Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 36
 7. október 2010 FIMMTUDAGUR6 Verslunum hérlendis sem selja not- aðan og gamlan tískufatnað, svo- kallaðar „vintage“-fatabúðir, hefur snarfjölgað síðustu árin. Segja má að verslunin Spútnik hafi rutt braut- ina með notuð föt fyrir ungt fólk árið 1986 og var lengi vel eina slíka verslunin hérlendis utan flóamark- aða og verslunar Hjálpræðishersins þar sem finna mátti slíkar flíkur inn á milli. Spútnik er enn rekin við Laugaveg og margar aðrar verslan- ir hafa bæst við á síðustu 24 árum. „Vintage“-verslanir á höfuðborgar- svæðinu er margar hverjar að finna í miðbænum. Spútnik er sem fyrr segir á Laugavegi. Þar er meira lagt upp úr hversdagsfatnaði fyrir bæði kynin – ein fárra verslana sem gerir það. Öðru hvoru má gera góð kaup á stórskemmtilegum kílómarkaði þar sem fatnaður er seldur á föstu verði eftir vigt. Rokk og rósir er einnig við Lauga- veg og þar má finna mikið úrval fínni klæða auk skartgripa. Versl- unin býður upp á sérlega gott úrval af kjólum og stundum má gera góð kaup á sérstökum kjólaútsölum. Gyllti kötturinn í Austurstræti er aðallega með kvenfatnað en þó einnig eitthvað af fatnaði fyrir karlmenn. Mikið úrval er einkum af skóm, pelsum, skarti og sólgler- augum. Ein yngsta verslunin sem selur notuð föt er svo Nostalgia á Lauga- vegi en hún var opnuð fyrir rúmu ári. Búðin selur fatnað og ýmsa skemmtilega fylgihluti en stíllinn er aðallega frá 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar. Úti á landi má einnig finna frá- bærar verslanir af sama tagi. Á Akureyri er hægt að koma við í Frúnni í Hamborg sem hefur aðallega lagt áherslu á húsmuni en er einnig með dágott úrval af fötum. Gleymmérei á Seyðis firði er í eigu þriggja systra en hægt er að kaupa vörur á Net- inu þar sem salan fer fram á Facebook-síðunni Gleymmérei. Fleiri Fac- ebook-síður er einnig að finna þar sem föt í eldri stíl eru seld. Best er að slá inn leitarorð á við „vintage“ í gluggann þar sem leita má að vinum til að sjá hvort síðurnar eru virkar. Að lokum má ekki gleyma að minna aðdáendur fortíð- arstíls á að oft leynast fjársjóðir í búðum Rauða krossins, Fata- búð Hjálpræðis- hersins í Garðastræti, Kola- portinu og bílskúrssölum, sem gjarnan eru auglýstar á Facebook og Barnalandi. Þar má yfirleitt finna besta verðið þótt leitin sé kannski stífari. juliam@frettabladid.is Fatnaður úr fortíðinni Svokölluð „vintage“-tíska hefur undanfarin ár stimplað sig inn hérlendis sem og úti í heimi. Vintage er hugtak yfir notaðar tískuflíkur sem komnar eru til ára sinna. Verslanir með slíkan fatnað eru fjölmargar. Rokk og rósir á góðan lager af notuðum sparifatnaði, sérstaklega kjólum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bestu kaupin á notuðum tískufatn- aði má oft gera á nytjamörkuðum, í Kolaportinu og bílskúrssölum. Pelsar eru til í miklu úrvali í Gyllta kettinum í Austur- stræti. Þrjár systur á Seyðisfirði hafa slegið í gegn með „vintage“-síð- unni Gleymmérei á Facebook. FRÚIN Í FLASH TEKUR TIL 20-80% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Mussur, skyrtur, pils, buxur allt að 80% afsl. Áður 14990 Nú 2000 Bolakjólar 50% afsl Áður 9990 Nú 5000 Kjólar við buxur 50% afsl Áður 14990 Nú 7490 Skokkar 50% afsl. Áður 16990 Nú 7990 Kápur 75% afsl. Áður 19990 Nú 5000 Og margt, margt fleira á ótrúlegu verði Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 NÝ BÚTASAU MSEFNI, ULL AREFNI, JER SEY, JOGGIN G, FLAUEL, S AMKVÆMISE FNI Sími 694 7911 Eikjuvogur 29, 104 Rvk. Opið mán.fim 12–18, fös. 12–16, lau. lokað Ný sending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.