Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 66
46 7. október 2010 FIMMTUDAGUR Gylfi Ægisson verður með tónleika á Faktorý í kvöld. Þar ætlar hann að spila flest af sínum vinsælustu lögum, þar á meðal Minningu um mann og Stolt siglir fleyið mitt. „Ég hef spilað þarna áður í afmæli en það má segja að þetta séu fyrstu stóru tónleikarnir í langan tíma þar sem ég er alveg einn,“ segir Gylfi. „Ég hef verið að spila þetta pró- gramm í afmælum og skemmta hjá íþróttafélögum og það hefur geng- ið mjög vel.“ Gylfi Ægisson fæddist og ólst upp á Siglufirði í umróti síldar áranna. Árið 1974 kom út platan Gylfi Ægis- son sem rokseldist og fleiri sóló- plötur fylgdu í kjölfarið. Tónleik- arnir hefjast stundvíslega kl. 22 en efri hæðin verður opnuð kl. 21. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Spilar sín bestu lög GYLFI ÆGISSON Siglfirðingurinn knái heldur tónleika á Faktorý í kvöld. Stórstjörnurnar ungu Lady Gaga og Justin Bieber stefna bæði að sama takmarki þessa dagana: Að komast upp í milljarðs áhorf á myndbandasíðunni Youtube. Búist er við að Gaga verði á undan snáð- anum Bieber og nái takmarkinu 20. október. Hún var með um 1,8 millj- ón áhorf á dag í september. Bie- ber nálgast hins vegar Gaga á ógn- arhraða, en hann er með um 3,7 millj- ón áhorf á dag. Búist er við að hann verði undir í keppninni og nái milljarðinum í byrjun nóvem- ber. Youtube-stríð VINSÆLL Justin Bieber er gríðarlega vinsæll á Youtube. KJÖTUÐ Búist er við að áhorfstölur Lady Gaga á Youtube nái milljarði í október. Meðlimum hljómsveitarinnar Weezer hafa verið boðnar tíu milljónir dala, ríflega 1,1 millj- arður króna, fyrir að hætta störfum. Það var Seattle- búinn James Burns sem efndi til undirskrifta- lista á netinu þar sem skorað er á hljómsveit- ina að hætta. Vill Burns meina að Weez- er hafi verið á niðurleið síðan platan Pinkerton kom út árið 1996. Burns hefur safnað 182 dölum en segir að ef allir sem festu kaup á Pinkerton leggi til 12 dali náist markmiðið. „Ef þeir geta haft þetta tuttugu milljónir, þá hættum við með stæl,“ sagði Scott Shriner, bassaleikari Weezer, í laufléttri Twitter-færslu um málið. Boðið stórfé fyrir að hætta STAÐNAÐIR Rivers Cuomo og félög- um í Weezer hefur verið boðið stórfé fyrir að hætta störfum. Hlustunarveisla verður haldin á Austur í kvöld þar sem lög af nýj- ustu plötum Hairdoctor, Retro Stefson og Bix verða spilaðar. Þær tvær fyrrnefndu koma út á vegum Braks, undirmerkis Kimi Records, en plata Bix kemur út hjá Muhaha Records um miðjan nóvember. Bix er nýfluttur heim frá New York en hann bjó þar og í Los Ang- eles í fjölmörg ár. „Ég var farinn að sakna Íslands. Ég var búinn að vera úti í þrettán ár og var kominn með nóg af New York í bili,“ segir Bix, sem heitir réttu nafni Birgir Sig- urðsson. Þar í borg starfaði hann við að semja tónlist við myndir og auglýsingar. „Mig langaði að gera meiri tónlist fyrir sjálfan mig. Það er svo mikil gróska á Íslandi í dag og svo mikil jákvæð sköpun í gangi. Það er mikil orka hérna.“ Bix hefur á ferli sínum endur- hljóðblandað lög við góðan orðstír, meðal annars með lög með Beck, Madonnu, Sigur Rós, múm og Gus Gus. Hann gaf fyrir um tíu árum út sex laga EP-plötu en nýja platan hans, Animalog, er í fullri lengd. Hún er elektrónísk þar sem lifandi hljóðfæri fá líka sinn sess. Helm- ingurinn er sunginn, þar sem Dan- íel Ágúst og Phil Mossman, einn af stofnendum hljómsveitarinnar LCD Soundsystem, koma við sögu. Plötusnúðarnir Sexy Lazer og DJ Margeir ætla að gefa út tvö DJ mix í kvöld og fólk getur mætt með mp3-spilara í hlustunarpartíið til að hala þau niður ókeypis. Veislan hefst stundvíslega klukkan 21.30. - fb Kominn með nóg af New York BIX Fyrsta plata Bix í fullri lengd, Anima- log, verður spiluð í kvöld ásamt nýjum plötum frá Hairdoctor og Retro Stefson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.