér í hús London þar
sem hún ætlar að búa með kærasta
sínum, spænsku fyrirsætunni Andr-
es Velencoso Segura. Þau hafa verið
saman í tvö ár. Fyrr á árinu var
talið að þau væru að hætta saman
en Minogue neitaði því alfarið.
„Ég er virkilega hamingjusöm.
Mér finnst þetta vera ný byrjun
á lífi mínu. Mig hefur langað að
flytja, mjög lengi, og ég var búin
að leita úti um allt án þess að finna
neitt,“ sagði söngkonan. „Þetta er
staður þar sem mamma og pabbi
geta verið tíðir gestir. Ég á líka loks-
ins minn eigin garð og ég hlakka til
að reyna fyrir mér í garðyrkjustörf-
unum.“
Kylie kaupir sér hús
KYLIE MINOGUE Söngkonan er flutt inn
í nýtt hús með kærasta sínum, Andres
Segura.
Gísli Örn Garðarsson og Víking-
ur Kristjánsson ætla að fljúga frá
London til Reykjavíkur og bjarga
þannig frumsýningu íslensku kvik-
myndarinnar Brims eftir Árna
Ólaf Ásgeirsson en hún verður
lokamynd alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðarinnar í Reykjavík á laugar-
dagskvöld. Lengi vel var allt útlit
fyrir að það yrðu ansi fáir leikarar
á frumsýningunni. Stærstur hluti
leikhópsins Vesturports frumsýn-
ir Faust í Young Vic-leikhkúsinu
í London í kvöld og svo eru þeir
Ingvar E. Sigurðsson og Ólaf-
ur Egill Egilsson að leika
í Íslandsklukku Þjóð-
leikhússins á sjálfu
frumsýningarkvöld-
inu en þeir leika
báðir stór hlutverk í
myndinni.
Gísli er auðvitað
„bara“ leikstjóri Faust og hans
verður því ekki saknað af sviðinu
í Young Vic. Víkingur hefur aftur
á móti verið skrifaður út úr verk-
inu vegna anna á heimavígsstöðv-
unum; konan hans, Halldóra Rut
Bjarnadóttir, er komin í leiklist-
arnám við Listaháskóla Íslands
en þau eignuðust barn fyrir þrem-
ur mánuðum. „Hans hlutverki var
bara dreift á aðra leikara,“ segir
Gísli Örn í samtali við Fréttablað-
ið. Tvö og hálft ár er liðið frá því
að tökur á Brimi hófust en kvik-
myndin er byggð á samnefndu
verki Jóns Atla Jónassonar. „Ég
held að ég hafi leik-
ið í heilli Holly-
wood-mynd á
milli þess sem
tökum lauk
og myndin er
frumsýnd,“
grínast Gísli
með og bætir því
við að þetta hljóti
að vera besta
dæmið um það
hversu vand-
virkir þeir
hafi verið við
eftirvinnslu
myndarinn-
ar. - fgg
Gísli Örn bjargar
frumsýningu Brims
LONDON-REYKJAVIK-LOND-
ON Gísli Örn Garðarsson
frumsýnir Faust í
kvöld í London.
Hann flýgur svo
heim til að
vera viðstadd-
ur frumsýn-
ingu Brims.
Víkingur
Kristjánsson
verður með
honum í för.
Námskeiðið er kennt á þriðjudögum og fi mmtudögum klukkan
20:00 – 21:00 í fjórar vikur í senn.
Þátttekendur geta mætt í alla opna tíma á meðan á námskeiðinu stendur.
Eftir námskeiðið fá þátttakendur eina fría viku auk 15% afslátt af kortum.
Upplýsingar og skráning í síma 695-8464 Drífa og 772-1025 Ágústa.
Eða á jogastudio.is
Byrjendanámskeið
í Hot jóga
Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið í Hot jóga
hefst þriðjudaginn 5. október
Seljavegur 2 - 101 Reykjavík
www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com