Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 66
 1. október 2010 FÖSTUDAGUR TAKTU ÞÁTT! SENDU SMS -IÐ EST BUD DY Á NÚMER IÐ 1900. ÞÚ GÆTIR U NNIÐ! FRUMSÝNDUR 7. OKTÓBER Í AUSTURBÆ Kvöldstund með Frímanni Gunnarssyni og gestum fór fram í Háskólabíói á mið- vikudagskvöld. Gestir voru ánægðir með fjölþjóðlegt grín sem þar var á boðstól- um. Ásamt Frímanni Gunnarssyni komu fram Frank Hvam og Casp er Christensen best þekktir úr Klovn- sjónvarpsþáttaröðinni, Jón Gnarr borgarstjóri, Ari Eldjárn úr Mið- Íslandi auk annarra þekktra grín- ara. „Mér fannst þetta alveg frábær sýning,“ segir Þrúður Vilhjálms- dóttir, leikkona, sem er bekkjar- systir Gunnars Hanssonar úr Leiklistarskólanum. „Strákarn- ir í Klovn voru líka skemmtileg- ir.“ Ragnar Bragason leikstjóri tók í sama streng. „Sýningin var glimr andi fín og kvöldið vel lukkað í heildina. Gunnar fór á kostum.“ Margt var um manninn eins og sjá má af myndunum en einungis var um að ræða eina sýningu. - sf, afb Glaðir gestir Frímanns HRESS Anna Ólafsdóttir og Guðjón Már Guðjónsson, eitt sinn kenndur við Oz, mættu galvösk á sýningu Frímanns. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Skemmtun ★★★ Kvöldstund með Frímanni Gunnarssyni Fram komu: Gunnar Hansson sem Frímann Gunnarsson, Ari Eldjárn, André Wickström, Linda Mahala, Frank Hvam, Casper Christensen, Jón Gnarr o.fl. Leikstjóri: Ragnar Hansson Nýjustu þættir bræðranna Ragn- ars og Gunnars Hanssona, Mér er gamanmál með Frímanni Gunn- arssyni, lofa mjög góðu. Í þáttun- um ferðast Frímann um Norður- löndin og hittir vinsæla grínista í hverju landi. Til að fagna þátt- unum var haldið skemmtikvöld í Háskólabíói á miðvikudagskvöld þar sem Frímann kom fram ásamt nokkrum grínistum úr þáttunum og öðrum fyndnum. Eftir vonlaust, uppskrúfað en alls ekki tilgangslaust atriði frá syngjandi kontrabassaleikara steig fyrsti grínistinn á svið. Ari Eld- járn hóf leikinn af krafti og náði troðfullum salnum auðveldlega á sitt band. Ari fór hratt yfir, dritaði bröndurunum yfir viðstadda sem átu hreinlega úr lófa hans. Næstur á svið var einn vinsæl- asti grínisti Finna, André Wick- ström. Hann stóð sig mjög vel, þrátt fyrir að geta augljóslega ekki flutt grínið á eigin tungumáli. Tungumál voru reyndar hálfgert þema kvöldsins, þrátt fyrir að það hafi eflaust ekki verið ætlunin. Salurinn var á bandi Wickströms og veltist um af hlátri í lokin þegar hann gerði grín að frændum okkar Dönum, sem Ari Eldjárn var reyndar búinn að kalla stóru syst- ur okkar fyrr um kvöldið. Frímann Gunnarsson er gamal- dags og hafði ekki mikla á trú á norska grínistanum Lindu Mahala. Ekki vegna þess að hún er norsk, heldur vegna þess að hún er hún. Tungumál og þjóðernisárekstr- ar voru henni hugleiknir, en því miður var hún alls ekki nógu fynd- in. Eftir hlé mætti trúðurinn Frank Hvam á svið. Hann naut þess aug- ljóslega að vera gríðarlega vinsæll á Íslandi og flutti nokkuð fynd- ið atriði um kynóra sína, gamlar konur og hvernig þetta tvennt fer saman. Eftir að danski grínistinn Casper Christensen mætti óvænt í spjall til Frímanns steig borgarstjórinn Jón Gnarr á svið. Hann fór með gam- anmál á ensku og sagðist gera það sérstaklega fyrir Frank Hvam. Eins og gefur að skilja hefði Jón á íslensku verið talsvert fyndnari, þó að atriði hans hafi vissulega verið fyndið. Einn áhorfandi sem ég hitti velti fyrir sér hvers vegna Jón flutti grínið á ensku fyrir einn, en ekki á íslensku fyrir hina þúsund sem sátu í áhorfendasætunum. Frímann Gunnarsson var límið sem hélt atriðunum saman. Eftir hvert uppistand settust grínistarn- ir niður í betri stofuna og spjölluðu við Frímann sem átti í miklum erf- iðleikum með að skilja hvers vegna leikarar fara út á lágmenningarleg- ar brautir grínsins. Gunnar Hans- son var í einu orði sagt frábær í hlutverki Frímanns og fór létt með að halda þéttum takti í sýningunni þó endirinn hafi verið snubbóttur. Loks verður að nefna hljómsveit- ina, sem hinn stimamjúki Birgir Ísleifur Gunnarsson stýrði. Hún var frábær, en hefði mátt spila stærri rullu. Atli Fannar Bjarkason Niðurstaða: Skemmtileg sýning með fyndnum grínistum. Sumir voru fyndn- ari en aðrir, en Ari Eldjárn, nýliðinn í hópnum, stóð sig best. Frímann hélt vel utan um sýninguna en endirinn var snubbóttur. Gott samnorrænt grín VELKOMIN Frímann býður gesti vel- komna í Háskólabíó á miðvikudags- kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þorkell Guðjónsson og Hreinn Eggerts- son klæddu sig upp á í tilefni dagsins. Halldór Örn, Róbert Vilhjálmur og Þrúður Vilhjálmsdóttir voru vígaleg að vanda. Jörundur Ragnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson gætu hafa rætt um hvernig er að vera leikari, enda báðir í faginu. Óskar Páll Þorgilsson og Nína Björns- dóttir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta. Leikstjórinn Ragnar Bragason og hljóð- maðurinn Huldar Freyr Arnarson, beint úr bransanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.