Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 58
38 7. október 2010 FIMMTUDAGUR Tónleikar ★ Lokatónleikar Sláturtíðar 2010 Ýmsir Maður býður ekki fólki heim í drasl. Þó upplifði ég það einmitt þannig á tónleikum SLÁTURs á laugar- dagskvöldið. SLÁTUR stendur fyrir Samtök listrænt ágengra tón- skálda umhverfis Reykjavík. Ég var kominn um tíu mínút- um fyrir auglýstan tónleikatíma í sal Listaháskóla Íslands. Enn var verið að tengja tæki, prófa hljóð- nema, stilla upp. Tónleikaskrár voru ekki komnar. Ekki tók betra við þegar tónleik- arnir hófust. Fólk var stanslaust að koma inn á meðan verið var að spila. Hefði ekki verið hægt að hafa einhverja stjórn á þessu? Finnski kammerhópurinn Defun ensemble flutti íslensk verk. Dimmt var í salnum og lesljós var yfir píanóinu. Það var staðsett svo klaufalega að það skein beint í augun á manni. Rétt eins og í yfir- heyrslu. Tónleikar eiga að vera sérstakur viðburður. Þar er fólki boðið inn í annan heim. Á tónleikum Jóhanns Jóhannssonar í Hallgrímskirkju kvöldið áður var gengið inn í myrkv aða kirkjuna, og óljós leiðslutónlist, fjarlægar raddir og kliður tóku á móti manni. Stemn- ingin á undan var forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Á tónleik- unum nú vantaði hugsun og skipu- lag. Og smekkvísi! Segjast verður að sumt á dag- skránni var álíka spennandi og umgjörð tónleikanna. Ég hef heyrt ýmislegt sniðugt eftir Áka Ásgeirsson, sem reið á vaðið. Því miður hljómaði verk að nafni 305 gráður eins og óþekkur krakki léki lausum hala í hljóðfærabúð. Tónlist Áka er spontant og verð- ur oft til á augnablikinu sem hún er flutt. Hér hefði mátt undirbúa hana betur. Áheyrilegri var Hlynur eftir Magnús Jensson. Mjög langir, háir tónar mynduðu athyglisvert burð- arvirki tónsmíðarinnar. Inn á milli fléttuðust síður spennandi tóna- hendingar. Þær voru gamaldags, eins og ómur frá áttunda áratug síðustu aldar. Hakkalamaka eftir Guðmund Stein Gunnarsson virtist frumlegri og var a.m.k. þægilega dáleiðandi. Maður varð samt ekki var við mikinn innblástur. Hlynur Aðils Vilmarsson átti óvanalega tónsmíð, Maxam remiximer. Ég held að hún hafi átt að vera fyndin. Stefin voru skringi- lega samsett úr djúpum bassa og tónum af efsta sviði. Ekkert meira en það. Og Krí-krí eftir Ríkharð H. Friðriksson var líka á húmorískum nótum. Þar heyrðist kríugarg úr hátölurum, sem fór svo í gegnum fremur lítilfjörlegt umbreytingar- ferli. Ég verð að segja að hvorugt verkið var fugl né fiskur. Langbesta tónsmíðin, Hring- ur 1, var eftir Hilmar Þórðarson. Hringurinn var falleg samsetning langra, seiðandi tóna. Og hringlaga grafíkin/nótnaskriftin á veggnum fyrir ofan hljóðfæraleikarana var heillandi. Þetta var eina verkið sem virtist vera eitthvað meira en bara skipulögð hljóð, eða óskipu- lögð óhljóð. Hér heyrði maður inn- blásinn skáldskap. Það hefði mátt vera meira um hann á tónleikun- um. Jónas Sen Niðurstaða: Umgjörð tónleikanna var ábótavant. Og flest verkin voru svona og svona. Hvar var skáldskapurinn? HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 7. október ➜ Opið Hús 17.00 Útgáfuteiti verður í Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18 í kvöld frá 17-19 í tilefni af útgáfu bókar- innar Ferð til fjár. ➜ Tónleikar 20.00 Helgi Björns syngur Hauk Morthens í Salnum, Kópavogi, undir yfirskriftinni “Til eru fræ” í kvöld. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.00. 20.00 Hljómsveitirnar Trust the Lies, We Made God og Vulgate spila á Fimmtudagsforleik Hins hússins í kvöld kl. 20.00 Frítt inn. 21.00 Hljómsveitin Jón Jónsson verður með tónleika í kvöld á Græna hattinum á Akureyri. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. 22.00 Gylfi Ægis verður með tónleika á Faktorý, að Smiðjustíg 6, í kvöld. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 22.00. ➜ Leikrit 20.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýna leikritið „Nakinn maður og annar í kjólfötum” eftir Dario Fo. Leikritið verð- ur sýnt að Austurmörk 23, Hveragerði fimmtudaginn 7 október kl. 20. ➜ Dans 20.00 Transaquania - Into thin Air í uppsetningu Íslenska Dansflokksins verður frumsýnt í kvöld kl. 20.00. Upp- setningin fer fram í Borgarleikhúsinu á Stóra Sviðinu. ➜ Tónlist 22.00 Breakbeat.is kvöld verður á Prik- inu í kvöld. Dagskrá hefst kl. 22.00. Auglýst eftir innblæstri Au gl ýs in ga sím i Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 WWW.LEIKFELAG.IS NÆSTA SÝNING 7. OKT. Í HOFI MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS SALA AÐGÖ NGUMIÐA Á WWW.LE IKFELAG.IS „Hörkushow” Mbl. Ein aukasýning! 8. október kl. 23:15 – Sýningin er flutt á ensku Tryggðu þér miða strax Hárbeitt háð um Ísland sem var Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Alþjóðleg sviðslistahátíð í Reykjavík 8 – 10.október Sýningar föstudagskvöld í Borgarleikhúsinu Miðasala á www.borgarleikhus.is og 568 8000 Transaquania – Into Thin Air Sagan af kynjaverum Bláa lónsins heldur áfram kl 19.30 Sýnd áfram í október og nóvember Humanimal Kraftmikil, fyndin og falleg verðlaunasýning kl 21.45 á Stóra sviði Borgarleikhússins Aðeins þessi eina sýning – sýnd á ensku Þú ert hér Svar leikhússins við þrengingum íslensku þjóðarinnar kl. 23.15 Aðeins þessi eina sýning - sýnd á ensku -Miðnæturleikhúsferð! Upplýsingar um allar sýningar á www.kedja.id.is Heildardagskrá á www.tjarnarbio.is Menningarkvöld Mono og Norðfirðingafélagsins. Hljómsveitin MONO heldur upp á 2. ára starfsafmælið sitt með hörku balli á flottasta skemmtistað landsins, SPOT, Kópavogi föstudaginn 8.október. “Þetta er búinn að vera viðburðarríkur tími og við höfum brallað ótrúlegustu hluti en við erum rétt að byrja...” FRÍTT INN TIL KL.01:00 ! 1.000 KR EFTIR ÞAÐ Komd‛í ammli !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.