Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 6
6 7. október 2010 FIMMTUDAGUR Telurðu að hlífa eigi fæðingar- orlofssjóði frá niðurskurði hins opinbera? Já 56% Nei 44% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að mótmæli við Austur- völl muni leiða til pólitískra breytinga á næstunni? Segðu skoðun þína á vísir.is FRÉTTASKÝRING Hvað hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á móti flatri skuldaafskrift? Allmikil umræða varð snemma árs 2009 um kosti þess að mæta skulda- vanda þjóðarinnar með flatri 20 prósenta niðurfellingu húsnæðis- skulda heimila og heildarskulda fyrirtækja. Hugmyndin, sem komin var frá Framsóknarflokki og naut hljómgrunns í Sjálfstæðisflokki, hefur nokkrum sinnum skotið upp kollinum síðan. Í nýendurskoðaðri viljayfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar um efna- hagsáætlun landsins í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) eru hins vegar tekin af öll tvímæli um að leiðin sé á dagskrá. Áherslan sé á að hjálpa þeim verst stöddu. Eftir að nokkra umræðu í fyrra kom í ljós að hún hugnaðist ekki AGS. Í viðtali við Fréttablaðið 14. mars 2009 sagði Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar sjóðsins að slík aðgerð yrði ríkisstjórninni mjög dýr og skilaði litlum árangri. Mat sendinefndarinnar var að flöt skuldaniðurfelling væri ekki möguleg. Þeir sem ekki þyrftu á því að halda myndu hagnast veru- lega á skuldaniðurfellingunni, en þeir sem þyrftu á aðstoð að halda fengju hana ekki. Þessa skoðun áréttaði Flanagan svo í apríllok á þessu ári, að lok- inni annarri endurskoðun áætlunar- innar. Á símafundi með fjölmiðlum harmaði hann að sá árangur sem stjórnvöld hefðu náð í að takast á við skuldavanda heimila skyldi hafa komið fram í skrefum sem virtust hafa ýtt undir væntingar um fjársjóð við enda regnbogans. „Þar er engan fjársjóð að finna,“ sagði hann og kvað kröfur um flata afskrift óraunhæfar. „Peningar til slíkra aðgerða eru ekki til. Ef ein- hver hugmynd er vond, þá er það þessi,“ sagði hann og ítrekaði að afksriftum ætti ekki að beita nema þörf krefði. „Ástæðulaust er að afskrifa háar skuldir hjá einhverj- um sem einnig á miklar eignir.“ Flestir hagfræðingar hafa tekið undir að hugmyndin um flata skuldaafskrift sé slæm og þá hafa lífeyrissjóðirnir verið á móti henni, enda liggur hluti húsnæðisskulda í lánum frá þeim. Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri Landssam- bands lífeyrissjóða, sagði í mars í fyrra að leiðin væri ávísun á skerð- ingu lífeyrisréttinda. Við 20 pró- senta afskrift myndu eignir sjóð- anna skerðast um 33 milljarða, en á þeim tíma voru sáralítil vanskil á lánum sjóðanna. Þá kom fram í svari viðskiptaráð- herra á Alþingi í maí á þessu ári að kostnaður ríkisins við að lækka höfuðstól verðtryggðra lána um 20 prósent yrði 229 milljarðar króna. Greiðslubyrði meðalláns hjá íbúða- lánasjóði myndi að jafnaði ekki lækka um nema fimm til níu þús- und krónur á mánuði. olikr@frettabladid.is Flöt afskrift er vond hugmynd segir AGS Að mati AGS er ástæðulaust að afskrifa skuldir eignafólks. Sjóðurinn hefur frá upphafi verið á móti hugmyndum sem viðraðar hafa verið um flata skulda- afskrift. Efnahagsáætlun stjórnarinnar byggir á því að hjálpa þar sem þörf er á. Fylgjandi Á móti Ólík sjónarmið varðandi flata niðurfellingu skulda Flöt skuldaleiðrétting er fljótvirk og almenn aðgerð sem nýtist öllum. ALMENNT Fjöldi fólks sem ræður vel við afborganir lána sinna og stendur vel fengi felldar niður skuldir. Greiðslubyrði verðtryggðra lána til 25 og 40 ára myndi ekki léttast svo við fimmtungsafskrift að úrslitum skipti hvað varðar fjárhagslega heilsu heimilanna. Um er að ræða tapað fé sem ætti að afskrifa og hefur þegar verið gert við yfirtöku kröfuhafa á bönk- unum. „Þetta snýst um að lækka kröfur sem ekki er innistæða fyrir,“ sagði for- maður Framsóknarflokksins í Fréttablaðinu 20. maí síðastliðinn. Lánasöfn yrðu heilbrigðari og velta myndi aukast í hagkerfinu. EFNAHAGSLÍF Milljarðakostnaður fellur á ríkissjóð sem leggja þyrfti Íbúðalanasjóði til fé til að mæta höfuðstólslækkuninni, þannig að hann standist kröfur um eiginfjárhlutfall. Eignir lífeyrissjóða myndu skerðast og væntanlega lífeyrisréttindi almennings um leið. Starfshópur Seðlabankans sagði í mars 2009 að flatar afskrftir yrðu bornar af ríkissjóði, eða erlendum kröfuhöfum að fengnu samþykki þeirra. Aðgerðirnar yrði að fjármagna með skattahækkunum eða niðurskurði ríkisútgjalda. Nýju bankarnir hafa keypt lánasafn gömlu bankanna á 50 prósenta afslætti og því rúm til að lækka skuldir. LÁNASÖFNIN Ólíklegt að kröfuhafar samþykki afskriftir á lánum sem annars myndu innheimtast. Kostnaður félli líklega á ríkissjóð. “Estelle” 2 +1+1+sófaborðTil í kubu grey og natural lit. Listaverð kr. 299.900,- Tilboðsverð m/40% afsl. kr. 179.940,- Einnig nýkomin úti/inni sófasett í nokkrum litum og gerðum á frábæru verði. Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is Tilboð á nýjum bastsófasettum! Auglýsing um Aðalskipulag Langanesbyggðar 2007-2027 Sveitarstjórn Langanesbyggðar auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 ásamt umhverfisskýrslu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Tillagan sem nær til alls sveitarfélagsins er sett fram í aðalskipulagsgreinargerð með umhverfisskýrslu, þéttbýlisuppdrætti fyrir Þórshöfn í mælikvarða 1:10.000, þéttbýlisuppdrætti fyrir Bakkafjörð í mælikvarða 1:5.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarða 1:50.000. Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn og í Skólagötu 5 á Bakkafirði frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga frá 7. október 2010 til 18. nóvember 2010. Jafnframt er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist sveitarstjóra Langanesbyggðar eigi síðar en kl. 16.00 fimmtudaginn 18. nóvember 2010. Hægt verður að nálgast texta greinargerðarinnar, umhverfisskýrslu og uppdrætti aðalskipulagsins á heimasíðu Langanesbyggðar – www.langanesbyggd.is – frá og með 7. október 2010. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Langanesbyggðar Auglýsingasími MENNINGARMÁL „Við skulum að minnsta kosti orða það þannig að það hefði verið siðferðilega rétt að fá klárt leyfi til þess að nota þessar myndir,“ segir Knútur Bruun, lögfræðingur Myndstefs, um notkun Ólafs Elíassonar á ljósmyndum annarra af bílum í íslenskum vatnsföllum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær eiga að minnsta kosti tveir myndasmiðir ljósmyndir í verki Ólafs, Cars in Rivers, án þess að þeir hafi verið beðnir um leyfi fyrir notkun myndanna. Um er að ræða myndir úr albúmi sem skálaverðir Ferðafélags Íslands hafa safnað í Þórsmörk og skrifstofa félags- ins lét Ólaf hafa án þess að fá heimild myndasmið- anna. „Ólafur er í sjálfu sér að búa til nýtt höfundar- verk með því að raða þessum myndum öllum saman í syrpu. Sumir segja að Erró geri þetta stundum, hann tekur kannski verk eftir einhverja fimm eða tíu myndhöfunda og stillir þeim upp og skýtur svo inn á milli orrustuþotum og Kínverjum í samförum og býr þá til nýtt höfundarverk,“ útskýrir Knútur, sem kveð- ur Ólaf hins vegar hafa búið til seríu úr myndum án þess að blanda þeim saman eða eiga við á annan hátt. „Hann er nú farinn að nálgast það ansi mikið að taka höfundarverk annarra; þessara ljósmyndara. Það er alveg á mörkunum að það sé hægt að gera án þess að fá leyfi,“ segir Knútur. - gar Lögfræðingur Myndstefs segir Ólaf Elíasson hafa átt að fá heimild ljósmyndara: Siðferðilega rétt að biðja um leyfi ÓLAFUR ELÍASSON Listamaðurinn við verkið Cars in Rivers sem hann gaf Listasafni Íslands og er þar nú til sýnis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Við kynntum ráðherrun- um okkar hugmyndir og útfærslu á þeim. Ég lít björtum augum á framhaldið og vona að útkoman verði góð,“ sagði Marinó G. Njáls- son, stjórnarmaður í Hagsmuna- samtökum heimilanna, eftir fund með fimm ráðherra starfshópi um skuldamál í gærmorgun. Marinó segir að svo leið samtak- anna sé fær þurfi fleiri að koma að borðinu; lánastofnanir og líf- eyrissjóðir. Lykilatriði sé að lausn verði fengin með samningum en ekki lögboði. Næstu skref eru að bera saman tölur og er nýr fundur boðaður eftir helgi. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Jóhanna Sigurðardóttir hefði boðað forystu stjórnarandstöðuna á fund klukkan níu í gærmorgun. Ólöf Nordal Sjálfstæðisflokki og Þór Saari Hreyfingunni könnuð- ust hvorugt við slíkt fundarboð og mættu því ekki. Þór Saari segir í tilkynningu að á fundi með forsætisráðherra á þriðjudag hafi hann lagt fram sjö liða tillögur að úrlausn skulda- vandamála. Þá hafi hann lagt til að að þeim framkvæmdum yrðu kosningar tímasettar. Forsvars- menn ríkisstjórnarinnar hafi ekki séð ástæðu til að nálgast málin út frá því sjónarhorni. - bþs Hagsmunasamtök heimilanna bjartsýn á framhaldið eftir fund með ráðherrum: Vilja samninga en ekki lögboð Á LEIÐ Á FUND Forysta Hagsmunasam- taka heimilanna var mætt í Stjórnar ráðið klukkan tíu í gær. RÉTTABLAÐIÐ/GVA ORKUMÁL Ísland og Bandaríkin skrifuðu í gær undir samning sem miðar að aukinni þekkingu og frekari nýtingu jarðhitatækni um heim allan. Þetta er samvinnuverkefni orkumálaráðuneytis Bandaríkj- anna og iðnaðarráðuneytisins og er því ætlað að skapa grundvöll fyrir „vísindamannaskipti, sam- eiginleg verkefni, og nýsköpun á sviði menntunar, með það í huga að flýta tækniþróun.“ Þá er miðað að því að greina hindranir í vegi fyrir aukinni nýtingu jarðhita. -þj Samvinna um orkumál: Vinna að fram- gangi jarðhita KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.