Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 46
Orange Elephant heita tvær nýjar verslanir hér á landi með föndur- vörur fyrir börn. Í maí á þessu ári var opnuð verslun á Garðatorgi í Garðabæ og nú í október var önnur opnuð í Firðinum í Hafnarfirði. „Okkur langar að búa til keðju af verslunum en búðirnar á Garða- torgi og í Firðinum eru eins. Okkur langar einnig að opna fleiri búðir annars staðar á landinu á næstu árum en það bjóða ekki margar verslanir upp á föndruvörur fyrir krakka úti á landi,“ segir Katerina Gerasimova eigandi verslananna. Vörumerkið Orange Elephant kemur frá Moskvu og dreifast verslanirnar um allan heim. Kater- ina er sjálf frá Sankti Pétursborg og kynntist vörunum í Moskvu. Hún hefur verið búsett hér á landi síðustu sex ár og stund- að nám í tölvufræð- um við Háskólann í Reykjavík. Hún heillaðist þó svo af vörum og hugmynda- fræði Orange Elephant að hún skellti sér út í verslunar- rekstur. „Þetta er vel skipulagt fyrir- tæki sem vinnur stöðugt að nýjungum í þroskandi föndurvörum fyrir börn. Allar vörurnar eru öruggar og meira að segja óhætt að borða þær.“ Katerina nefnir boltaleirinn og mótunarleirinn sem vinsælar vörur. Á laugardögum eru hald- in námskeið fyrir krakka í versl- un Orange Elephant á Garðatorgi. Þar er málað, leikið með leir eða skreytt. Þáttökugjald er eitt þús- und krónur og taka börnin afrakst- urinn með sér heim. Heimasíða verslunarinnar er www.orange-elephant.is. heida@frettabladid.is Þroskandi föndurvörur Katerina Gerasimova rekur tvær verslanir Orange Elephant á Íslandi. Hún heillaðist af hugmyndafræði appelsínugula fílsins í Moskvu og dembdi sér út í verslunarrekstur eftir nám í tölvufræðum við HR. Bolta mótunarleirinn er léttur og meðfærilegur og auðvelt fyrir litla fingur að móta úr honum. Úrval af mótunarleir í öllum litum er að finna í verslununum. Orange Elephant leggur áherslu á að virkja sköpunar- kraftinn í krökkunum. Katerina, eigandi föndurvöruverslunar Orange Elephant í Firðinum, kynntist vörumerkinu í Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í verslunarleiðöngrum er nauð- synlegt að geta sest niður og fengið sér hressingu. Slíkt er ekkert vandamál í Firði. „ Stemningin á kaffitorginu okkar er eins og á lestar- stöð,“ segir Jón Arelí- usson bakari í Kökulist sem er á neðri hæðinni. Þar er freistandi tilboð á kaffi og tertusneið „alvöru hnallþóru“, 680 krónur. „Fleiri og fleiri eru að uppgötva samlokurnar okkar og svo eru ótrúlega margir orðnir háðir sörunum,“ segir Jón. Á efri hæðinni er Café Aroma með barnahorni og útsýni út á fjörðinn. „Allar tertur hjá okkur eru bakaðar í litlum formum og born- ar þannig fyrir hvern og einn,“ upplýsir Andrea Norðfjörð, eigandi staðar ins. „Svo erum við með sleikipinna úr kexi fyrir börnin,“ segir hún og nefnir líka smurbrauð, pönnukökur og mömm- uvínarbrauð. - gun Smá kaffipása Hulda Björk Garðarsdóttir sópran syngur á öðrum hádegistónleik- um Hafnarborgar í haust milli klukkan 12 og 12.30 í dag. Hún mun flytja valdar aríur sem eiga það allar sameiginlegt að fjalla um draumaprinsinn en það er jafnframt yfirskrift hádegistónleikanna að þessu sinni. Þjónustukönnun stendur yfir á vegum Hafnarfjarðarbæjar þar sem verið er að kanna notkun á og viðhorf til rafrænnar þjónustu á vefsvæði og íbúagátt. Sjá nánar á vef bæjar- ins. Heimild: www.hafnarfjordur.is Firði Hafnarfirði Sími 565 0073 Full búð af nýjum vörum Afnemum virðisaukann af öllum gallabuxum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.