Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 36

Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 36
 7. október 2010 FIMMTUDAGUR6 Verslunum hérlendis sem selja not- aðan og gamlan tískufatnað, svo- kallaðar „vintage“-fatabúðir, hefur snarfjölgað síðustu árin. Segja má að verslunin Spútnik hafi rutt braut- ina með notuð föt fyrir ungt fólk árið 1986 og var lengi vel eina slíka verslunin hérlendis utan flóamark- aða og verslunar Hjálpræðishersins þar sem finna mátti slíkar flíkur inn á milli. Spútnik er enn rekin við Laugaveg og margar aðrar verslan- ir hafa bæst við á síðustu 24 árum. „Vintage“-verslanir á höfuðborgar- svæðinu er margar hverjar að finna í miðbænum. Spútnik er sem fyrr segir á Laugavegi. Þar er meira lagt upp úr hversdagsfatnaði fyrir bæði kynin – ein fárra verslana sem gerir það. Öðru hvoru má gera góð kaup á stórskemmtilegum kílómarkaði þar sem fatnaður er seldur á föstu verði eftir vigt. Rokk og rósir er einnig við Lauga- veg og þar má finna mikið úrval fínni klæða auk skartgripa. Versl- unin býður upp á sérlega gott úrval af kjólum og stundum má gera góð kaup á sérstökum kjólaútsölum. Gyllti kötturinn í Austurstræti er aðallega með kvenfatnað en þó einnig eitthvað af fatnaði fyrir karlmenn. Mikið úrval er einkum af skóm, pelsum, skarti og sólgler- augum. Ein yngsta verslunin sem selur notuð föt er svo Nostalgia á Lauga- vegi en hún var opnuð fyrir rúmu ári. Búðin selur fatnað og ýmsa skemmtilega fylgihluti en stíllinn er aðallega frá 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar. Úti á landi má einnig finna frá- bærar verslanir af sama tagi. Á Akureyri er hægt að koma við í Frúnni í Hamborg sem hefur aðallega lagt áherslu á húsmuni en er einnig með dágott úrval af fötum. Gleymmérei á Seyðis firði er í eigu þriggja systra en hægt er að kaupa vörur á Net- inu þar sem salan fer fram á Facebook-síðunni Gleymmérei. Fleiri Fac- ebook-síður er einnig að finna þar sem föt í eldri stíl eru seld. Best er að slá inn leitarorð á við „vintage“ í gluggann þar sem leita má að vinum til að sjá hvort síðurnar eru virkar. Að lokum má ekki gleyma að minna aðdáendur fortíð- arstíls á að oft leynast fjársjóðir í búðum Rauða krossins, Fata- búð Hjálpræðis- hersins í Garðastræti, Kola- portinu og bílskúrssölum, sem gjarnan eru auglýstar á Facebook og Barnalandi. Þar má yfirleitt finna besta verðið þótt leitin sé kannski stífari. juliam@frettabladid.is Fatnaður úr fortíðinni Svokölluð „vintage“-tíska hefur undanfarin ár stimplað sig inn hérlendis sem og úti í heimi. Vintage er hugtak yfir notaðar tískuflíkur sem komnar eru til ára sinna. Verslanir með slíkan fatnað eru fjölmargar. Rokk og rósir á góðan lager af notuðum sparifatnaði, sérstaklega kjólum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bestu kaupin á notuðum tískufatn- aði má oft gera á nytjamörkuðum, í Kolaportinu og bílskúrssölum. Pelsar eru til í miklu úrvali í Gyllta kettinum í Austur- stræti. Þrjár systur á Seyðisfirði hafa slegið í gegn með „vintage“-síð- unni Gleymmérei á Facebook. FRÚIN Í FLASH TEKUR TIL 20-80% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Mussur, skyrtur, pils, buxur allt að 80% afsl. Áður 14990 Nú 2000 Bolakjólar 50% afsl Áður 9990 Nú 5000 Kjólar við buxur 50% afsl Áður 14990 Nú 7490 Skokkar 50% afsl. Áður 16990 Nú 7990 Kápur 75% afsl. Áður 19990 Nú 5000 Og margt, margt fleira á ótrúlegu verði Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 NÝ BÚTASAU MSEFNI, ULL AREFNI, JER SEY, JOGGIN G, FLAUEL, S AMKVÆMISE FNI Sími 694 7911 Eikjuvogur 29, 104 Rvk. Opið mán.fim 12–18, fös. 12–16, lau. lokað Ný sending

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.